Bændablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 15. febrúar 2000 BÆNDABLAÐIÐ 19 EnstaHings- merking folaldð Rétt er að minna alla hrossarækt- endur á að nú fer að renna út frestur til þess að skila inn vottorðum um einstaklingsmerkingu. Utfyllt eyðu- blöð þurfa að hafa borist hrossarækt- ardeild BÍ fyrir 1. mars næstkom- andi vegna folalda fæddra 1999 sem eiga að ná gæðavottun í skýrslu- haldi. Einstaklingsmerking (örmerki eða frostmerki) er hluti af þeirri kröfu sem gerð er til þess að gripimir nái gæðavottun á ættemisupplýsing- ar. Sú gæðavottun er síðan hluti af gæðastýringu í hrossarækt sem miðar að því að hrossaræktendur geti fengið framleiðslu sína vottaða sem vistvæna gæðaframleiðslu. Gæðastýring í hrossarækt saman- stendur af þremur þáttum nú í upp- hafi, þ.e. skýrsluhald-landnýting- velferð. Markmiðið er að gæðastýr- ingin sé einföld og ódýr í fram- kvæmd en skili hrossaræktendum sem allra mestum verðmætum þegar lil lengri tíma er litið. Gæðavottun á öryggi ættemisupplýsinga er íyrsta stigið og það eina sem þegar er komið til framkvæmda. Hin tvö stig- in, þ.e. landnýting-velferð, koma til framkvæmda á þessu ári. Nánar verður fjallað um þessa þætti á næstunni. Til upprifjunai' þá þarf þrennt til svo að gæðavottun náist á öryggi ættemisfærslna. I fyrsta lagi þarf að liggja fýrir stóðhestaskýrsla (eða fangvottorð) sem vottar að við- komandi hryssa hafi verið leidd undir ákveðinn hest. Þessar upp- lýsingar þurfa að berast BÍ fyrir ára- mót það ár sem hryssan fékk. í öðm lagi þarf að skila inn fang- og folaldaskýrslu með upplýsingum um folaldið fyrir áramót það ár sem folaldið fæðist. I þriðja lagi þarf síðan að merkja folaldið við móður- hlið og skila vottorði þar um inn til BI fyrir 1. mars árið eftir að folaldið fæðist. Ef þessar kröfur em upp- fylltar og upplýsingamar standast gagnkvæman samanburð þá votta Bændasamtökin að hér sé um ömgg- ar ættfærslur að ræða. A fundum sem haldnir verða á vegum BI um landið nú á næstu vikum verður gæðastýringin tekin fýrir og kynnt. Þessir fundir em auglýstir í héraðsfréttablöðum á hveijum stað. VANDAMÁL? .HAUGHÚS . FLEYTIFLÓRAR Stíflast í flórnum? Ammoníakstækja? Fúlnar haugurinn? Brennisteinsvetni? Penac-g íblöndunarefni mýkir skítinn og gerir honum kleift að brjóta sig niður á skömmum tíma. Flóramir stíflast ekki og renna betur úl. Skíturinn verður mun betri áburður á túnin. Mikið notað í lífrænni ræktun. Penac-g er jafngott fyrir svína- sem kúaskít. Eitt kíló Penac-g í 100 tonn af skít. Verð kr. 4.200/kg m/VSK. Hringið og fáið upplýsingabækling. Penac-g sent gegn póstkröfu. Lífrænar afurðir ehf. 861-9822. V Samningur um „árangursstjórnuu" milli landbúnaQarráðuneyfls ng Landbúnaflarháskðlans á Hvanneyri í dag er gert ráð fyrir að Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, komi að Hvanneyri og undirriti árangursstjórnunarsamning milli landbúnaðarráðuneytis og Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. í þessum samningi eru sett fram hverjar áherslur skuli vera í starfi Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og helstu starfs- markmið. Einnig eru sett ákveðin markmið hvað varðar framboð kennsln og fjölda nemenda í starfsmenntanámi, fjarnámi, endurmenntun og háskólanámi. Samningurinn felur í sér ákveðnar breytingar á starfsemi Landbúnaðarháskólans