Bændablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 2
2 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 15. febrúar 2000 MED 5EINNI 30LLANUM Hvernig er saga eem er bæð\ ný og gömul en hefur aldrei verið sögð fyrr? Grímur er háður dagblöðum. Hann les þau frá upphafi til enda og fær á þann hátt ómældan fróðleik og gleði. Á stundum er þó erfitt að skilja það sem í blöðunum stendur og á það ekki síst við um greinar um listir. Gagnrýnendur dag- blaðanna eiga það nefnilega til að fara á slíkt flug að nauð- lending er eina úrræðið. Skáld- legt og snúið orðaval ber líklega andlegum þrótti gott vitni. Grímur minnist þess að eitt sinn er hann sat á skólabekk bar honum að skrifa ritgerð í sögu. Nú er saga í sjálfu sér gott fag en lærimeistari Gríms átti í vissum erfiðleikum með ná til jarðar og Grímur vissi hvað kennarinn vildi sjá og heyra. Ritgerðina átti Grímurtil skamms tíma - eða fram að síðasta flutningi á milli staða en eins og allir vita, þá var til forna sagt að það jafngilti húsbruna að flytja þrisvar. Grímur pældi oft í því merkingu þess sem á blöðunum stóð og hann ritaði með eigin hendi - en í stuttu máli þá veit hann ekki um hvað ritgerðin fjallaði. Eftir því sem árin hafa liðið verður Grímur æ sann- færðari um að ritgerð hans hafi verið tímamótaverk en kennar- inn skrifaði neðst á öftustu síðu: "Mjög athyglisvert en sumt hefði mátt útskýra betur." Það hefði Grímur ekki getað þótt hann hefði átt lífið að leysa. Gamla ritgerðin Gríms kom í hugann er hann las DV á dögunum en þar segir um Ijóðabók: "Jörðin sem svo reglulega snýst um sjálfa sig og nánustu plánetur virðist upphafspunktur og fyrirmynd þessarar keðjuverkunar sem ævi mannsins og alls umhverfis hans er. ... Bókin myndar danshring úr Ijóðum sem má staðsetja á hvaða hugartorgi sem er og ef stefin úr verkinu heyrast einhvers staðar í ómælisvíddunum þá lýsir sá tónn blíðu, alvöru, gleði og virðingu". Um annan höfund sagði:" Þannig segir.... sögu sem er bæði ný og gömul en hefur aldrei verið sögð fyrr. Stundum með einhverju sem búið var að setja í ruslatunnu tungumálsins, stundum með einhverju sem ekki var búið að "finna upp". Grímur hefur séð margt tyrfið um dagana og ofangreind- ar línur eru ekki það óskiljan- legasta sem hann hefur séð hjá gagnrýnendum á sviði lista. En hann spyr sig: Hvers vegna að að gera einfalt flókið? Hvers vegna má ekki skrifa um listir á venjulegu máli? Getur verið að þeir sem velja rugluleiðina sé andlega skyldir gamla -sögukennaranum? Þeir eru of íáir sem þora að ganga á fund keisarans og spyrja um efnið í nýju fötunum hans... - Ólafur R. Dýrmundsson hefur tekið saman ábendingar um lífræna framleiðslu og vottun hrossaafurða: Lífrœn framleiOsla hrossaafurfla gæli gefifl aukna ðtnulningsmfiguleika Ólafur R. Dýrmundsson, ráðu- nautur hjá BÍ, hefur að beiðni landbúnaðarráðuneytisins tekið saman ábendingar um lífræna framleiðslu og vottun hrossa- ræktar. Tilgangurinn með þess- ari samantekt er að fella hrossa- rækt og framleiðslu hrossa- afurða að lífrænum búskap- arháttum, einkum til að auka verðmæti þeirra. Er þá einkum verið að hugsa til kjötsins en einnig til húða, hárs og mjólkur. í samantektinni er gert ráð fyrir að þau bú sem vilji fá lífræna vottun á öllu búinu eða hluta þess geri samning við vottunarstofu samkvæmt aðlögunaráætlun. Hrossin