Bændablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 11

Bændablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 15. febrúar 2000 BÆNDABLAÐIÐ 11 Guðný og Jóhann í nýja fjósinu. Ein þeirra mun hafa átt í vandræðum með að læra á kjarnfóðurbásinn en mjólkaði ekkert minna en hinar. Hvað segir þetta okkur.....? Þetta er nú rugludallurinn okkar hún Skotta. Hún var nú til dæmis heilan vetur að læra á sjálf- brynninguna í gamla fjósinu, svo við erum nú ekkert hissa á henni. Hún er ekki heldur í nema 22 lítra dagsnyt og bar í lok ágúst þannig að þetta gæti sagt okkur, eins og við vitum, að það er óþarfi að gefa kúnum kjamfóður langt fram eftir mjaltaskeiði, alla vega þegar þær eru famar að bæta á sig og mjólka ekki meira en þetta. Þegar kýmar hafa svona frjálsan aðgang að fjöl- breyttu fóðri geta þær alveg valið sjálfar hvað þær þurfa að éta og nýtingin verður miklu betri. Þú sagðir mér að þið hefuð valið ofaná liggjandi flórsköfur. Hvers vegna og hvernig reynast þær? Haughúsið undir fjárhúsunum er það stórt að það getur tekið við öllum skítnum úr fjósinu og fjár- húsunum. Við steyptum dælu- bmnna fyrir framan það og notum nú haugdælu og tankdreifara til að koma skítnum á túnin. Þar með var ekki þörf á að vera með haughús undir nýja fjósinu. Þá kom tvennt til greina, að vera með ofanáliggjandi flórsköfu eða steypta bita qg flórsköfu úndir þeim. Seinni kösturinn hefði verið mun dýrari og ðckert þrifalegri, þá hefði þurft að taka dýpri grunn, steypa dýpri stokk og kaupa eða steypa bita auk meiri vinnu við framkvæmdimar. Flórsköfumar eru Malgar frá Vélaval, Varma- hlíð. Flórinn er með tíglamunstri. Hvers vegna svona munstur -og er gott að þrífa gólfið? Já, til að gólfið yrði ekki hált stimpluðum við tíglamunstur í hálfstirðnaða steypuna. Munstrið bjuggum við til með því að búa til stimpil úr doka, jafnbreiðum flóm- um og á hann var neglt steypu- styrktarjám, sem formaði tíglana. Tíglamir em með 10 cm möskv- um. Þetta virkar mjög vel. Engin kýr hefur mnnið til, þó þær séu að hlaupa og leika sér. Flórsköfumar sjá um að þrífa flórana og gera það vél ' ‘ ' Hvaða tegund er loftræstikerfið og hver eru afköst þess? Það er Fungi, frá Mosraf. Það em þrjár blöndunarviftur, sem jafn- framt taka inn loft ef þarf, og tvær útblástursviftur. Við ákváðum að vera með öflugt kerfi, því loft- ræstingin skiptir svo miklu máli gagnvart vellíðan dýranna og starfsmannanna og endingu húss- ins. Það er alltof algengt að menn em með loftræstingu sem þarf alltaf að keyra á fullum afköstum til að hún virki, en þá er hávaðinn svo mikill að menn freistast til að slökkva á kerfinu meðan þeir eru í fjósinu. Þannig er nýtingin mjög slæm, og hugsaðu þér aumingja dýrin að þurfa að þola hávaðann í loftræstingunni þegar bóndinn er ekki í húsunum. Ég geri ráð fyrir að vinnuaðstaðan hafi gjörbreyst - eða hvað? Jú, heldur betur bæði fyrir menn og kýr. Miklu minna mál er að fóðra kýmar núna. Þær sjá sjálfar um að ná sér í kjamfóðrið og það verður miklu betri nýting á því. I gamla fjósinu gáfum við þeim kjamfóður þrisvar á dag og hey fyrir og eftir. Þar þurfti að bíða meðan þær átu kjamfóðrið og ávallt þurfti að sópa heyinu að kúnum. Nú geta þær bara fært sig og valið úr heyinu það sem hver vill. Þrif á flómm eru mikið minni en í gamla fjósinu, þetta þrífur sig sjálft. Við rétt sköfum úr básunum, ef það þarf, um leið og við rekum kýmar á biðsvæðið. Og mjaltimar em nú bara leikur einn. Það eina sem tekur tíma umfram gamla fjósið er að þrífa mjaltatækin og mjalta- básinn, en það er auðveld vinna. Hve margir básar eru í fjósinu og hvernig er það nýtt þessa stundina? Það em 33 legubásar, en kýmar era ekki nema 16 núna. Við hyggjumst kaupa kvóta og kannski eina og eina kvígu. Reyndar virðist