Bændablaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 8
 8 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 2. mars 1999 Bleikjubóndinn Jónas með fullunna vöru. Jónas er Hvanneyringur, lauk búfræðingsnámi árið 1983. Hann tók við búi afa sír.s árið 1981. Erlendur faðir Jónasar er kjötiðnaðarmeistari og hefur hann reynst þeim hjónum betri en enginn við ráðleggingar um nýjungar og verkunaraðferðir. vera eingöngu í hefðbundnum búskap. Þar er maður í vemduðu umhverfi sem ég get vel ímyndað mér að hafi hamlað framþróun.. Ef eitthvað fer úrskeiðis í því sem ég er að gera er leikurinn búinn. Samkeppnin er svo mikil.“ En hvemig tókst þeim hjónum að fóta sig í upphafi? Eitthvað hef- ur það nú kostað að hefja bleikju- eldi. Jú, Jónas viðurkennir það en minnir á að þegar Fagradalsbleikja tók sín fyrstu skref var fjárkvótinn skertur og ríkið borgaði sauðfjár- bændum skerðinguna. Þessa peninga notuðu þau hjón í upp- bygginguna. „Við erum ekki með það á dagskrá að stækka við okkur en salan er alltaf að aukast. Þetta á sérstaklega við um reykta laxinn." - Nú er það ekki á hvers manns færi að reykja matvæli svo vel sé. Hver er galdurinn hjá ykkur? „Ja, reykofnamir skipta máli og hér em tveir slíkir. Eg hlóð þá sjálfur og segja má að aðferðin við reykinguna sé hin sama og var fyrir 20-30 ámm. Hér notum við aðeins beykisag og ég get ekki gefið upp neina uppskrift - það er tilfinningin og reynslan sem ræður ríkjum.“ -Þetta hafa vart verið dýrir ofnar? „Nei. Ég býst við að fyrir utan vinnu mína hafi efniskostnaður verið um 50 þúsund. Það er hins vegar hægt að kaupa tölvustýrða ofna sem kosta nokkrar milljónir.” Vel er vandað til umbúða sem notaðar eru í Fagradal. Það var fyrirtækið Mosart sem gerði merkið fyrir Fagradalsfiskinn. Framleiðslan fer eingöngu á innanlandsmarkað. Þó hefur Fagradalsbleikja verið lögð fram á norrænni fagkeppni kjötiðnaðarmanna í Danmörku. Þetta var árið 1994 og fékk bleikjan silfurverðlaun. Fagradalsbleikjan hefur líka fengið verð- laun hér heima en í fyrra fékk reykti laxinn silfurverðlaun á Matur 98. Það var fyrir tæpum áratug að þau hjónin Jónas Erlendsson og Ragnhildur Jónsdóttir í Fagradal í Mýrdal tóku að sér vetrarlangt að fóstra seiði fyrir Dyrhólalax. í ljós kom að seiðin döfnuðu vel í súrefnisríku uppsprettuvatni Fagradals. Ahugi þeirra hjóna var vakinn og þau brettu upp ermar. Nú framleiða þau árlega 10 tonn af reyktri bleikju og laxi en framleiðslan skiptist jafnt á milli þessara tegunda. Bleikjan er alin upp í Fagradal en laxinn kemur frá Rifós í Kelduhverfi. Þau hjón em allt í senn, fiskeldismenn, flakarar, markaðs- fólk og ökumenn. Allt frá upphafi hefur markmiðið verið að skilja eftir sem mestan virðisauka og svo er að sjá að það hafi tekist. En það er ekki bara bleikja sem er alin upp í Fagradal. Á bænum em rösklega 200 vetrarfóðraðar kindur þannig að það er í nógu að snúast hjá Jónasi og Ragnhildi í Fagradal. Þess má geta að þau hjón hafa aldrei tekið nokkurn mann í vinnu. Jónas sagði það fara vel saman að vera með sauðfé og bleikju. Kindurnar bera upp úr 20. apríl og mánuði síðar hefst vertíðin í fisk- inum. „Strax frá upphafi var það ætlun okkar að vera ekki með meira en svo að við gætum unnið þetta frá upphafi til enda - fengið sem mest af virðisaukanum í okkar eigin vasa,“ sagði Jónas sem kreistir hrogn úr vænum bleikjum, kemur hrognunum til og bíður svo rólegur þar til seiðin hafa náð sláturstærð. Þess skal og getið að hrogn hafa einnig verið keypt frá Stofnfiski. Þegar slátmn lýkur er bleikjan reykt í heimatilbúnum reykofnum, flökuð og snyrt, rennt í umbúðir og verðmerkt. Þegar þessu er lokið er afurðunum hlaðið í bfl og ekið af stað til viðskiptavinanna, sem í flestum tilvikum em stórverslanir á höfuðborgarsvæðinu, KA og KASK á Suðurlandi. ímörgum verslunum þarf Jónas auk heldur að ganga frá vöm sinni í kæliborðum. „Þetta er meira spennandi en að Séð yfir svæði stöðvarinnar. Þess má geta að rafmagn í Fagradal kemur frá heimarafstöð. Vatnið í kerjunum fer fyrst í gegnum túrbínurnar sem þýðir að það er óvenju súrefnisríkt þegar það rennur í kerin. Jónas segir að næsta skref sé að gefa bleikjunum lífrænt vottað fóður. Að vísu sé vart hægt að fullyrða nokkuð um aukna sölu í framhaldinu en óneitanlega mundi það gefa fyrirtækinu forskot. Nú er verið að skoða það hvort hægt sé að framleiða svona fiskafóður. „Þó svo ég geti framleitt lífrænt vottaðan fisk er ekki þar með sagt að ég fái hærra verð. En staða Fagradalsbleikjunnar á markaði verður önnur.“ Ef Jónasi tekst að útvega sér lífrænt vottað fóður er líklega stutt í formlega vottun því hann hefur aldrei notað nein lyf. „Við höfum aldrei þurft að kljást við neina sjúkdóma. Ástæðan er líklega sú að vatnið er hreint og kalt. Vatnsmagnið sem fer í gegnum kerin er mjög mikið og skipti því ör. Þetta tvennt, kuldinn og hraði vatnsins í gegnum kerin, hafa skipt sköpum.“ Vatnið í Fagradal er aðeins um 5-7°C sem þýðir að vöxtur bleikjunnar er hægari en ef hitinn væri ögn meiri. Jónas segir lágur hiti hafi aftur þau áhrif að hold fisksins sé þéttara. Fagridalur í Mýrdal Búslofninn meö sporf og pra fætur - Jónas og Ragnhliir i Fagradal ala upp bleikju, reykja flsk og eru með rðeklega 200 kindur

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.