Skátaforinginn - 01.06.1991, Side 22
SKATAHREYFINGIN A ISLANDI
HÁLFLÖMUÐ AF MANNAVÖLDUM
Þa6 er
skátahreyflngunnl
nauAsynlegt að
staldrað só við ððru
hverju og skoðað hvort
við höfum „gengið til
góðs, götuna fram eftlr
veg”. Hór á eftlr fylgir
grein eftlr skáta sem
lætur sór annt um BÍS
og skátastarf í landlnu,
skáta sem ekki er
sáttur viö núverandi
stöðu og vlll melna að
við getum gert mlklu
betur heldur en viö
gerum í dag. Þetta er
athyglisverö lesnlng
sem snertir okkur öll.
Stærsti
félagsskapur heims.
Enginn vafi leikur á því, að
skátahreyfingin er stærsti félags-
skapur heims. Tugmilljónir
manna, í flest öllum ríkjum
heims, starfa, eða hafa starfað
undir merkjum skátahreyfingar-
innar. Enginn félagsskapur
kemst með tæmar þar sem skáta-
hreyfingin hefur hælana. Þessa
gífurlegu velgengni má fyrst og
fremst þakka þeim trausta grunni
sem starfið er byggt á og íhalds-
seminni sem ráðið hefur ríkjum
innan hreyfingarinnar. Allt frá því
Baden-Powell hóf brautryðj-
andastarf sitt árið 1907, hefur
andi og tilgangur starfsins h'tið
breyst, a.m.k. ef tekið er tillit til
annarra breytinga sem orðið
hafa á þessum árum. Flokkakerf-
ið, einkennisbúningurinn, skáta-
lögin, skátaheitið, útilífið, mann-
réttindahugsjónin, trúfrelsið,
virðingin og umburðarlyndið
fyrir skoðunum annarra, allt eru
þetta grundvallaratriði kenninga
Baden-Powells, sem staðist hafa
tímans tönn. Eftir því sem tíminn
líður, sér maður reyndar betur
og betur hversu brýnt erindi
hreyfingin á við ungt fólk, nú ekki
síður en árið 1907.
Ástandiö hér á landi.
Skátahreyfingin barst til íslands
árið 1912 og hefur verið starf-
andi hér óslitið síðan. Á nærri 80
árum hefúr aö sjálfsögðu gengið
á ýmsu innan hreyfingarinnar.
Starf sem þetta gengur misvel eft-
ir árum. Erfitt er Uka að meta
hvort starf er lélegt, sæmilegt,
gott eða ágætt, sérstaklega sé
maður ekki virkur þátttakandi. Á
íslandi eru starfandi um 4.000
skátar, þarafum 1.000 í Reykjavík
og getur það ekki talist mikið
miðað við fjölda íbúa. \úrla verð-
ur sagt að mikil reisn séyfir skáta-
starfi á íslandi sem stendur. Þar
með er ég ekki að segja að allt
sem gert er sé ómögulegt, flarri
því. Hins vegar held ég því hik-
laust fram að hreyfingin væri
mun sterkari hér, væri henni
stjómað markvissara, af ákveðni;
festu og hæfilegri íhaldssemi. A
undanförnum árum hafa, að
mínum dómi, verið gerð hrapal-
le^ stjómunarleg mistök innan
BIS. Lög bandalagsins em trú-
lega eitt skýrasta dæmið þar um.
Þá hafa verið teknar vafasamar
ákvarðanir í of mörgum málum.
Innan æðstu stjómar hafa fúll-
trúar sýnt óþolandi framkomu,
eins og síðar verður vikið að og
komist upp með það, vegna stef-
nu- og reynsluleysis æðstu
manna. Stundum hefur lánleysi
BÍS verið algjört. Dæmi um það
er búningamálið. Hringlið með
útlit skátabúninganna er ekki
einleikið. Má t.d. nefna þegar BÍS
samþykkti á sínum tíma að leggja
niður skátabúninga og merki,
a.m.k. að verulegu leyti. Þettavar
gert vegna þess, að forustan vildi
"poppa" hreyfinguna upp, færa
hana nær núttmanum. \úrla vom
liðnir þrír mánuðir frá því þessi
ákvörðun var tekin þangað til alls
konar einkennisbúningar urðu
alheimstíska. Gamlar skátaskyrt-
ur seldust á uppsprengdu verði í
tfskuverslunum um allan heim
og voru því dýrari sem fleiri
merld vom á þeim. Þá var skáta-
lögunum og breytt. Til hvers?
Hreyfingin verður að vera íhalds-
söm á gamlar hefðir, á því byggist
gmndvallarhugsjónin. Þeir sem
ekki skilja það ættu að halda sig
utan stjómar BÍS til að valda sem
minnstu tjóni.
Ekkert fjáröflunarkerfi
eftir 80 ára starfsemi!
Skátastarf á íslandi er að verða
80 ára. Undirritaður hefur oft
undrast að hreyfingin skuli ekki
eiga neina fasta fjáröflunarleið.
Þetta er ekki einleikið. Af hverju í
lifandis ósköpum hefur BÍS ekki
unnið að því að koma upp ör-
uggu tekjukerfi. Af hverju er BÍS
ekld aðili að Lottóinu eins og t.d.
skátamir í Danmörku eru aðilar
að danska lottóinu? Af hverju er
ekki unnið að því? Hvemig stend-
ur á því, að framkvæmdastjórn
BÍS er gert ókleift að standa fyrir
fjáröflunum. Það er eins og það
séu trúarbrögð innan hreyfingar-
innar að hún eigi sífellt að vera á
hausnum fjárhagslega. Engu er
líkara en sumt af því fólki sem
stjómar hreyfingunni sé á þeirri
skoðun, að fjáraflanir séu til ills
og ekki skátum samboðnar.
Þessu fólld þarf að koma burt úr
áhrifastöðum innan BÍS. Afleið-
ing fjárhagsvandræðanna kemur
svo niður á starfinu, skuldir
hrannast upp, lánstraust BÍS er
þrodð hjá fjölda fyrirtækja, þar
sem erfiðlega hefúr gengið að fá
reikninga greidda.
Fáliöuö skrifstofa.
Eitt ömurlegasta dæmið um
það vandræöalega ástand sem
ríkir innan BÍS er skrifstofúhald-
ið. Starfsliðið er aðeins tveir
menn, en að auki er stundum
fengin aukamanncskja í sérstök
verkefni. Það kann að virðast
töluvert að hafa tvo menn í vinnu
og einhverjum kann að finnast
það nóg. Því fer þó fjarri. \fcrkefiii
BÍS em ákaflega margvísleg. Má
þar nefna viðamikla útgáfu, er-
lend samskipti, innlend sam-
skiptí, t.d. við opinbera aðila, er-
indrekstur og þjónusta við skáta-
félög um land allt, umsjón með
eignum, rekstur BÍS, rekstur lítíls
hliðarfyrirtælds, fjáraflanir, und-
irbúningur funda, undirbúning-
ur skátamóta, alls konar verkefni
tengd skátastarfi, móttaka og af-
greiðsla ýmiss konar o.fl. o.fl.
Það verður að segja eins og er, að
þeir tveir sem á skrifstofunni
vinna ráða alls ekid við nema
brot af þessum verkefnum. Sumt
ráða þeir ekki við vegna tíma-
skorts, en við bætíst, að sum
verkefnin em þess eðlis að tíl að
leysa þau þarf viðsldptamenntað
fólk. Þá hefúr ekki verið starfandi
22 - SKÁTAFORINGINN