Skátaforinginn - 01.06.1991, Side 8

Skátaforinginn - 01.06.1991, Side 8
I BRETArWí// Gilwell Park TEXTI & MYND: JÚLÍUS AÐALSTEINSSON Á ferö um London í nóvember síttast liðn- um áttum vltt Guttmundur Pálsson þess kost att helm- sækja Gilwell Park, þjálfunarmlttstöð og útilífssvæðl breska drengjaskátabanda- lagsins í útjaðrl stór- borgarinnar. Segja má aö allri foringjaþjálf- un breskra drengjaskáta sé í raun stjómað frá Gilwell Park. Þar vinna starfsmenn að þróun námsefnis og þar er unnið að útgáfumálum. Einnig er þar það sem við getum kallað GAGNA- BANKI foringjaþjálfunar, þar sem þeir sem halda námskeið viðsvegar um land, panta allt kennsluefni og fá það sent í um- beðnu upplagi fyrir námskeiðið. Fyrir okkur sem erum upp>- tendraðir af "Gilwell eldmóði" sem Björgvin Magnússon DCC hefur innblásið okkur, var ekki síður athyglisvert að ganga um húsakynni og þjálfunargrundir staðarins, sjá með eigin augum alla þá staði sem minnst er á : sögum og söngvum frá þessum stað. Við viljum hvetja alla skáta til að gera sér ferð til Gilwell Park, eigi þeir leið um London. NÝTT SKÁTAHEIMILI TEXTI & MYNDIR: JÚLÍUS AÐALSTEINSSON SVONA MUN SKÁTAHEIMILIÐ LftA ÚT - GLÆSILEGT EKKI SATT? Fyrsta skóflustunga att nýju skátahelmlll Vogabúa var tekin á Sumardaglnn fyrsta. Davíð Oddson, borgarstjóri, hafði ætlað að taka þessa skóflu- stungu en vegna anna við rflds- stjómarmyndun gat ekld orðið af því og kom það því í hlut Páls Gíslasonar, varaforseta borgar- stjómar Reykjavíkur og fyrrum skátahöfðingja, að vinna verkið. Sannaðist þar rétt einu sinni að skátar em ávallt viðbúnir. Skát- ar úr Vogabúum stóðu heiðurs- vörð við athöfnina og stjómuðu einnig fjöldasöng. Mikill fjöldi skáta hvaðanæva að úr Reykjavík var viðstaddur auk íbúa í Grafarvogi. Að athöfh loldnni var öllum boðið í kakó og pönnukökur. Skátaforinginn ræddi við þá Yngvinn Gunn- taugsson, féhigsforingja Voga- búa og Ólaf Asgeirsson, for- mann Skátasambands Reykja- vikur, og kom fram í máli þeirra að miklar vonir em bundnar við að þetta húsnæði muni verða tíl þess að efla og styrlqa skátastarf- ið í Vogabúum, sem er eins og kunnugt er yngsta skátafélngið í Reykjavík. Reykjavíkurborg styrkir bygg- ingu þessa á svipaðan hátt og byggingu íþróttamannvirkja íþróttafélaganna í borginni. Vonast er til að unnt verði að ljúka fyrsta áfanga hússins nú í haust, þ.e. að gera húsið fok- helt. Því miður hefur dregist allt of lengi að hefja framkvæmdir, þar sem ýmsar tafir hafa orðið á samþykktum í nefndum borgar- innar sem fjallað hafa um þetta mál. En vonandi em þær tafir nú að baki og Skátaforinginn óskar Vogabúum tíl hamingju með það að framkvæmdir skuli nú vera hafnar og vonar að þeim miði fljótt og vel áfram, svo eldd líði á löngu þar tíl unnt verður að flytja inn. 8 - SKÁTAFORINGINN

x

Skátaforinginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.