Bændablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 10
10 BÆNDABLAÐIÐ Þríðjudagur 15. febrúar 2000 m eru mjalSrnar leikur einn Hvenær hófst bygging fjóssins? Fyrsta skóflustungan var tekin 26. maí 1999. Þá var ætlunin að taka húsið í notkun um miðjan sept- ember, þegar fyrstu kýr framleiðsl- uársins bæru, en þrálátar tafir urðu á afgreiðslu stálgrindarinnar svo að áætlanir fóru allar út um þúfur. Nú er þetta stálgrindahús. Hvers vegna varð stálgrind fyrir valinu? Stálgrindarhúsin bera sig sjálf á eigin bogum og þar þarf því engar stoðir. Þannig er unnt að vera með mjög opið rými og staðsetning innréttinga ekki háð staðsetningu burðarstoða. Svo er þetta mun ódýrara hús hvað varðar bæði upp- setningu og efniskostnað heldur en steypa eða límtréshús og mun fljótlegra heldur en ef steypa þarf alla burðarveggi. Þið segið að byggingatími hússins hafi orðið nokkuð lengri en áætlað var... Já, þetta er fyrsta stálgrindarhúsið sem flutt er inn til Islands frá verk- smiðjunni í Bandaríkjunum. Það voru ýmsir byrjunar- og sam- skiptaörðugleikar á milli innflytj- andans og verksmiðjunnar. Það varð til þess að í stað þess að húsið kæmi um miðjan júlí, eins og samið var um, kom það ekki fyrr en í byrjun október. I ágúst og september var því lítið sem ekkert gert í byggingunni því þakið og veggina vantaði. Þessar tafir urðu auðvitað til þess að við töpuðum okkar mönnum í önnur störf og þeir sem áttu að setja upp loftræsti- kerfi og mjaltakerfi í ágúst urðu að gera það í nóvember og finna sér smugu á milli verkefna. Það er ansi bagalegt að vera búinn að segja mönnum að koma ákveðinn dag, og verða svo að fresta því viku eftir viku, en vita aldrei hvenær tíminn er kominn. Hver teiknaði fyrirkomulagið innanhúss? Snorri Sigurðsson hannaði grunn- flötinn með okkur ásamt Torfa Jóhannessyni. Þeir eru báðir fé- lagar okkar úr Búvísindadeildinni á Hvanneyri og voru báðir í námi í Danmörku þegar hönnunin stóð sem hæst. Hvers vegna varð legubásafjós fyrir valinu? Það er að dálitlu leiti Snorra og Torfa að kenna. Við sendum Snorra tölvupóst vorið 1998 og báðum hann að hanna með okkur básafjós með mjaltabás, sem yrði tengt gamla fjósinu. Það kom til baka þriggja síðna bréf um kosti og galla legubásafjóss annars veg- ar og básafjóss með mjaltabás hins vegar. Þetta var skemmtilegasta bréf, sem Snorra er von og vísa, með ýmsum vangaveltum á báða bóga. Við hjónaleysin veltum öll- um hliðum og ýmsum möguleik- um fyrir okkur, skoðuðum ýmsar gerðir fjósa og urðum mjög fljót- lega ákveðin í að byggja lausa- göngufjós. Snorri og Eiríkur Blön- dal litu við hjá okkur þá um sumar- ið og þá var ákveðið að vera ekki að byggja við gamla fjósið, það væri allt of dýrt og mikið meira „klúður" en að byggja beint út frá hlöðunni. Við búum svo vel að eiga 50 metra langa hlöðu og höfðum við því nægt pláss við hliðina á gamla fjósinu og fjár- húsunum. Hverjir eru þá kostir legubásafjóss umfram básafjós með mjaltabás? Þeir eru ýmsir. Mikið þægilegri fóðrunaraðstaða bæði fyrir menn og kýr. Nauðsynlegt að vera með kjamfóðurbás til að fóðrunin verði sem réttust og þægilegust. Mikið betri nýting á öllu fóðrinu. Mikið þægilegra legusvæði fyrir kýmar. Mikið minni þrif. Beiðsli sést mjög vel, en beiðandi kýr þarf helst að taka frá og hafa í sjúkra- stíu eða öðru afdrepi á meðan mestu lætin renna af þeim. Mikið minna mál fyrir kýmar þegar kálf- urinn er tekinn frá þeim. Þær eru fegnar að kálfurinn sé tekinn, því annars þurfa þær að passa hann fyrir hinum kúnum og elta hann um allt fjósið, þannig að þær hafa lítinn tíma til að éta. Mun fljót- legra að mjólka, þar sem ekki þarf