Bændablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 15. febrúar 2000 BÆNDABLAÐIÐ 9 Nýtt bókunarkerfi hjá Ferðaþjónustu bænda Markvissari vinnubrðgO FB munu bæta hag fÉlagsmanna ■ segir framkvæmdasliöri FerOaþjdnustu bænda. Ferðaþjónusta bænda, sem hefur aðstetur við Hafnarstræti í Reykjavík, hefur nú tekið upp nýtt bókunarkerfi sem er byggt á Navision Finals viðskipta- hugbúnaði. Nýja kerfið gefur stjórnendum mun nákvæmari upplýsingar um viðskiptavinina, einfaldar alla vinnu við uppgjör og heldur utan um fjölda gistinátta og fleira. Fyrirtækið HSC hannaði bókunarkerfi við umræddan viðskiptahugbúnað sem síðan var aðlagaður að þörfum FB, það tryggir að stöðugt verður unnið að þróun kerfisins þar sem fleiri en FB nota hann bæði innanlands og utan. Nýja bókunarkerfið getur gert störf starfsfólks Ferða- þjónustu bænda mun marks- vissari en áður - og þannig bætt hag félagsmanna í Ferða- þjónustu bænda, segir Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri FB. Gamla, handvirka bókunar- kerfið var einfaldlega sprungið og gaf ekki nógu glöggar upplýsingar. „Fram að þessu höfum við ekki getað talið gistinætur. Eina mælistikan sem við höfum haft er fjöldi bókana á milli ára en þær segja ekki alla söguna þar sem bak við eina bókun getur verið afar mismunandi fjöldi einstaklinga. Þetta gjörbreytist.“ Þegar reynsla verður komin á kerfið þá opnast möguleiki að tengja bændur beint við bók- unarkerfið. Svona beintenging getur haft margvísleg áhrif. Sem dæmi má nefna að sá tími sem við þurfum til að svara ferðaskrifstofu eða einstaklingi, sem óskar eftir gistingu, styttist til muna. Tíminn er peningar og sá tími sem fer í að hringja út um land og kanna hvort það sé laust hér eða þar kostar peninga. Beintengingin getur líka komið sér vel fyrir þá bændur sem geta ekki allaf verið við símann. Þeir hinir sömu gætu framselt bókunarréttinn til okkar á ákveðn- um árstímum. Þannig gætum við bókað beint til hans ferðamenn sem hefðu samband við okkur á vetuma og vildu koma næsta sumar. Þegar viðskiptavinur hefur samband vill hann oftar en ekki fá svar um hæl. Beintenging eða og framsal bókunarréttar getur gert það að verkum að við fáum fleiri viðskiptavini en ella,“ sagði Sævar. Landsmót 2000 Fjdlmennasti reiðtúr sðgunnar - Blásið til 2.000 manna reiðtúrs í ágústbyrjun á næsta ári Á síðastliðnu sumri efndu Skag- firðingar til mikillar útreiðar þar sem hundruð hrossa og knapa komu saman og riðu um hérað. Nú er í uppsiglingu marg- falt stærri reiðtúr en hann verður skipu-lagður í tengslum við Landsmót hestamanna á komandi sumri. Haraldur Haraldsson er for- maður Landsmóts 2000 sem er rekstrarfyrirtæki sem annast skipu- lagningu Landsmóts hesta-manna sem haldið verður dagana 4.