Bændablaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 14
14 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 2. mars 1999 Seljanlegt greiðslumark Leiö til að bæta af- komu sauðtjárbænda? Um þessar mundir er nokkur skriður á umræðu um nýjan sauðfjársamning meðal bænda, þótt formlegar viðræður við ríkis- valdið séu ekki hafnar. Eitt af þeim atriðum sem þar verða eflaust til umræðu er hvort leyfa eigi kaup og sölu greiðslumarks. Frá því að breytingar á núgildandi samningi voru gerðar haustið 1995, hafa þær takmarkanir sem settar voru við aðilaskiptum að greiðslumarki, verið um- deildar. Hafa verður þó í huga að sú grund- vallarbreyting var gerð um leið að greiðslu- mark veitir ekki hlutdeild í innanlands- markaði nema að litlu leyti (0,7 reglan), heldur er ávísun á beinar greiðslur. Telja verður líklegt að nokkur eftir- spurn myndi skapast eftir greiðslumarki og má tína nokkrar ástæður til: - Síðan 1995 hefur ríkið keypt greiðslu- mark af framleiðendum sem hafa hætt bú- skap, því virðist ekki ástæða til að reikna með „aukningu" á framboði nema þá á grundvelli hærra verðs en ríkið hefur verið að greiða. - Takmarkaðir möguleikar til að auka tekjur með því að auka framleiðslu, veru- legar takmarkanir á aðilaskiptum að greiðslumarki síðan 1. júlí 1996, og verð- hækkun dilkakjöts á innanlandsmarkaði ásamt þokkalegri sölu á síðasta ári virðist hins vegar fallið til að ýta undir eftirspum eftir greiðslumarki. - Stór hluti sauðfjárbúa er í dag af þeirri stærð að nauðsynlegt reynist að afla annarra tekna með, t.d. utan bús, jafnvel með kostnaðarsömum hætti eða fjarvistum frá heimili. Ónýtt afkastageta bæði í vinnu- afli og fjárfestingum er oft veruleg. Bætt nýting þessa getur því verið mjög eftirsókn- arverður kostur til að auka tekjur fjöl- skyldunnar. Hvatinn til að selja greiðslumark hins vegar sprettur annars vegar af hagrænum ástæðum, þ.e. samanburður á þeim val- kostum að selja greiðslumark á gildandi markaðsverði og halda áfram búskap, fellur sölunni í hag (búskapurinn óarðbær, aðrir valkostir fyrir hendi í atvinnumálum innan bús eða utan) og hins vegar öðmm ástæðum fyrir að hætta sauðíjárbúskap (aldur, heilsufar, enginn til að taka við, o.s.frv.). Niðurstaða mín er því sú að a.m.k. fyrst í stað megi búast við „seljenda- markaði", sem einkennist af meiri eftir- spum en framboði. Lykilatriði varðandi hagkvæmni þess að kaupa greiðslumark er að tekjur af auknu greiðslumarki verði meiri en útgjöld vegna kaupanna. Lítum á tvo bændur, Atla og Búa, sem meta kosti þess að kaupa greiðslumark á 18.000 kr. ærgildið. Forsendur: Tími búvörusamnings: 5 ár Beingreiðsla á ærgildi/ári, kr: 4.000 Kaupverð á ærgildi, kr: 18.000 Vextir af lánsfé: 9% Ávöxtunarkrafa á eigið fé: 6,5% Árleg niðurfærsla greiðslumarks: 20% Tekjuskattshlutfall: 40% Atli fjármagnar kaupin af eigin fé og gerir kröfu um 6,5% ávöxtun af því. Hann greiðir skatta af tekjum af búrekstri en niðurfærsla greiðslumarks kemur til lækkunar á tekjuskattsstofni. Miðað við þessar forsendur verða nettó tekjur hans af því að kaupa greiðslumark á 18.000 kr á núvirði kr. 6.076 (hann gæti því greitt hærra verð fyrir greiðslumarkið) á fimm ára Markaðsmál Erna Bjarnadóttir samningstíma. Búi hins vegar þarf að taka lán á 9% vöxtum. Tekjur hans eru einnig undir skattleysismörkum og hann tapar því 1.041 kr á núvirði á tímabilinu. í stuttu máli hafa fjársterkir aðilar með góðar tekjur, nokkra yfirburðastöðu þegar á markað fyrir greiðslumark er komið. Að öðru óbreyttu virðist því líklegt að hátt verð skapist á greiðslumarki a.m.k. fyrst í stað (áðurnefndar 18.000 kr. eru einungis notaðar til skýringar). Ein- faldað, virðist mega reikna með að verðið sem myndast muni endurspegla væntingar um tekjur af beinum greiðslum á samningstíma nýs sauðfjársamnings, (auk þess sem annar ávinningur t.d. skattalegur kynni einnig að hafa áhrif). Beinar greiðslur rynnu því í vasa þeirra sem hætta í búgreininni á samningstímanum með millilendingu hjá hinum nýju eigendum. Ljóst er að vandasamt verkefni bíður samninganefndar bænda í komandi samningum við ríkið. Tekjuleysi sauðfjár- bænda er almennt viðurkennt en kakan sem til skiptanna er, er takmörkuð. Velja þarf leiðir sem skila stuðningi við búgreinina til þeirra sem hana stunda og stuðla jafnframt að eflingu hennar til lengri tíma litið. Frjáls sala á greiðslumarki virðist ekki vænleg leið að því marki. Landbúnaðarráðuneytiö Reglur um veitingu styrkja til umhverfisverkefna árið 1999 skv. samningi um sauðfjárframleiðslu 1. Tilgangur 1.1. Tilgangur verkefnisins er að skapa sauðfjár- bændum atvinnu við tímabundin verkefni jafn- hliða búrekstrinum og stuðla að bættri umgengni og fegrun umhverfis í sveitum. 