að losa upp kýr og binda aftur. Helstu mál? Grunnflöturinn er 23,5*15,4 m alls 362 fermetrar. Þriggja metra breiður fóðurgangur er með allri suðurhliðinni og stór hurð beint inn á hann úr hlöðunni. Mjólkur- hús er í norðausturhorninu og mjaltabásinn við hliðina á því. Vestur af mjaltabásnum er bið- svæði og legubásaeyja með 20 básum (10+10). Með norður- veggnum að mjólkurhúsinu eru 13 legubásar. Það em sem sagt tveir flórar sem eru á milli annars vegar tveggja legubásaraða og hins vegar fóðurgangs og legubása og mjalta- báss. Við erum mjög ánægð með þetta skipulag og engir árekstrar verða á milli kúnna þegar þær em að færa sig á milli staða. Hver er svo kostnaðurinn við þetta allt saman? Heildarútgjöld án virðisaukaskatts eru kr. 12.500.000. Þar er ekki reiknað inn í eigin vinna og gjafa- vinna vina og ættingja, sem er gífurleg. Gmnnvinna, steypt gólf, básar, mjaltagryfja o.fl. kr. 3.400.000. Stálgrind með ein- angmn, innri og ytri klæðningu, hurðum og gluggum kr. 3.500.000. Innréttingar í bása og við fóður- gang kr. 480.000. Básadýnur kr. 220.000. Þrjár flórsköfur og mótor án uppsetningar kr. 700.000. Mjaltakerfi, kjamfóðurbás með uppsetningu kr. 2.800.000. Loft- ræstikerfi með uppsetningu kr. 920.000. Rafmagn, pípulagnir o.fl. kr. 480.000. Hvaðan kemur mjaltabásinn og hvað einkennir hann? Mjaltabásinn er hefðbundinn „fiskibás," aðrar gerðir henta ekki fyrir fjós með ekki fleiri kýr. Hann kemur frá MR er Strangko-teg- undar. Þetta er láglínukerfi, 2*4 Standardbás. Jafnframt keyptum við af þeim kjamfóðurbás og virk- ar hann einnig mjög vel. Þegar fram í sækir höfum við hug á að kaupa tölvumæla við mjaltatækin og þá er hægt að tengja beint við kerfið eins og það kemur fyrir í Standardbásnum og jafnframt nýtast upplýsingarnar beint við kjamfóðurbásinn. Nú erum við með venjulega mjólkurmæla við hver tæki og aftengjum þá þegar við erum ekki að mæla eða taka mjólkursýni. Var ekki erfitt að kenna kúnum á nýja fjósið? Nei, þær voru alveg ótrúlega fljótar að átta sig á fjósinu. Við létum þær vera þar í nokkra tíma á dag í nokkra daga áður en við fómm að mjólka þar. Þannig varð breytingin ekki eins snögg fyrir Guðný H. Björnsdóttir og Jóhann B. Magnússon búa að Bessastöðum í Húnaþingi-vestra ásamt börnum þeirra hjónaleysa, þeim Helgu Rún þriggja ára og Magnúsi Birni eins árs. * A Bessastöðum er búið að reisa lausagöngufjós. Bœndáblaðið fékk Guðnýju og Jóhann til þess að leysa frá skjóðunni. þær. Þegar kom svo að því að mjólka, sem var að morgni Þor- láksmessu, urðum við að ýta nánast hverri einustu kú inn í mjaltabásinn. I næstu mjöltum gengu þær allflestar sjálfviljugar inn í básinn og biðu í rólegheitum eftir því að þær yrðu mjólkaðar. Þær vom einnig fljótar að læra á kjarnfóðurbásinn fyrir utan eina sem ekki hefur enn farið inn í hann. Við lögðum mikið upp úr því að básamir yrðu aðlaðandi þannig að þær sæktust eftir því að liggja í þeim. Við keyptum básadýnur og innréttingar frá Vélaval í Varma- hlíð. Dýnumar em þykkar og gefa álíka mikið eftir og graslendi þegar kýmar leggjast niður þannig að það er nokkuð mjúkt fyrir kýmar að liggja á þeim. Enda lærðu þær strax að nýta sér legubásana, nema ein sem lá fyrst í flómum, svo yfir jólin lá hún hálf aftur af básnum, þar til á þrettándanum að hún fór öll upp í básinn og liggur þar nú ávallt hin glaðasta. Flórsköfumar hafa ekki gert þeim neinn grikk. Kýmar færa sig undan þeim upp í bás eða yfir í hinn flórinn, eða labba yfir þær þegar þær ganga, enda ganga sköfumar það rólega að þær valda engu stressi og það gengur bara ein í einu.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.