en í því sambandi má nefna aukna háskólakennslu með nýjum námsbrautum, meira rannsóknastarf og aukið framboð endurmenntunar og fjarkennslu. Þá verður aðstaða til kennslu og rannsókna í nautgriparækt bætt frá því sem nú er sem og aðstaða til kennslu í tæknigreinum og hrossarækt f samræmi við þetta ætlar Landbúnaðarháskólinn að bjóða upp á tvær nýjar námsbrautir í háskólanámi, sem hefjast munu í haust og haustið 2001, auk háskólanáms í búfræði, sem kennt hefur verið. Kosning búnaðarþingsfulltrúa í N.- Þingeyjarsýslu Stjóm B.S.N.Þ ákvað á fundi sínum 4. febrúar að fram fari almenn kosning fulltrúa þann 11. júní n.k. Kjörskrá og reglur um kosningarétt og kjörgengi liggja frammi hjá formanni búnaðarsambandsins. Stjórnin. AÐALFUNDUR B.S.S.Þ. Aðalfundur Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga verður haldinn að Ýdölum föstudaginn 14 apríl 2000 og hefst kl 10.00. Á dag- skrá eru venjuleg aðalfundarstörf og lagabreytingar. Kjörskrá vegna búnaðarþingskosninga liggur frammi hja Ráðunauta- þjónustu Þingeyinga Garðarsbraut 5 Húsavík og hjá formanni B.S.S.Þ. Ragnari Þorsteinssyni Sýrnesi Aðaldal. Kærufrestur rennur út 18 febrúar 2000 og skulu kærur sendar til formanns B.S.S.Þ. Stjórnin. Innflutningun fúðurs 1999 Á árinu 1999 voru flutt inn samtals 57.374.804 kg af fóðri til landsins sem er aukning um 5.575.872 kg frá árinu 1998. Veitt voru samtals 1069 leyfl til innflutnings á fóðri en hvert leyfi gildir fyrir eina sendingu af tilteknu fóðri. Árið 1998 voru veitt 1.113 leyfi og hefur þeim því fækkað um 44 milli ára. Alls voru það 58 aðilar sem fluttu inn fóður á árinu, þar af 31 sem flutti eingöngu inn gæludýra- fóður. I töflu 1 sést skipting fóðurinn- flutningsins í ílokka og eftir dýra- tegundum sem fóðrið er ætlað. Flestir flokkarnir skýra sig sjálfir en í flokknum hreint eru óblönduð fóðurefni, s.s. bygg og maís, bæti- efni eru vítamín og steinefni til- búin til notkunar en forblöndur eru steinefnablöndur o.þ.h. sem bætt er í litlu magni í fóðurblöndur. Flokkun eftir dýrategundum skýrir sig að mestu sjálf en í flokkinn óskilgreint fer allt fóður sem ekki er sérmerkt ákveðinni Aðfangaeftirlitið hefur eftirlit með innflutningi og framleiðslu á fóðri, fræi og áburði. Við hvem innflutning á þessum aðföngum er veitt leyfi og er hér á eftir að finna nokkrar tölur úr gögnum Aðfangaeftirlitsins um innflutning fóðurs á árinu 1999. Frekari upplýsingar um þessi mál er hægt að fá hjá Aðfangaeftirlitinu í síma 577-1010 ogá heimasíðu stofnunarinnar www.rala.is/adfang. Tölvupóstfangið er adfang@rala.is. Tafla 1: Skipting fóðurinnflutningsins eftir flokkum og dýrategundum: Ali-fuglar Fiskeldi Gæludýr Hestar Jórturdýr Lottdýr Óskilgreint Svín Samtals AnnaB 0 472 4.188 0 0 0 0 0 4.659 Bætiefni 1.680 125 0 9.333 106.770 10.730 357.837 8.430 494.905 Forblöndur 266.794 142.665 6.825 1.500 189.703 32.140 502.038 369.015 1.510.680 Fóðurbætir 0 0 652 14.752 483.760 0 0 10.000 509.164 Heilfóöur 0 58.998 1.242.870 0 7.250 0 0 0 1.309.118 Hreint 3.000 2.047.220 0 0 3.149.335 221.376 47.102.080 962.500 53.485.511 Tilraunir 0 0 0 0 0 0 4.406 0 4.406 Óskilgreint 0 7.861 0 0 0 48.500 0 0 56.361 Alls 271.474 2.257.341 1.254.535 25.585 3.936.818 312.746 47.966.361 1.349.945 57.374.804 Tafla 2: Veitt leyfi 1999 Alifuglar Fiskeldi Gæludýr Hestar Jórturdýr