Bændablaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 2. mars 1999 BÆNDABLAÐIÐ 13 Kamiist einhver viO plúginn? Samkvæmt símtali sem ég átti við ykkur sendi ég hér með myndir af plóg sem jarðýta hefur sennilega ýtt til ársins 1974, en kom ekki í ljós fyrr en 10 árum seinna við húsið að Naustum 2, Akureyri. Eins og sést á myndinni eru 3 hnoð neðst á burðarskera og 1 hnoð sést óglöggt ofan á láréttum meiðanum, en sést vel á plógnum sjálfum. Svo virðist sem ekki hafi verið á honum moldverpi enda engar sjáanlegar festingaleifar fyrir veltiborð. Faðir minn hóf að byggja hér nýbýli árið 1928 út úr Nausta- jörðinni, sem nú er Naust 1. Eg er uppalinn hér á Naustum og man ekki eftir þessum plóg og ég minn- ist þess ekki að faðir minn hafi talað um hann, enda kom hingað venjulegur plógur upp úr 1930 og var sá notaður hér lengi. Þá hafa þó nokkrir skoðað þetta áhald án þess að kannast við það. Einn þeirra er Lúther Gunn- Íaugsson, Veisuseli, Fnjóskadal, og tjáir hann mér að fyrir ára- tugum síðan hafi hann, ásamt Ólafi Jónssyni, Gróðrastöðinni, Akureyri, verið að leita að plóg sem hafði verið notaður í til- raunaskyni til að rista smáþúfur. Sá plógur átti að hafa verið með þríhymda plötu neðan á meiðan- um, sem átti að stingast undir þúfumar og rista þær af. Þessi plógur fannst aldrei. Ef einhver kannast við þennan plóg sem myndin er af, vinsamlega hafið samband við Bændablaðið eða Anton Jóns- son, Naustum í síma 462-2958. Anton Jónsson Helstu mál á hestaplógnum. 1. Þvermál 25x25 mm. 2. Eitt hnoð. 3. Þrjú hnoð. 4. Fastur skeri, egglaga að traman. Þykkt að aftan er 19 mm og breidd 67 mm. 5. Aðalburðarbiti, breidd 53 mm og þykkt 24 mm. 6. Festing fyrir hnif eins og á venjulegum plóg. 7. Flatjárn 6x30 mm. Vantar part af öðru ilatjárni og handföng. 8. Lengd 350 mm. 9. Lengd 170 mm. 10. Lengd á meiöa 449 mm. Greiðslumark Kaupfélag Eyfirðinga óskar eftir að kaupa greiðslumark í mjólk. Þeir sem hafa áhuga á að selja er bent á að hafa samband við Þorstein Guðbjörnsson í síma 460-3331 milli kl. 9.30 og 16.00 alla virka daga. áfri wiðh&illdlsH Kjarnagluggar Dalvegur 28 • 200 Kópavogur • Simi 564 4714 GRAS EFNAV0RUR • HAFNARBRAUT 2 • ---------------——t ÍVISTVÆNT • SÍftH: 544 5999 • FAX: 5445995 OKKARVEGNA 39 jIjí) Bændablaðið er fyrir þá sem vilja fylgjast með málefnum íslensks landbúnaðar Áskriftarsíminn er 563 0300. Sáðvörur Rádgjöf byggð á reynslu Starfsmenn MR búa að áratuga reynslu og þekkingu í innflutningi og meðferð á sáðvörum. Við val á sáðvörum geta margar spurningar vaknað því aðstæður ráða hvaða ífæ hentar á hverjum stað. Mismunandi þarfir I il að bændur nái sem bestri nýtingu á sáðvörum miðlum við reynslu okkar og annarra t.d. um hver sé besti sáðtíminn, hvaða sáðmagn gefur besta uppskeru og hver sé endurvöxtur mismunandi stofna. Tegund Yrki Sáðmagn kg/ha Pöntun Grasfræblanda V/A 25 Túnvingull Reptans 25 Vallarfoxgras Adda 25 Vallarfoxgras Vega 25 Vallarsveifgras Fylking 15 Vallarsveifgras Sobra 15 Háliðagras Dan ífá Oregon 20 Fjölært rýgresi Baristra 35 Sumarhafrar Sanna 200 Vetrarhafrar Image 200 Sumarrýgresi Barspectra 35 Sumarrýgresi Baroldi 35 Vetrarrýgresi EF 486 Dasas 35 Vetrarrýgresi Barmultra 35 Vetrarrúgur Voima 200 Bygg 2ja raða Gunilla 200 Bygg 6ja raða Arve 200 Sumarrepja Bingo 15 Vetrarrepja Emerald 8 Vetrarrepja Barcoli 8 Fóðurmergkál Maris Kestrel 6 Fóðurnæpur Barkant 1,5 Fóðumæpur Civasto 1,5 Skrúðgarðablanda - S Réttar sáðvörur tiyggja góða rœkt Mjólkurfélag Reykjavíkur

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.