nýja fjósið vera kúnum okkar þóknanlegt því þær koma nánast einungis með kvígur, svo það verður ekki vandamálið og upp- eldisaðstaðan er næg. Hvaðan koma helstu tæki? Mjaltakerfið og kjamfóðurbásinn er Strangko frá MR. Loftræsti- kerfið er Fungi frá Mosraf. Inn- réttingarnar em Spinder og flór- sköfumar Malgar frá Vélaval, Varmahlíð. Stálgrindin er frá ScanSteel. Fóðurgangur er vélgengur en hverng fer fóðrun fram? Já, hann er það og nú erum við með hjólakvísl og gefum heyið með henni. Við höfum ekki fundið tækni sem okkur hefur líkað, til að tæknivæða fóðmnina. Vonandi rekumst við á eitthvað innan tíðar. Hvað viljið þig segja öðrum bændum um þá reynslu sem hafið öðlast? Það fer auðvitað alfarið eftir því hvemig aðstaðan er hjá hverjum og einum. Hjá okkur var eina vitið að byggja nýtt. Menn þurfa að skoða kostnaðinn við að breyta því gamla, ekki bara að skoða sparnaðinn við að sleppa því að byggja nýtt. Það á líka að drífa í að byggja áður en bændurinir fara að verða slitnir á líkama, þ.e.a.s. ef þau er ákveðinn í því að reka búið áfram til einhverra ára. Menn þurfa að velta vel fyrir sér hvemig aðstöðu þeir vilja fá sér, það er mjög gott að skoða önnur fjós og heyra hljóðið í bændum og leið- beinendum um hvað þeir telja rétt. Svo er að moða úr upplýsingunum og finna það sem manni finnst henta best við sínar aðstæður. Reynslan af þessu er náttúm- lega sú að það er ekkert einfalt mál að standa í byggingum, það þarf að finna mannskap til að vinna verkið, það þarf að passa að þessi sé búinn með sitt verk áður en næsti kemur, að hver og einn klári sitt verk almennilega, að allt efni sé til á staðnum þegar iðnað- armennimir koma, að það séu ein- hversstaðar til peningar eða vil- yrði fyrir þeim til að borga ósköpin, að mennimir fái eitthvað að borða og flet til að liggja í ef þeir eiga langt heim og svona mætti lengi telja. En niðurstaðan er sú að ef vel er hugað að því hvemig húsið á að vera og hvað á að vera í því, á svona bygging ekki að vera lengur í smíðum en þrjá mánuði, svo framarlega sem allt komi á tilsettum tíma og iðnaðarmenn séu ekki ofbókaðir. Stuttur byggingatími er mikill sparnaður. ij trv i .l.j, S'-Vfrv ms0l mmb Samstöðuleysi fmnskra bœnda Framtíð íslensks landbúnaðar er sífelit umræðuefni og löngum höfum við miðað okkur við frændþjóðir okkar. Um miðjan desem- ber ræddi Ehnar Gíslason blaðamaður Morgunblaðsins við Esa Harmala. formann samtaka finnskra bænda. Verður að segjast eins og er að þama er athyglisvert viðtal á ferð. Finnskir bændur eiga í gífurlegum erfiðleikum en þeim hefur gengið illa að aðlagast breyttu umhverfi í kjölfar aðildar Finna að Evrópusambandinu. Arlega leggja um fimm þúsund bændur niður búskap en einungis um eitt þúsund nýliðar hefja búskap. Um 80 þúsund bú eru í Finnlandi. Um 90% bænda em meðlimir í sambandi finnskra bænda og skógareigenda. Urðu erfiðleikamir til þess að þjappa bændum saman? Nei, segir finnski formaðurinn. „í stað þess að vinna saman að því að styrkja stöðu og tryggja tilvist finnsks landbúnaðar, vilja innlendir aðilar fara sínar eigin leiðir í þessum efnum sem skilar litlu.“ Það er sem sagt sundrangin í greininni sem bætir gráu ofan á svart. Þegar Finnar gengu í Evrópusambandið varð verðhmn á inn- lendum landbúnaðarafurðum (40-50%) og samkeppni varð mikil frá erlendum framleiðendum sem nú fengu óheftan aðgang að finnskum markaði. Blaðamaður Morgunblaðsins spurði Esa hvort finnskir bændur hefðu nú ekki nýtt sér gagnkvæm sóknarfæri. Svar Esa er athyglisvert og þess virði að það sé marglesið: „Vissulega er það rétt að síðast liðin íjögur ár hafa finnskir aðilar í framleiðslu landbúnaðarafurða átt greiða leið að evrópskum mörk- uðum. Því miður er það hins vegar þannig að atvinnugrein sem hefur um langt skeið búið í lokuðu og vemduðu umhverfi, lendir í erfiðleikum þegar hún mætir frjálsri samkeppni nánast fyrirvara- laust, líkt og gerðist í okkar tilfelli.