Skátaforinginn - 01.06.1991, Page 23

Skátaforinginn - 01.06.1991, Page 23
erindreld hjá BÍS í langan tíma. í fáum orðum sagt: Mörg verkefni skrifstou BÍS eru prýðilega af hendi leyst, en önnur eru hrein- lega óleyst og þar á meðal margt sem snýr að fjármálum. Flókiö stjómkerfi, sem ekki skilar árangri. Stjómkerfi BÍS er allt of fiókið að mínum dómi. Framkvæmda- stjóm skipa aðeins þrir menn, skátahöfðingi og tveir varaskáta- höfðingjar. Vald framkvæmda- stjómar er óljóst, en yfir henni eru aðalstjórn, aðalfundur og skátaþing. Þó að Lög BÍS séu gloppótt, í þeim séu mótsagnir og þau séu bjánalega flókin, er þó greinin um fjármögnun bandalagsins sýnu vitlausust. Þetta er grein 5.16 og hljóða tvær fyrri málsgreinar greinarinnar SVO: "Fjárbagsgrundvöllur banda- lagsins skal tryggður með fjár- framlögum skátafélaga, styrkt- arfélaga og opinberra aðila. Aðrar fjáröflunarleiðir skulu samþykktar fyrirfram á aðal- fundi. Þó getur aðalstjóm með 2/3 bluta atkvceða samþykkt fjáraflanir sem ekki krefjast þátttöku almennra skáta i land- inu. Jafnframt getur aðalstjóm að fengnu samþykki meiribluta félagsforingja samþykkt aðrar fjáraflanir". Ekki þyldr þetta nóg, því sér- staklega er teldð fram, að setja megi ákvæði um fjáraflanir í reglugerð. Þetta hlýtur að vera með alvitlausustu ákvæðum í nokkmm félagslögum og greini- legt að tilgangurinn er sá einn að binda hendur framkvæmda- stjómar. Lömuö stjóm. Af þessu og fleiru leiðir að hóp- urinn, sem á að vera primusmót- orinn í starfi BÍS, er lamaður og ekki sá drifkraftur sem þarf. Stjóm, sem sífellt þarf að bera gerðir sínar undir aðra stjóm, er engin stjóm. Hún er í besta falli nefnd. Ekld bætír úr skák að þeir sem í stjóminni eru búa ekki allir á höfuðborgarsvæðinu, þannig að óhjákvæmilega verða sam- sldptí þeirra erfiðari fyrir vikið. Þar að auki má gera þvi skóna, að erfitt sé fyrir þrjú að taka mál- efnalegar ákvarðanir í máli sem ágreiningur er um. Það er hreint ótrúlegt að mínum dómn, að skátahöfðingjamir þrír skuli láta þetta fyrirkomulag viðgangast. „...að segja eins og er, að þeir tveir sem á skrif- stofunni vinna ráöa alls ekki við nema brot af þessum verkefnum”. Fáviska eöa hvaö? Innan aðalstjómar hafa komið upp fúrðulegustu mál. Sumt af því liði sem í stjóminni er, á að mínum dómi alls ekki heima í þessum hópi. Ýmislegt hefur sannfært mig um það, en ég nefni þrennt frá sfðustu fáum vikum: 1) Innan aðalstjórnar komu fram tilefnislausar og órök- studdar fúllyrðingar um fyrir- tæki sem stóð að fjáröflun fyr- ir BÍS. 2) Fulltrúi í stjóminni reyndi að kúga félaga sína tíl fylgis við sig, með því að hóta því að segja af sér, næði ákveðið mál fram að ganga. 3) Fulltrúi í stjóminni neitaði að sækja fundi vegna þess, að láðst hafði að bjóða honum að vera viðstaddur afhend- ingu forsetamerkis að Bessa- stöðum. Ég tel að BÍS sé fyrir bestu að viðkomandi fólki verði komið sem fyrst út úr stjómum og ráð- um. Vel á minnst. í lögum BÍS er rætt um að skátafélögin skuli staría í anda Baden-Powells. Það ættí e.t.v. að bæta inn í lögin að stjómir og ráð BÍS skuli gera það líka. Fleira í ólestri. Hlutverk ýmissa nefnda og ráða innan BÍS er mildlvægt. Má þar nefna Foringjaþjálfunarráð, sem ber ábyrgð á allri foringjaþjálfun f landinu. Heimildir mínar segja, að firá