Loödýr Óskilgreint Svín Samtals Annaö 0 5 13 0 0 0 0 0 18 Bætiefni 10 4 0 13 16 9 33 6 91 Forblöndur 40 77 5 2 39 15 166 97 441 Fóðurbætir 0 0 2 4 11 0 0 2 19 Heilfóöur 0 33 284 0 2 0 0 0 319 Hreint 3 17 0 0 20 10 96 11 157 Tilraunir 0 0 0 0 0 0 4 0 4 Óskilgreint 0 11 0 0 0 9 0 0 20 Alls 53 147 304 19 88 43 299 116 1.069 Tafla 3: Meðalmagn á leyfi Alifuglar Fiskeldi Gæludýr Hestar Jórturdýr Loödýr Óskilgreint Svín Samtals Annað 0 94 322 0 0 0 0 0 259 Bætiefni 168 31 0 718 6.673 1.192 10.844 1.405 5.439 Forblöndur 6.670 1.853 1.365 750 4.864 2.143 3.024 3.804 3.426 Fóöurbætir 0 0 326 3.688 43.978 0 0 5.000 26.798 Heilfóöur 0 1.788 4.376 0 3.625 0 0 0 4.104 Hreint 1.000 120.425 0 0 157.467 22.138 490.647 87.500 340.672 Tilraunir 0 0 0 0 0 0 1.102 0 1.102 Óskilgreint 0 715 0 0 0 5.389 0 0 2.818 Alls 5.122 15.356 4.127 1.347 44.737 7.273 160.423 11.637 53.671 dýrategund. Yfirleitt er þá um að ræða fóður sem notað er lýrir margar dýrategundir, s.s. bygg og maís sem er notað í fóðurblöndur. (Tafla 1) Þegar farið er að rýna í þessar tölur kemur ýmislegt í ljós sem kann að koma á óvart. Langstærsti hluti þess fóðurs sem flokkað er sem heilfóður (þ.e. fóður sem gefið er eingöngu, án þess að bæta öðru fóðri við) er gæludýrafóður, svolítið er flutt inn af heilfóðri fyrir fiskeldi en einnig rúm 7 tonn af heilfóðri fyrir jórturdýr sem kemur verulega á óvart. Það á sér þó sínar skýringar því hér er um að ræða gervimjólk fyrir kálfa. Rúmlega 82% af öllu innfluttu fóðri í kílóum talið, eða rúmlega 47.000 tonn, er flokkað sem „óskilgreint hreint“. Þetta er gríð- arlega umsvifamikill flokkur en í honum er stærsti hluti þeirra hrá- efna sem notuð eru til fóður- blöndugerðar hér á landi, s.s. bygg, maís, soya, hveiti o.fl. Þetta fóður kemur yfirleitt í stórum sendingum og er notað eftir hendinni fyrir flestar dýrategundir. í töflu 2 er yfirlit yfir fjölda veittra leyfa til innflutnings á árinu 1999. Eins og sjá má í töflunni voru veitt samtals 1069 leyfi til innflutnings á árinu. Flest leyfi voru gefin til innflutnings á gælu- dýrafóðri eða 304 og 299 leyfi á fóður sem ekki er ætlað neinni einni dýrategund. Af fóðurflokk- unum voru flest leyfin veitt á for- blöndur til fóðurgerðar eða 441 en þær eru yfirleitt fluttar inn í litlu magni í einu. Gæludýrafóðursleyf- in hleyptu tölunni fyrir heilfóður einnig talsvert upp og voru veitt 319 leyfi vegna heilfóðurs á árinu. (Tafla 2) Athygli vekur að mjög lítið er flutt inn af hrossafóðri, einungis 25,5 tonn og veitt eru 19 leyfi til innflutnings, flest vegna bætiefna. Einnig er lítið um innflutning á loðdýra- og alifuglafóðri, en flest leyfin fyrir þær dýrategundir eru fyrir forblöndur. (Tafla 3) í töflu 3 er útreiknað meðal- magn á hvert leyfi. Eins og við er að búast eru stærstu farmamir í hreinu fóðurefnunum þar sem um 340 tonn eru að meðaltali á bak við hvert leyfi en 490 tonn að meðal- tali eru á bak við hvert leyfi af hreinu fóðri sem ekki er skráð á neina eina dýrategund. Á árinu voru nýskráðar 92 fóð- urtegundir. í árslok voru á skrá 538 fóðurtegundir sem er Qölgun um 26 frá árinu 1998. Á árinu voru fluttar inn 256 fóðurtegundir og voru því gefin að meðaltali 4,2 leyfi á hvetja innflutta fóður- tegund. Lilja Grétarsdóttir, Aðfangaeftirlitinu

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.