2. Framkvæmd 2.1 Framkvæmd verkefnisins er í höndum Fram- kvæmdanefndar búvörusamninga. Fram- kvæmndanefndin auglýsir styrkina, metur um- sóknir og sér um greiðslur styrkja samkvæmt reglum þessum. 3. Styrkhæf verkefni 3.1. Eftirtalin verkefni eru styrkhæf: a) Hreinsa oa fiarlæaia ónvtar airðinaar: Verkefnið skal miða að þvf að taka upp og fjarlægja eða grafa ónýtar girðingar þar sem girðingar er ekki lengur þörf. b) Hreinsa oa fjarlæaja aömul oa ónvt hús. húsarústir og aðrar þær mannvistarleifar sem ónýtar eru og ekki verða til nytja. Ávallt skal ganga þannig frá að ummerki verði sem minnst í náttúru landsins. Græða skal upp jarðvegssár sem myndast kunna. Ávallt skal þess gætt áður en verk er hafið að ekki sé um neinar fornminjar að ræða. Þá skal einnig gætt vandlega að því að ekki sé raskað menningarverðmætum eða menningarlandslagi. c) Skipuleq hreinsunarátök í sveitum. Verkefnið miðist við almennt hreinsunarátak við einstaka bæi, meðfram vegum og/eða á fjörum og annars staðar þar sem þörf er á tilteknu landssvæði/héraði. Undir þetta fellur að fjarlægja vélar, vélahluta og bflhræ sem ónýt eru og liggja á víðavangi eða annarsstaðar þar sem þau valda sjónmengun og/eða annarri mengun. Koma skal öllu því í endurvinnsiu sem hægt er og frá öðru skal ganga með tryggum hætti, þannig að ekki stafi hætta af eða neins konar mengun. Ávallt skal þess gætt að ekki sé hent neinu sem kann að vera menningarverðmæti. d) Merking gönauleiða oa oerð göngustfga með það fyrir augum að stýra umferð gangandi fólks um heimalönd jarða og viðkvæm svæði. e) Verkefni sem fólain eru í bví að viðhalda menningarverðmætum, eins og gömlum húsum, þar sem sjá má liðnn tíma og verkmenningu, bæta fyrir gamalt jarðrask eða annað það sem fært getur náttúruna í upprunalegt ástand, hafi því verið breytt af mannavöldum. Ávallt skal þó hafa í huga að spilla ekki náttúrlegum verðmætum. Á árinu I998 njóta verkefni forgangs í þeirri röð sem þau eru nefnd að framan. Framkvæmdanefnd getur skipt framlögum eftir svæðum fyrir skiptingu eftir verkefnum. 4. Styrkhæfir aðilar 4.1. Sauðfjárbændur hafa forgang að styrkjum til hreinsunarverkefna samkvæmt reglum þessum. 5. Umsóknir um styrki 5.1. Framkvæmdanefnd búvörusamninga auglýsir eftir umsóknum um styrki og skulu umsóknir hafa borist fyrir 1. mai. Framkvæmdanefnd metur um- sóknir, forgangsraðar og ákveður styrkveitingar m.v. tiltækt fjármagn. Úrvinnslu umsókna skal lokið og niðurstaða tilkynnt umsækjendum eigi síðar en 1. júní. 5.2. í umsókn komi fram hvert verkefnið er og hver er ábyrgðarmaður. Einnig hver sé eigandi og umráðamaður viðkomandi landsvæðis. Sé eig- andi eða umráðamaður annar en umsækjandi þarf samþykki eiganda og/eða umráðamanns. Umsókn þarf jafnframt að fylgja tímasett verk- áætlun og kostnaðaráætlun. 5.3. Búnaðarsambönd veita móttöku umsóknum og senda til Framkvæmdanefndar búvörusamninga. 6. Verklok og greiðsla styrkja 6.1. Framkvæmdum skal lokið eigi síðar en 1. desember I999. Þegar framkvæmdum er lokið skal búnaðarsamband gera úttekt á verkinu og senda tilkynningu til Framkvæmdanefndar búvörusamninga því til staðfestingar að verkið hafi verið unnið í samræmi við fyrirliggjandi áætlun, til að greiðsla fari fram. Úttektir skulu haf borist fyrir 31. desember I999. 6.2. Styrkir samkvæmd stafliðum a) og b) greiðast sem hér segir: Hreinsun airðinaa: kr. 12.000,00 á hvern km. Við að hreinsa oa fjarlæaia aömul oa ónvt hús greiðast kr. 35.000,00 á býli. Ef um er að ræða meiriháttar framkvæmdir ( brotin niður steinsteypa) greiðast kr. 50.000,00 á býli. Framkvæmdanefnd búvörusamninga ákveður styrki til annarra verkefna með tilliti til áætlaðs kostnaðar. Þóknun til búnaðarsambanda vegna umsjónar nemur 10%, reiknað sem hlutfall af greiddum styrkjum. Reykjavík, 20. febrúar I999 Framkvæmdanefnd búvörusamninga

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.