“ Og Esa segir: „Staðreyndin er sú að þrátt fyrir ljárhagsstyrki frá Bmssel til handa bændum, þá vegur sú búbót afskaplega lítið ef miðað er við það mikla verðhrun sem átti sér stað á innlendum landbúnaðarafurðum þegar markað- urinn opnaðist. Það bætti heldur ekki úr skák að greinin var sundmð fyrir og afskaplega illa undir það búin að takast á við nýtt uinhverfi og aukna samkeppni." Finnski formaðurinn segir að nú verði að tryggja að innlendir framleiðendur landbúnaðarafurða haldi áfrarn markaðshlutdeild í Finnlandi. „Sá hagsmunahópur sern við erum í forsvari fyrir stendur frammi fyrir þeim vanda að ná að aðlagast miklum breytingum sem orðið hafa á starfsumhverfi hans á skömmum tíma. Okkar markmið er að vinna að umbótum í þessum efnum og tryggja tilvist greinar- innar. Gangi það eftir geta menn farið að huga að næsta skrefi, sem væri að auka markaðshlutdeild finnskra landbúnaðarafurða erlendis." Rithöfundur um íslenskan landbúnað Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur, ritar pistla í lauga- dagsútgáfu Dagblaðsins en pistlar þessir bera heitið Heygarðshom- ið. Guðmundur Andri segir m.a. í pistli sínum hinn 15. janúar: „Vélvæðing og færibandaræktun í evrópskum landbúnaði er fyrir löngu komin út fyrir öll mörk í ofbeldi gagnvart náttúmnni og þar var fárið kringum kúariðuna í breskum nautgripum einungis topp- urinn á ísjakanum, en orsök þess var eins og kunnugt er sú að naut- gripum var gefið fóður sem unnið var meðal annars úr nautgripakjöti - þeir voru með öðmm orðum látnir éta sjálfa sig og öll náttúru- lögmál þannig vanvirt með frægum afleiðingum. Önnur mál og ekki síður alvarleg hafa komið upp í Danmörku, þótt ekki hafi jafn hátt farið, og þykir sannað að fúkkalyíjagjöf í svínarækt og kjúklinga hafi dregið fólk til dauða þar í landi. Fólk um allan heim er að gera sér grein fyrir að það hefur ekki hugmynd unt hvaða óþverra það er alla jafnan að láta ofan í sig þegar það graðkar í sig kjöti sem það veit ekkert um hvaðan kemur og hvemig hefur verið alið. Allir þessir ósiðir hafa komið upp vegna þess að landbúnaður í Evrópu er svo þróaður. Allt þetta er vegna þess að í evrópskum landbúnaði ríkir meiri hagræðing en hér, afkoman þai er þar af leiðandi betri, framleiðnin meiri, reksturinn vitlegri - þar hafa sem sé skynsemissjónarmið svokölluð fengið að mestu að ráða ferðinni, öðm nafni peningasjónarmið. Getur verið að framtíð íslensks landbúnaðar liggi í því hversu vanþróaður hann er? Getur verið að íslenskir bændur eigi að reyn: að þumbast bara svolítið lengur við með sínar aðferðir við sauðfjár- rækt og skella sem mest þeir mega skollaeyrum við hollráðum hag- fræðinganna? Eftir því sem jörðin spillist enn frekar þá aukast möguleikamir á því að fá gott verð fyrir þær hreinu afurðir sem íslenski hirðingjabúskapurinn gefur. Og stjómvöld verða þá líka aö sjá til þess að sauðfjárbændur lepji ekki dauðann úr skel, heldur ber þeim skylda til að hlúa að þeim veiku græðlingum íslensks atvinnu- lífs sem eru til sveita. Sauðféð í landinu er fyrir löngu orðið svo fátt að gróðrinum stendur engin ógn af því - landinu stendur miklu meiri ógn af hestum og Landsvirkjun. Stjómvöldum ber líka menningarleg skylda til að styðja mannlíf í íslenskum sveitum því þar er lífsmáti sem verður að vera valkostur fyrir fólk, bæði í sveitunum og einnig héðan úr þéttbýlinu. Og okkur öllum ber líka skylda til að hætta hinu ósanngjama tuði í garð þeirra bænda sem haldið hafa áfram á erfiðum tímum að reyna að lifa af torsóttum gæðum þessa kalda lands.“

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.