Bændablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 1
3. tölublað 6. árgangur Þriðjudagur 15. febrúar 2000 ISSN 1025-5621 tmtðk atvinnulífsins ihuga að liðsinna bænd- um sem vilja titífða mál vegna fasteignagjalda Samtök atvinnulífsins fliuga nú að aðstoða bændur, einkum ferðaþjónustubændur, til þess að höfða mál á hendur íslenska ríkinu fyrír að innheimta fast- eignagjöld af ofmetnum eign- um á Iandsbyggðinni. Að sögn Ara Edwald fram- kvæmdastjóra Samtaka atvinnu- lífsins hefur málið verið til um- ræðu þar innanhúss, hjá Félagi ferðaþjónustubænda og hjá ein- stökum fyrirtækjum. „Við teljum að þessi skattheimta sé óeðlileg og hæpið að hún fái staðist. Við höfum komið þessum skilaboð- um til stjórnvalda en fengið litlar undirtektir." Hann segir að nokkrir ferða- þjónustubændur fliugi að fara dómstólaleiðina til að fá úr þessu skorið og hafa rætt við Samtök atvinnulífsins um að þau liðsinni þeim í slíkum málarekstri ef til hans kemur. „Það er eðlilegt að þessir aðilar velti fyrir sér stöðu sinni og við hljótum að liðsinna okkar félagsmönnum til að fá úr henni skorið." Ari tekur þó fram að ekki kæmi til þess að samtök- in sem slík fari í mál við ríkis- valdið. Garðyrkjuskólinn með nýja náms- braut í skðgrækt Rétt um 40 nemendur stunda í vetur nám á fimm brautum Garðyrkjuskóla ríkisins í Ölfusi. Brautirnar eru: Skrúð- garðyrkjubraut, garðplöntu- braut, ylræktarbraut, um- hverfisbraut og blómaskreyt- ingabraut. Skólinn tekur inn uý.ja nemendur annað hvert ár og nýr árgangur verður tekinn inn í haust. Þegar er búið að taka marga nemendur inn í skólann en hugsanlegum um- sækendum er bent á að sækja iiiii sem fyrst og í síðasta lagi fyrir 1. maí. Að sögn Sveins Aðalsteinssonar, rektors, er mikil eftirspurn eftir menntuðu vinnuafli í græna geiranum Það er margt í deiglunni hjá skólanum. Ný námsbraut í skóg- rækt er í undirbúningi. Nýjar áherslur á umhverfisbraut eru einnig í bígerð þar sem áhersla verður á moltugerð og starf í kringum Staðardagskrá 21 en Sveinn segir starfsfólkið hafa orðið vart við að fólk með slíka sérþekkingu sé eftirsótt af t.d. sveitarfélögunum. „Reikna má með að nám á garðplöntubraut verði löggilt iðnnám innan tíðar. Það þýðir að námi á brautinni má ljúka með sveinsprófi. Þetta er fyrst og fremst gæðastimpill en ekki verið að einoka atvinnu eða framleiðslu á garðplöntum að neinu leyti. Stutt námsbraut í garðyrkjutæknifræði er í bígerð í samvinnu við Landbúnaðarhá- skólann á Hvanneyri og/eða aðra háskóla," sagði Sveinn. - Sjá viðtal við.S.vejn á bls.6. SáOkorn al fslensku liyyyi ræktaO I SvíþjúO verfiur á markaði hér í vor íslenskt byggyrki, kynbætt á Rannsóknastofnun Iandbúnað- aríns, stendur bændum til boða nú í vor. Landssamband korn- bænda hefur samið við RALA um nýtingu á þessum kynbóta- efniviði og einnig við kynbóta- fyrirtækið Svalöf Weibuíl í Sví- þjóð um ræktun sáðkorns af því í tilraunaskyni. Afraksturinn - um 60 tonn- verður til sölu hér- lendis nú í vor og annað eins vorið 2001. Þetta er tvíraðabygg úr víxlun x 123-1 og mun ganga undir því heiti enn um sinn. Það hefur nú verið lagt fram í opinbera prófun sem á að skera úr um sérstöðu þess og einsleitni. Gangi það allt að óskum mun x 123-1 hljóta alþjóð- lega viðurkenningu sem sjálfstætt yrki. Þá verður því gefið nafn og eftir það verður unnt að bjóða það til sölu á erlendum markaði. Sem slíkt verður það væntanlega á markaði vorið 2002 og framvegis. Sérstaða x 123-1 er fyrst og fremst sú hversu fljótt það er til þroska. Það er langtum fljótara en annað tvíraðabygg og líka heldur fljótara en sexraðayrkið Arve. Auk þess er það mjög