Bændablaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 11

Bændablaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 11
I Þriðjudagur 2. mars 1999 BÆNDABLAÐIÐ 11 Tilrannir á Hvanneyri Ríkharð Brynjólfsson, kennari við Bændaskólann á Hvanneyri Aburður og ending sáðgresis Oftast endist sáðgresi skemur í túnum en menn helst vildu. Stundum hverfur það hratt og stærri eða minni skellur fyllast af varpasveifgrasi, arfa eða öðru illgresi. Þá er gjaman talað um kal. Stundum, og raunar oftast, gerist þetta hægt svo varla tekst eftir frá ári til árs og má þá tala um grisjun. Veðurfar hefur afgerandi áhrif á hvort gerist og í hve miklum mæli, en jarðvegur og meðferð túnsins hafa líka mikið að segja. Það er til dæmis viðurkennt að stórir skammtar köfnunarefnis geta minnkað vetrarþol grasa svo um munar. Tvísláttur rýrir einnig vetrarþol, ekki síst hjá vallarfoxgrasi og beringspunti. Vorið 1998 voru hvorttveggja þessi áhrif afar glögg í tilraunum á Hvanneyri. Síðar verður gerð sérstök grein fyrir áhrifum sláttutíma á einstakar grastegundir en vikið að áburðarhrifum. Hlið við hlið liggja tvær tilraunir með sláttutíma vallarfoxgrass sem sáð var til 1996. I aðra var einnig sáð rauðsmára og hefur hún fengið aðeins 20 kg N/ha en hin 100 kg N/ha en báðar fengið hæfilegan skammt steinefna. Smárinn náði sér ekki á strik svo munur tilraunanna tveggja er eingöngu í N-áburði. Síðastliðið vor var mikill munur á tilraununum. Sú sem fékk lítið N var jöfn og falleg yfir að líta, hin var mjög misjöfn og augljóslega vegna sláttar sumarið áður. Bestu reitir, þeir sem einslegnir voru 1997, voru með nær hreinu vallarfoxgrasi og skellulausir en hinir voru bágari. og margir með miklar skellur. Þekja vallarfoxgrassins var ekki metin, en hlutdeild þess í uppskeru 21. júlí. I tilrauninni með 20 N var 95% vallarfoxgras á öllum reitum, en tölumar úr hinni (100 N) eru í töflu 1. Þó áhrif sláttutímans séu greinileg voru þau enn skýrari í þekju vallarfoxgrassins. Það er mun uppskerumeira en illgresið sem óx í skellunum og hafði að auki gott vaxtarrými svo eftirlifandi plöntur náðu góðum vexti. Sjá töflu Það skal ítrekað, að um er að ræða annað uppskeruár nýræktar, og munurinn eftir N-áburði og sláttutíma skilur milli túns sem er í góðu eða a.m.k sæmilegu ástandi og túns sem stefnir hraðbyri til þess að vera lélegt eða hálfónýtt. Meðferðin skiptir þannig verulegu máli fyrir það hvemig vallarfoxgrasið endist. Tafla 1. Prósent vallafoxgrass í uppskeru 21. júli 1998 eftir sláttumeöferö 1997 Seinni sláttur 1997 Einslegið 1997 1. sl. 1997 1. júll 14. júlí 21. júlí 15. ágúst 83 25. ágúst 83 93 5. sept. 83 68 93 íslensk hreinsiefni fyrir íslenska mjólkurframleiðendur Við höfum eflt þjónustu við bændur um allt land - svo um munar. Nýjir endursöluaðilar hafa bæst í hóp hinna fjölmörgu þjónustuaðila Friggjar. Bjóðum fróbært úrval af V/// VHunhygleneiyitiffl* vörum s.s. sköfur, skrúbba og skóflur í mörgum litum. Eigum einnig til á lager hino heimsþekktu DIBO kvoöukúta í 60-l 20 Itr. Henta mjög vel til kvoöunar og sótthreinsunar. Umboðsmenn Friggjar um landið Reykjavík Mjólkursamsalan og Shellmarkaður Varmahlíð Vélovol Vormohlíð ; Selfoss Mjólkurbú Flóamanna Sauðarkrókur K.S. og Bíloverkstæði K.S. Egilstaöir Mjólkursamlag Egilstöðum Blönduós Reynir og K.H. og Árvirkni Vopnafjörður Kauptún Hvammstangi K.V.H. Norðfjörður S.Ú.N. Búðardalur Mjólkursamlag Búðordol Húsavík Aðolgeir Sigurgeirsson og K.h. Byggingovörudeild Borgarnes Mjólkursamsalan og J.G.R. Heildverslun Akureyri Vélor og þjónusta og Shellmarkaður Borðeyri K.F. Hrútfyrðingo ísafjörður Mjólkursomlog (sfiröingo ' ‘7- >31^ H ▼ VELAVERt Lágmúli 7 - Pósthólf 8535 -128 Reykjavík Sími 588 26 00 - Fax 588 26 01 Alfa Laval TP 360 VS skádælur til nota í grunna sem djúpa kjallara. Tengd á þrítengibeisli og vökvastýrð. Afköst 13.000 ltr/mín í upphræringu og 7.000 lrt/mín við dælingu í tank, auðvelt að beina hrærustútnum upp og niður og til beggja hliða. Söxunarbúnaður á dæluinntaki. Byggð á áratuga reynslu Alfa Laval við smíði á haughrærum. Alfa Laval skádælan hefur verið prófuð af Bútæknideildinni á Hvanneyri. Alfa Laval TP 250 brunndælur Fyrir mismunandi dýpt á haughúsum frá 1.60 - 4.0 mtr. Abbey haugsugur. Abbey haugsugur og mykjutankar eru fáanleg í eftirtöldum stærðum: 5000 ltr - 5900 ltr - 7000 ltr - 9100 ltr Staðalbúnaður: • Afkastamikil vacumdæla. • Vökvabremsur og vökvastýring á dreifistút. • Vökvaopnun á topplúgu, hleðslumælir og ljósabúnaður. • Flotmiklir hjólbarðar 6” barki, 5 mtr langur með harðtengi • Vökvaopnun á topplúgu. Mykjutankar, haugsugur og dælur

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.