Bændablaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 12
12 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 2. mars 1999 1,8 mjöltum á kú á dag en ætti að öllu eðlilegu að vera með 2,3 mjaltir á dag. Hann sagði þó að kvígumar væru mun betri og greinilegt að það tæki ákveðinn tíma fyrir kýmar að læra á þessa nýju tækni. Ennfremur vildi hann meina að júgurheilbrigði hefði batnað þar sem básinn greindi strax ef breytingar yrðu á mjólk- inni, tæki þær kýr frá og þá væri hægt að meðhöndla á alfyrstu stig- um júgurbólgu, áður en hún væri orðin sýnileg. Höfuðstöðvarnar í Skejby í Skejby eru höfuðstöðvar dönsku leiðbeiningaþjónustunnar Guðmundur Jóhannesson, Búnaðarsambandi Suðurlands. í nóvember s.l. fór undirritaður í heimsókn til dansks búnaðarsam- bands og kynnti sér leiðbeininga- þjónustu í nautgriparækt þar í landi. Eg dvaldi í Aulum á V-Jót- landi í 4 daga og heimsótti svo höfuðstöðvar dönsku leiðbeininga- þjónustunnar í Skejby. Danir vom sem óðast að taka kýr á hús og höfðu nýlega upp- skorið rófur/næpur sínar þannig að nóg var að gera við fóðuráætlana- gerð. Bændur em þá heimsóttir, fóðurbirgðir mældar og í fram- haldinu eru unnar fóðuráætlanir sem er svo fylgt eftir með eins dags fóðuráætlunum sem berast mánaðarlega með niðurstöðum úr skýrsluhaldi. Skipulag fóðrunar er nokkuð frábrugðið frá því sem gerist og gengur hér en lítið er lagt upp úr einstaklingsfóðran vegna of mikillar fyrirhafnar. Gert er ráð fyrir fastri fóðmn með heyi eða heilfóðri, rófum/næpum og hálmi en síðan kemur kjamfóður til viðbótar. Allt er þetta reiknað í fóðureiningum á kú á dag. Búin eru líka að öllu jöfnu mun stærri en nærri lætur að meðalkúabú í Dan- mörku telji 60 kýr og framleiði um 440 þús. lítra mjólkur. Þá var mikil áhersla lögð á fóðrun kvígna og ungneyta í uppeldi og sérstaklega passað upp á að tapa gripum aldrei niður í vexti þar sem slíkir gripir em ónýtar framleiðslueiningar. Þama eru ungneyti komin í um 600 kg á fæti við 13 mánaða aldur. Framleiðsla og verðlag - kvótaviðskipti Mjólkurframleiðsla í Dan- mörku nemur um 4,5 milljörðum lítra eða 45 föld mjólkurfram- leiðsla hérlendis. Nautakjötsfram- leiðsla er um 182 þús. tonn. Verð- lag á afurðum og aðföngum er ólikt því sem gerist og gengur hér. Þannig fá bændur u.þ.b. 26-27 kr. fyrir mjólkurlítrann (engar bein- greiðslur) og fyrir lífræna mjólk er verðið 20% hærra. Það er því mikil aukning í lífrænni mjólkurfram- leiðslu. Verð á kjamfóðurblöndum er 13-15 kr/kg og bygg kostar 9-10 kr/kg. Áburðarverð lætur nærri að sé 16 þús. kr/tonn, að sjálfsögðu breytilegt eftir tegundum. Kvótaviðskipti em frjáls en fara öll í gegnum markað (kvota- börsen) þar sem bændur senda inn ákveðið hámarksverð sem þeir em tilbúnir að greiða. Seljandi tekur fram lágmarksverð og viðskipti fara því einungis fram að kauptil- boð og söluverð skarist. Verð á kvóta hefur verið 30-35 krónur í lítra mjólkur. Framleiðslukvótinn er í kg mjólkurfitu þannig að bændur geta aðeins spilað á fram- leiðslumagn og verð með efna- innihaldi. Þannig getur verið hag- stætt að lækka fituinnihald og hækka prótein en þó aðeins innan vissra marka því að öðmm kosti er viðmiðun á efnamagni í kvótaút- reikningum breytt. Skipulag og þjónusta framúrskarandi Greinilegt var á öllu að danska leiðbeiningaþjónustan er skipu- lögð út í ystu æsar, aðgangur að gögnum greiður og þjónustan við bændurna framúrskarandi. Um það bil 25% rekstrarfjármagns kemur frá danska ríkinu en afgangurinn (75%) er fjármagnaður með þjónustugjöldum. Flestir bænd- anna sjá sér hag í því að skipta við búnaðarsamböndin og t.d. er eftir- spurn eftir forritum lítil meðal bænda þar. Það eitt og sér sýnir að þjónustan fullnægir þeirra kröfum. Búnaðarsambandinu í Aulum er skipt upp í nokkur svið; naut- griparæktarsvið, hagfræðisvið, jarðræktarsvið, lögfræðisvið og af- leysingaþjónustu. Stærsti munur- inn frá því sem við þekkjum liggur í lögfræðisviðinu en þar eru bænd- ur aðstoðaðir við gerð ýmiss konar samninga og veitt lögfræðiráðgjöf. Á nautgriparæktarsviði em starf- andi 10 ráðunautar og sinna þeir 420 mjólkurframleiðendum með um 28 þús. kýr og 300 nautakjöts- framleiðendum. Sjálfvirkur mjaltabás Ég heimsótti nokkur bú meðan á heimsókn minni stóð og má segja að þau hafi spannað alla flóruna, voru allt frá því að vera