verði einstaklingsmerkt og öll aðföng og afurðir verði skráð. Afurðastöðvar þyrftu síðan einnig að fá viðurkenningu frá vottunar- stofu en Ólafur telur að flestar þeirra geti uppfyllt ákvæði reglu- gerðar um lífræna landbúnaðar- framleiðslu. Reiknað er með að a.m.k. þurfi að líða eitt ár, jafnvel tvö. frá því aðlögun hefst og þar til hægt er að selja kjöt með lífrænu vörumerki. Ólafur segir að lífræni mark- aðurinn sé í örum vexti í Japan og á Italíu, sem hafa verið okkar aðalútflutningsmarkaðir fyrir hrossakjöt í seinni tíð. Einnig gætu verið möguleikar í Belgíu og víðar þar sem eftirspum er að aukast eftir lífrænt vottuðu dilkakjöti og ekki sé ástæða til að ætla annað en að hið sama verði upp á teningnum með hrossakjötið. „Við þurfum að selja miklu meira af hrossakjöti en við gerum í dag. Það gerist helst með útflutningi því að innanlands- markaðurinn er mjög takmarkaður. Ég tel að þetta sé ein leið til þess að auka útflutning. Það væri mjög til bóta fyrir hrossaræktina ef þetta væri hægt því það er álit flestra að við séum með of mörg hross hér á landi sem ekki nýtast hrossa- ræktinni til reiðhestaframleiðslu.“ Ólafur bendir á að neytendur í þessum löndum þekki lífrænar vörur og neyti þeirra sífellt meira. „Lífræn vottun hefur ákveðið for- skot hjá sumum neytendum og þeim fer fjölgandi í nágranna- löndunum þó að sú þróun sé lengi að gerast hér.“ Ólafur telur að þeir sem markaðssetja hrossakjöt í umrædd- um löndum eigi að gera könnun á hvort meiri möguleikar séu að selja hrossakjötið sé það lífrænt vottað. Hann segir þá vinnu reyndar þegar hafna. „Ég tel reyndar að faglega séð sé ekki erfiðara að breyta hrossabúi í lífrænt bú en t.d. sauðfjárbúi. Ég sé því möguleika fyrir ákveðin hrossabú að fara út í þetta, sérstak- lega þar sem haglendi er mikið og gott." Um aðrar hrossaafurðir segir Ólafur að möguleikar séu einnig fyrir hendi undir lífrænni vottun. „Ég tel að ef markaður er fyrir húðir og hrosshár sé lífræn vottun til bóta. Ég hef hins vegar efasemdir um blóðið þar sem vafamál er hvort lífræni geirinn vilji viðurkenna það sem vottunar- hæfa afurð en ástæða er til að skoða það líka." Ferðaþjónusta bænda með nýjan veí í þessum mánuði opnar Ferða- þjónusta bænda nýjan vef undir slóðinni www.farmholidays.is Þessi útgáfa er á ensku en íslenska útgáfan kemur með vorinu, en þetta verður fyrsti íslenski vefur FB. Á vefnum - jafnt þeim enska og íslenska -eru upplýsingar um þá bæi sem starfa undir merkjum FB. Upplýsingarnar eru settar fram á svipaðan hátt og í bæklingi FB en einnig mun bændum gcfast kostur á að fá auka pláss á vefnum til að koma ýtarlegri upplýsingum á framfæri. Þá mun FB bjóða þeim bændum sem eru með rafpóst (e-mail) að tengjast léni FB, dæmi: nafn- bæjar@farmholidays.is „Á þennan hátt tengjum við á augljósari hátt nöfn bæja við samtökin. Þjónustan verður boðin bændum á kostnaðar- verði,“ sagði Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri FB. Tvœr skvettur Yngismærin og borgarbarnið Selma fór í sveitina til afa og ömmu á Stakkhamri á Snæfellsnesi. Meðal dýra á bænum er hryssan Skvetta sem á aðdáun Selmu óskipta - eins og sjá má á svip þeirrar stuttu. En þarna eru sem sagt tvær „skvettur“. Athugun á þrávirkum mengunarefnum í selum, ísbjörnum og refum: Styrkur þrávirkra mengunar- efna er að aukast hér við land Karl