-9. ágúst árið 2000 á félags-svæði Fáks í Víðidal ofan Árbæjarhverfis í Reykjavík. Hann segir að þetta verði langstærsta landsmót sem haldið hefur verið og komi þar ýmislegt til. Fyrst ber að nefna að það hefur tekist samstarf milli Bænda- samtakanna og Landsmóts um að hafa landbúnaðarsýningu á sama tíma. Það styrkir bæði mótin því þá verður meira fyrir fólk að sækja. Það er reiknað með að um 100 fyrirtæki sýni á landbúnaðar- sýningunni og geysilegur ljöldi útlendinga er væntanlegur hingað til lands að sækja landsmótið, þeir munu skipta þúsundum. ----="Er“mrkil1 *átmgf-á landsmót- * inu meðal hestaáhugamanna er- lendis? Já, íslenskir hestaeigendur í útlöndum eru sjúkir í allt sem íslenskt er. Það sér maður um leið og komið er inn á heimili þeirra. Þar er allt skreytt með íslenskum munum, fólk gengur í íslenskum ullarfötum og toppurinn er að eiga íslenskan hund. Þetta fólk hefur því mikinn áhuga á að skoða landbúnaðarsýningu hér á landi.“ - Hvað er reiknað með mikilli aðsókn að landsmótinu? Landsmótið stendur í sex daga og við reiknum með að aðsóknin nemi alls um 100 þúsund mann- dögum. Mjög stór hluti þess hóps mun sækja báðar sýningar enda ætlum við að halda uppi beinum strætisvagnaferðum á milli Víði- dals og Laugardalshallar Það verða líka seldir miðar sem gilda á báðar sýningar. - Þama verður ekki bara fólk heldur mikið af hestum líka. Já, fólk gerir sér kannski ekki grein fyrir því en á félagssvæði Fáks er að finna stærstu hesthúsa- byggð heims. Þar eru saman komin um 2.500 hross og á lands- mótinu verður haldinn fjölmenn- ■ asti * reiðtúr* sögnnnar, • þar sefn verða 2.000 hestar. Það hefur ekki verið farið í annan eins reiðtúr síðan í stórorrustum fyrri alda. Við munum stilla upp í reiðtúrinn á Fákssvæðinu sem tekur senni-lega eina 2.800 hesta en þaðan verður riðið hringinn í kringum Rauða- vatn. Fremst fara forseti, borga- stjóri og ráðherrar og svo koma hestamannafélögin undir fánum sínum, þar á meðal full-trúar erlendra hestamannafélaga. Við erum byrjaðir að reyna að gera okkur grein fyrir því hvemig hægt er að koma þessu við, því það er meira en að segja það að skipu- leggja reiðtúr með 2.000 hestum. Það er alveg svakalegt verkefni, en það er ekkert ómögulegt. Þetta sagði Haraldur Haralds- greinilega til **> * .hlakkar smotsjns.‘-ÞTf ' Fyrir haugsuguna 2“-6“ l_/mín. Barkar Tengi VÉLAR& ÞJwNUSTAhf ah Þjónusta ,1975 Járnhálsi 2,110 Reykjavík, S.5 800 200. Óseyri 1a, 603 Akureyri,. S. 461-4040. Dælur _m___m_I Einniq vara- hlutir f dælur oa loka. Bújörð Óska eftir að kaupa gott bú á Norðurlandi. Upplýsingar gefur Bjarni í síma 462-5010 eftir kl 20. Örvals ull Landssamtök sauðfjárbænda vilja minna á að samtökin hafa myndbandsspóluna „Úrvals ull“ til sölu. Þetta er 42 mín. fræðslumynd um framleiðslu og meðferð á ull. Hún er ætluð bændum og öðrum þeim sem fást við framleiðslu og vinnslu ullar. Sýnd eru rétt handtök við rúning og lýst mikilvægi réttrar meðferðar á ullinni. Þá er fjallað um ullarmat og hvað beri að hafa í huga við ræktun og hirðingu sauðfjár svo hámarksgæðum verði náð. Myndbandið kostar krónur 990.-, fyrir félagsmenn LS, en kr. 1290.-fyriraðra. Landssamtök sauðfjárbænda senda myndbandið þeim sem þess óska í póstkröfu. Hægt er að panta myndbandið í síma 563 0300, fax: 562 8290 og netfang ls@bi.bondi.is. Landssamtök sauðíjárbænda

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.