Skátaforinginn - 01.06.1991, Síða 15
GILWELL '91
TEXTI: GUÐMUNDUR PALSSON MYND: HELGIEIRIKSSON
Gilwell-námskeift veröur haldið aö Úlfljóts-
vatnl vikuna 24. ágúst tll 1. september 1991.
Aöelns komast 24 þátttakendur aö á
námskeiölö svo þaö er ekkl selnna vænna
heldur en aö láta skrá sig strax!
Námskeiðið er ætlað sveitar-
foríngjum en auövitað er það
gagnlegt öllum eldrí skátum
sem gegna ábyrgðarstöðum
innan hreyfingarinnar. Nú, svo
hafa margir skellt sér á nám-
skeið svona rétt til að hlaða
batteríin á ný! Stjómandi nám-
skeiðsins er Björgvin Magnús-
son og hefur hann fengið til liðs
við sig valinkunnan hóp skáta
sér til aöstoöar.
Segja má að námskeiðið bygg-
ist upp af þremur meginþátt-
um. í fyrsta lagi UPPLIFUN sem
felst í verklegri þjálfún þar sem
þátttakendur læra með því að
framkvæma sjálfir. Áhersla er
lögð á gru ndvallaru ppeld isað-
ferð skátahreyfingarinnar, ken-
nslu í umgengni við náttúruna
og að geta bjargað sér. í öðru
lagi er áhersla lögð á HUG-
MYN DAFRÆÐI HREYFINGAR-
INNAR, bakgrunn hennar, upp-
eldisleg markmið og skátaverk-
efni. í þriðja lagi er lögð
áhersla á SVEITARFORINGJ-
ANN SEM STJÓRNANDA. Farið
er vel í hlutverk sveitarforingj-
ans sem stjómanda og skipu-
leggjanda jafnt í starfi sem leik.
Þessi námskeið eru vægast
sagt stórkostleg og eitt ævintýri
frá upphafi til enda - spurðu
bara einhvem sem hefur tekið
þáttl! Skráning og nánari upp-
lýsingar fást á skrifstofú BIS í
sfma 91-23190.
ÚTILÍFSSKÓLINN
TEXTI: GUÐMUNDUR PÁLSSON
Fyrír nokkrum árum
fór skátafélagið Dalbú-
ar af staö meö útilífs-
skóla og var barnið
skírt ÚTILÍFSSKÓLINN.
Fljótlega óx starfsem-
inni fiskur um hrygg
og fyrir 3 árum fengu
Dalbúar til liðs vlö sig
félaga sína úr Voga-
hverfi, Skátafélagið
Skjöldunga. Skólinn
hefur staðið fyrir marg-
þættri starfsemi, allt
frá ævintýraferðum á
kanóum, hellaferðum
og útilífsnámskeiðum
fyrir börn og unglinga.
Hér á eftir fer úrdrátt-
ur úr kynningarbæk-
lingi sem skólinn hefur
látiö útbúa.
ÚTILÍFSSKÓLINN hefúr nú um
árabil boðið bömum og ungling-
um í Reykjavík upp á spennandi
útilífsnámskeið þar sem þátttak-
endum er gefinn kostur á fjöl-
breyttri dagskrá og upplifun úti í
náttúrunni.
Markmlö Útilífsskólans
MARKMIÐ skólans eru mark-
mið skátastarfsins; að þroska
böm og ungt fólk til að verða
sjálfstæðir, virkir og ábyrgir ein-
staklingar í samfélaginu. Hóp>-
vinna, þroskandi viðfangsefni af
ýmsu tagi og útilíf em megin-
þættimir í starfi skólans.
Blönduö námskelö
STARFSEMI skólans hefur fram
að þessu verið tvíþætt. Annars
vegar hefúr verið um að ræða
almenn námskeið og hins vegar
sérstök námskeið fyrir fatlaða. í
sumar munu þessi námskeið
verða sameinuð og munu fatlað-
ir og ófatlaðir starfa saman.
Fjöldl þátttakenda og
aldur
FJÖLDI þátttakenda á hvert
námskeið er 20 böm á aldrinum
8 til 12 ára og þar af munu 3-6
pláss vera ætluð fötluðum. Það
er trú aðstandenda skólans að
það sé rétt að blanda saman
þessu hópum. Á þann hátt vilj-
um við auka skilning heilbrigðra
bama á födun og þörfum fatl-
aðra auk þess að gefa fötluðum
kost á krefjandi starfi.
Dagskráln
DAGSKRA námskeiðanna er
sem fyrr segir fjölbreytt og
spennandi. Hver dagur hefur
ákveðið þema þar sem þátttak-
endur fá fræðslu og tældfæri tíl
að reyna ýmsa þætti. Lokapunkt-
urinn á námskeiðunum er svo
útilega þar sem þátttakendur fá
að spreyta sig á ýmsum verkefn-
um sem byggja á þemum fyrri
daga á námskeiðinu.
Tveggja vikna
námskelð
LENGD hvers námskeiðs er 2
vikur. Bömin koma saman á öll-
um virkum dögum og hefst dag-
skráin kl. 10.00 og stendur tíl kl.
16.00 dag hvem. Bömin mæta í
skátaheimilið í Sólheimum 21a.
Húsið opnar kl. 09.00 og verður
opið tíl kl. 17.00. Bömunum er
frjálst að koma efdr kl. 09.00 og
vera tíl ld. 17.00 ef það hentar.
Tímasetningar
HALDIN verða fjögur námskeið
í sumar og eru tímasetningar
þeirra sem eftír eru semhér segir:
III. 08. júlf tíl 19- júlí
IV 06. ágúst tíl 16. ágúst.
Kostnaður
ÞÁTTTÖKUGJALD er kr. 6.500,-
\hkin er athygli á því að innifalið
í verðinu er útílegan í lok nám-
skeiðsins þar sem m.a. verður
fúllt fæði fýrir þátttakendur.
Skráning
Skráning og nánari upplýsingar
fást á skrifstofu skólans í Skáta-
húsinu Snorrabraut 60 2.h. og í
síma 91-621390 alla virka daga
frá kl. 12.00 tíl 14.00. Óendur-
kræft staðfestingargjald, kr.
1.500.-, greiðist við innritun.
Þátttökugjald skal greitt að fullu
í síðasta lagi viku fyrir upphaf
námskeiðs. Sé það ekki gert
skoðast plássið laust.
Annaö
Ðömin skulu klæðast með tíiiití
tíl veðurs og vera við því búin að
vera útívið allan daginn. Gert er
ráð fyrir því að bömin hafi með
sér nesti nema þegar farið er í
útíleguna.
ÚTILÍFSSKÓLINN er rekinn af skáta-
félógunum Dalbúum og Skjöldung-
um en þau starfa f Laugarnes- og
Vogahverfi. Skólinn er rekinn í
samvinnu viö Bandalag fslenskra
skáta, Skátasamband Reykjavfkur,
Landssamtökin Þroskahjálp og Ör-
yrkjabandalag íslands. ÚTILlFS-
SKÓLINN fœr fjárstyrk frá íþrótta-
og tómstundaráði Reykjavíkur.
SKÁTAFORINGINN -15