Skírnisson, dýrafræðingur á Keldum, hefur í samstarfi við þýska starfsbræður sína gert at- hugun á þrávirkum mengunar- cfnum í íslenskum land- og sjávarspendýrum. Mældur var styrkur þrávirkra eiturefna í lifur refa sem veiddir hafa verið - bæði við sjávarsíðuna og inn til landsins, mælingar á sams konar efnum í lifur ísbjarnarins fræga sem kenndur er við Bolungarvík og var krufinn að Keldum fyrir nokkrum árum og að lokum mælingar slíkra efna í spiki íslenskra Iand- og útsela. En hvað eru þrávirk mengunar- efni? Karl segir að í stuttu máli séu þrávirk efni samnefni fyrir efni sem upprunnin eru frá manninum og safnast fyrir í lífverum, þar sem úrgangslosunarkerfí þeirra ræður ekki við að brjóta þau niður og skilja þau út úr líkamanum. Yfir- ‘ leíti fá" dyrfn* þe'ssi' éfni'úrTæðu. Karl segir að yfirleitt sé lítið af þessum efnum í ungviði en síðan eykst hlutfallið eftir því sem líða tekur á ævina. Með auknum styrk geta efnin farið að neikvæð áhrif á líkamsstarfsemi lífveranna og jafnvel valdið dauðsföllum. Uppruni efnanna er af þrenn- um toga. „Þetta geta verið plágu- ' éfni'sem Tfanireldd'háfa venð'Íúð-' ustu 50-60 ár og eru ætluð til að drepa til dæmis skordýr eða sveppi. Dæmi um þetta er t.d. DDT sem er mjög virkt skordýra- eitur og Gammatox (HCH) sem Islendingar böðuðu sauðfé upp ýr um áratugaskeið til að vinna bug á sníkjudýrum eins og fjárkláðá- maur. Önnur tegund eru ýmiss konar iðnaðarefni sem iðnaðar- þjóðfélög nota í tæki o.fl. Dæmi um það er t.d. PCP sem var mikið notað á rafspenna. Þessi efni hafa farið út í umhverfið og reynst þrá- virk. Þriðja tegundin er svo ýmsar aukaafurðir sem hafa myndast vlð framleiðslu annarra efna. Eitt áf þessum efnum er t.d. díoxín sem er geysilega eitrað efni og stóf- hættulegt." Karl segir eitranir fara mikið eftir því hvar lífverurnar eru í fæðukeðjunni. „Dýr sem tróna á toppi fæðukeðjunnar, t.d. rándýr sem hafa étið önnur rándýr, eru 'ýfifleítf með mest af þessum efnum í sér og þar er hættan mest á því að þau fari að hafa áhrif á líkamsstarfsemi." Efnin berast á misjafnan hátt. Sum efnin hafa verið notuð hér á landi en þó í miklu minna mæli en margar aðrar þjóðir, t.d. þær sem þurfa reglulega að berjast við skordýr'aplágur. „Mest af þessum efnum berst hins vegar til Islands annars staðar frá, aðallega með loftstraumum og sj ávarstraumum. “ Karl hefur haft forgöngu um að rannsóknir hafi verið gerðar á magni þrávirkra efna í landssel, útsel, melrakka, æðarfugli og ísbimi hér á landi. „Öll helstu þrá- virk efni sem finnast á Norðurslóð, finnast nú þegar í íslenskum dýrum. Styrkur þeirra er hins vegar í réttu hlutfalli við fæðuna sem þeir neyta. Refir við sjávarsíðuna eru t.d. með mun hærri styrk eiturefna en refir inni á heiðum þar sem þeir lifa að jafnaði ofar í fæðukeðjunni, og selir safna öllum þessum efnum í sig sem og ísbjöminn.“ Karl segir að styrkur þessara efna í lífverum hér á landi sé í fæstum tilvikum hár enn sem komið er. „Þessi efni hafa undan- farna áratugi verið að safnast fyrir hér á Norðurhveli og munu gera það áfram á næstu áratugum. Við búum hér við hættu sem við getum lítið ráðið við því þessi efni koma annars staðar frá. Það sem við gætum gert er að reyna að fá iðn- aðarþjóðir til að minnka útskilnað og notkun á þessum eiturefnum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.