frambærilegt hvað uppskeru varðar og kom vel út í korntilraunum nú í sumar. /RALA/JH. Uppskera af X123-1 hjá Svalöf Weibull á Skáni 1999 var 65 tonn. Megnið af því verður flutt til íslands sem sáðkorn nú í vor. Forráðamenn sænska fyrirtækis- ins halda hér merki Rala aö sokkjunum. Ljósmynd Þorsteinn Tómasson. Ráðunautafundinum lauk s.l. föstudag. Fundurinn var fjölsóttur og var það mál manna að hann hefði heppnast afar vel. Hér má sjá nokkra áhugasama fundarmenn við setningu fundarins. F.v. Valgeir Bjarnason, yfirkennari á Hólum, Halldór Sverrisson, plöntusjúkdómafræðingur hjá plöntueftirliti RALA og Sigurður Axel Benediktsson hjá Bútæknideild RALA. Þess má geta að öll erindin eru aðgengileg á vefnum, bæði á Vef íslensks landbúnaðar (www.bondi.is) og á heimasíðu RALA (www.rala.is). Auk þess er hægt að kaupa bók með öllum erindunum hjá þeim stofnunum sem stóðu fyrir fundinum. Ari Teitsson, formaður BÍ við upphaf Ráðunautafundar I samræmi viO tíflarandann aO ijalla um hvernig má beita gætaslýringu Árlegum Ráðunautafundi lauk í Reykjavík s.l. föstudag. Eins og undanfarín ár stóðu Rannsókna- stofnun Jandbúnaðaríns, Bænda- samtök Islands og Landbúnaðar- háskólinn á Hvanneyrí að fundinum. Flutt voru rúm 60 erindi. „Umfjöllunarefhi ráðunauta- funda hafa í áranna rás verið breyti- leg og vafalaust má halda því fram að þau taki mið af þjóðfélags- straumum, jafhvel tísku hvers tíma. Það er þannig í góðu samræmi við tíðarandann að gæðastýnng í landbúnaði skuli vera fyrsta og ef til vill stærsta umfjöllunarefni þessa: fundar. Reynt verður að skilgreina gæðastýnngu og fjallað um hvernig henni má beita landbúnaðinum til nytja," sagði Ari Teitsson formaður BÍ þegar hann setti fundinn. Hann bætti því við að í sínum huga fælist gæðastýnng í því að menn settu sér skilgreind markmið og gerðu síðan áætlun um hvernig unnt væri að ná þeim og skráðu framkvæmina. „Meti síðan að framkvæmd lokinni hvernig til hafi tekist og setji sér ný markmið um hvernig megi gera enn betur næst. Gæðastýnng getur þannig í ein- földustu mynd talist hringras og oft matsatriði • hvar- á' hringnum - við' erum," sagði Ari Teitsson í setningarræðu sinni. Fyrsti dagur fundarins var helgaður gæðastýringu í land- búnaði. Bæði voru flutt almenn erindi um gæðastýringu og svo einnig sérstök erindi fyrir einstakar búgreinar. Þá var einnig fjallað um plöntu- og búfjáreftirlit og rekstrargreiningu. Á öðrum degi fundarins var fjallað um jarðrækt. Fyrst var land- græðsla og skógrækt til umræðu, bæði það sem gert hefur verið undanfarið og svo margvíslegar athuganir sem farið hafa fram, t.d. á kolefnisbindu og- áhrif- lúpfnu -á ræktun birkis. Þá var einnig fjallað um fóður- og jarðvegsgreininar, einkum hagnýti efnagreininga og fóðurgildi. Búfjárrækt og fóðrun var við- fangsefni þriðja dagsins. Þar voru m.a. bornir saman alíslenskir, Limousine-íslenskir og Angus-ís- lenskir nautgripir bæði með tillit til áts, fóðurnýtingar og slátur- og kjöt- gæða. Þá var fjallað um feldkan- ínurækt og streitu í hrossum. Fjögur erindi voru síðan haldin um Evrópu- verkefhi um lambakjöt, fjallað var um afkomu í sauðfjárrækt og hrúta- bragðstilraunir, svo eitthvað sé nefnt. Lokadagurinn var síðan helgað- ur tækninýjungum, jarðrækt, gróf- fóðurhagræði og lánamálum. Nokk- ur erindi voru um sjálfvirka mjalta- tækni en auk þess var m.a. greint frá mælingum á vinnuframlagi, nýjum fjósgerðum og tækni við fóðrun mjólkurkúa. Þá var fjallað um sam- starf Islands, Færeyja og Grænlands í landbúnaðarrannsóknum, líftækni í landbúnaði, kalskemmdir o.fl.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.