þessu ráði komi lítíð sem ekld neitt og að foringjaþjálfún f landinu sé nánast rjúkandi rúst. Þá mun starf fleiri nefnda og ráða vera vægast sagt bágborið. Úlfljótsvatn. í áratugi hafa skátar haft yfirráð yfir stóm landssvæði við Úlfljóts- vatn. Þar hefúr verið unnið hægt og sígandi að uppbyggingu og hefur s.k. Úlfljótsvatnsráð (ÚVR) haft umsjón með því veríd. Eig- endur teljast hins vegar vera BIS og Skátasamband Reykjavíkur (SSR). Að öðrum ólöstuðum hef- ur Jónas B. Jónsson fv. skátahöfð- ingi verið driffjöður í fram- kvæmdum við Úlfljótsvatn. Hef- ur hann, ásamt samstarfsfólki í ÚVR, af miklum dugnaði haft for- göngu um að koma upp þeim húsakosti sem á staðnum er. Samkvæmt þeim heimildum sem ég hef, hafa eigendur, þ.e. BÍS og SSR, aldrei lagt fé tíl starfseminn- ar, heldur hefur UVR þurft að fjármagna allar framkvæmdir sjálft. Það verður líka að segja eins og er, að ýmislegt hefúr sctíð á hakanum. Meðal annars er að- staða tíl mótahalds langt frá því að vera viðunandi. Landssvæði er óslétt, tjaldstæði léleg, göngu- stíga og aðkomuakstursleiðir vantar, hreinlætísaðstaða er ekld nægileg, bílastæði vantar o.fl. o.fi. Þá má nefna að ekld er til heildarsldpulag fyrir staðinn og má það furðu sæta. í hugum margra tengist Úlfljótsvatn ljúf- um minningum úr skátastarfi. Það kom mér því verulega á óvart, að uppbygging að Úlfijóts- vatni er litín homauga af fólld f æðstu stöðum hjá BIS. Að mín- um dómi, eru órjúfanleg tengsl milli Úlfljótsvatns og skátahreyf- ingarinnar. Þess vegna pirrar það mig þegar mér finnst hagsmunir Úlfljótsvatns bomir fyrir borð. Rauöhetta - til góös, eöa úlfur í sauöargæru? Árin 1976, 7 og 8 vom haldnar unglingahátíðiar á vegum skáta að Úlfljótsvatni. Undirritaðuráttí sætí í mótsstjóm þessara hátíða, sem fengu nafnið Rauðhetta. Mörg þúsund unglingar sóttu samkomurnar, en starfslið kom að mestu úr röðum skáta. Að mínum dómi tókust þessar sam- komur ágætlega. Enginn stórslys urðu og góð stjóm var á ölium hlutum. Nokkuð var um ölvun, en þó mun minna en búast máttí við, miðað við aðrar unglinga- samkomur víöa um land, að sögn lögreglu. LögregLan lét þess reyndar líka getíð, að Rauðhettu- hátíðamar væm með þeim róleg- ustu sem hún hefði haft afskipti af. Sérstaklega var það tekið fram, hversu skipulag allt og stjómun hefði verið með ágæt- um hjá skátunum. Þess skal svo bætt við, að töluverður ágóði varð af Rauðhettuhátíðunum. Sá ágóði gerði kleift að hefja bygg- ingu Skátahússins við Snorra- braut. Snemma í vor kom svo upp sú hugmynd að endurtaka útihátíð fyrir unglinga að Úl- fljótsvami. Landssamband hjálp- arsveita skáta (LHS) hafði for- göngu um málið, en hafði þó fiá byrjun samráð við framkvæmda- stjóra BÍS, auk þess sem skáta- höföingja og ÚVR var skýrt frá hugmyndinni. Nú upphófst hið furðulegasta mál og enn einu sinni kom í ljós, að stjómkerfi BÍS er ónýtt. Loksins, þegar aðal- stjómarfundur var á dagskrá 17. maí, kom í Ijós að fúlltrúar, flestír hverjir, sögðust ekkert hafa um málið heyrt fyrir fúndinn. Engin kynning hafði sem sagt fiarið fram innan BÍS á hugsanlegu stórverk- efni og fjáröflun, sem sennilega hefði fært bandaiaginu milljónir í hagnað og, ef vel hefði teldst tíl, SKÁTAFORINGINN - 23

x

Skátaforinginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.