stór- glæsileg niður í það að vera í niðumíðslu. Þó sá maður hvergi fara illa um gripi en aðstaðan var eins og áður sagði ákaflega mis- jöfn. Mér gafst kostur á að sjá mjaltavélmenni (ég vil heldur kalla þetta sjálfvirkan mjaltabás) á einu búanna og var það athyglisvert. Eftir að hafa séð sjálfvirka mjalta- básinn í vinnslu er ég sannfærður um að þessi tækni er komin til þess að vera enda á sér stað gríðarleg þróun hvað þennan búnað varðar í dag. Bóndinn var ekki alls kostar ánægður með básinn þar sem eldri kýmar eru tregar til þess að koma sjálfviljugar í mjaltir, bíða eftir að fara í hinn hefðbundna mjaltabás. Þannig náði hann ekki nema 1,7 til Mjólkað f mjaltavélmenni (sjálfvirkum mjaltabási). með um 400 manna starfslið og gríðarlega öflugan miðlægan gagnagmnn sem safnar upplýsing- um úr skýrsluhaldinu, frá mjólk- urbúum, dýralæknum, sláturhús- um, fijótæknum o.s.frv. Þar sá mað- ur að við eigum langt í land með þróun leiðbeiningaþjónustunnar, sérstaklega hvað varðar aðgang búnaðarsambanda í gagnagmnna og miðlun upplýsinga frá höfuðstöðvunum út til bún- aðarsambandanna. T.d. er vikulega sent út til búnaðarsambandanna fræðsluefni um hvað er á döfinni ásamt nýjum upplýsingum um verðlag, framleiðslumál, námskeið o.s.frv. Þá er mikið unnið og þróað af leiðbeiningaefni fyrir héraðs- ráðunauta þannig að þeir þurfa ekki allir að „finna upp hjólið" heldur geta einbeitt sér að því að vinna fyrir bændur sem borga jú brúsann. Eftir að hafa litið þessa starfsemi augum sé ég að við þurf- um nauðsynlega að gera stórátak á þessu sviði og skilgreina betur og jafnvel upp á nýtt störf og starfs- svið landsráðunauta. Þeirra um- fangsmiklu þekkingu er ég fullviss um að við getum nýtt betur. Hér eru ráðunauturinn og bóndinn sestir fyrir framan fartölvuna og í henni er fóðuráætlunin gerð. Bóndinn er því kominn með hana í hendur áður en heimsókn ráðunautarins er lokið. Vel skipulögö leiðbeininga- w I ■ I Fréttii' frá Búnafiarsam- bandi Sufiur Þingeyinga Ragnar Guðmundsson, Sýrnesi, Aðaldal. Ný jarðanefnd hefur tekið til starfa á svæði BSSÞ en um ára- mótin óskaði Stefán Skaftason eftir því að hætta störfum í nefndinni, og var fallist á þá beiðni. í nefndinni eru nú Sig- tryggur Vagnsson Halldórs- stöðum formaður, Tryggvi Stefánsson Hallgilsstöðum og Erlingur Teitsson Brún. Á fundi stjómar BSSÞ nýverið samþykkti meirihluti hennar að leggja fram kr. 2,000,000 til hlutafjárkaupa Búnaðarsambands- ins í hlutafélagi um nýbyggingu og og rekstur hótelálmu við Fram- haldsskólann að Laugum í Suður- Þingeyjarsýslu. I því skyni verða nýttir þeir fjármunir sem fengust fyrir sölu hlutabréfa í Norðurlaxi h/f. , Á fundinum var tekin fyrir ósk um framlag til ritunar sögu Lauga- skóla, en Steinþór Þráinsson hef- ur verið ráðinn tímabundið til verksins, áætlað er að bókin komi út um mitt ár 2000. Stjóm BSSÞ taldi sér ekki fært að svo stöddu að styrkja verkefnið fjárhagslega þar sem sambandið er að vinna að framgangi skólans á öðmm svið- um. Á fundinum var einnig ræddur samningur milli Bænda- samtaka Islands og búnaðar- sambanda þar sem BI taka að sér sérhæfða ráðgjöf í tilteknum búgreinum þ.e.a.s. garðyrkju- ylrækt, svína-alifugla og loð- dýrarækt ásamt hlunninda- nytjum, en búnaðarsamböndin annast áfram almenna þjónustu við bænduma. Hluti búnaðar- sambands í búnaðargjaldi þeirra búgreina sem samningurinn tekur til gengur þá að hluta, til BÍ. Ekki var tekin afstaða til samningsins þar sem ýmislegt varðandi hann þarfnast nánari skoðunar. Ákveðið var að halda aðalfund sambandsins föstu- daginn 16. apríl að Breiðumýri og mun hann að venju hefjast kl. 10,00. Samþykkt var að leggja til Ráðunautaþjónustu Þing- eyinga ýmsar eignir búnaðar- sambandsins sem eru í vörslu ráðunauta; aðallega skrifstofutól og tæki. Á fundinum voru einnig fulltrúar sambandsins á Búnaðar- þingi þeir Ari Teitsson og Jón Benediktsson og kynntu mála- skrá þingsins. Rædd var m.a. skýrsla A-hóps um stefnumörkun og starfshætti B1 og breytingar á kosningu til Búnaðarþings. Margt jákvætt er í þessari skýrslu og til bóta, en hvað varðar fulltrúa afurðastöðva á þinginu þykir stjóm BSSÞ ekki rétt að þeir séu þar fulltrúar með full réttindi. JÖTUGRINDUR læsanlegar Vélaval ■ Varmahlíð HF Sírni: 453 8888 Fax: 453 8828

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.