Skátaforinginn - 01.06.1991, Page 29
ALLIR I
VAGLASKÓG
SKÁTAMÓT í VAGUVSKÓGI
2.-5. ÁGÚST 1991
TEXTI & MYND: ÁSGEIR HREIÐARSSON
Um Verslunarmanna-
helgina mun Klakkur
bjóða skátum upp á
spennandi valkost:
100% „umhverfis-
vænt” skátamót -
skátamót á grænnl
grein.
, Á grænni grein
A grænni grein er móttó skáta-
móts í Vagla skógi sem skátafélag-
ið Klakkur ætlar að standa fyrir
um Versíunarmannahelgina.
Mótið er fjórðungsmót, en öllum
er heimilt að taka þátt. Það er
svo sem engin nýjung að Akur-
eyringar haldi skátamót hvað þá
heldur að það sé í Vagiaskógi en
þar hefur margur skátinn sótt
mót. A mótinu verður lögð sér-
stök áhersla á umhverfið og verð-
ur þetta án efa umhverfisvænt
mót.
Vafasöm helgi?
Nú þykir mörgum þaðe.t.v. ein-
kennilegt að ætla að bjóða til
móts um þessa annáfuðu gleði-
helgi þegar þúsundir unglinga
flykkjast jafhan á vit útihátíða þar
sem örlög hvers og eins ráðast
ekld fyrr en að helginni lokinni.
Við viljum hins vegar bjóða upp
á nýjan valkost - að skemmta sér
saman í góðum hópi í faliegu um-
hverfi og án áfengis.
EYRARVEGI 33, SELFOSS
SÍMI: 98-22599
Reykjavík - Úlfljótsvatn
alla föstudaga kl. 20.00
Úlfljótsvatn - Reykjavík
alla sunnudaga kl. 21.00
EYRA VEGI 33 - 800 SELFOSSI - PÓSTHÓLF 79
Þátttökugjald
Þátttökugjald er 5.500,- krónur.
Ef systkini taka þátt fær annað
systldnið afslátt og greiðir aðeins
3.000.- krónur. Vinnubúðagjald-
ið er einnig 3.000,- krónur. Á
svæðinu verða líka fjölskyldu-
búðir og er reiknað með góðri
mætingu eldri skáta á svæðið.
Líf og fjör
Það er engin spuming um hvað
sé réttast að gera um Vsrslunar-
mannahelgina, vertu á grænni
grein í Viglaskógi. Þar verða í
boði ýmis stórskemmtileg og
krefjandi störf auk þess sem ann-
arri skemmtun verður blandað
saman við af hóflegum skammtí,
má þar nefha sérstaka dróttskáta-
dagskrá þar sem boðið verður
upp á m.a. fiekaferðir auk merg-
jaðrar kvöld og næturdagskrár-
liða o.fl. o.fi. Það skal þó teldð
fram að stærð og fjöldi dagskrár-
liða í þessari dagskrá fer eftír
mætingu eldri skáta á svæðið.
Því fleiri í vinnubúðum því stærri
og skemmtílegri dróttskátadag-
skrá og þeim mun minni vinna á
hvem skáta.
GÓÐ HELGI AÐ ÚLFLJÓTSVATNI
TEXTI & MYND: GUÐMUNDUR PALSSON
Um mánaðarmótin
maí/júní stóð Úlfljóts-
vatnsráö fyrlr vinnu-
helgl aö Úlfljótsvatni.
Valfnkunnur hópur
skáta tók þátt í útlleg-
unnl ásamt starfsfólkl
sumarbúöanna.
Mikið var starfað enda að
mörgu að hyggja. Settvoruupp
útisvæði fyrir sumarbúðimar
með þrautabraut og vatnasafarí,
gólf sh'puð og lökkuð og veggir
og hurðir málaðar. Allsherjar
tiltekt og hreinsun á svæðinu fór
fram auk þess sem skógarskátar
tóku röskiega til hendinni við
landgræðsluna.
Gífurlega miklu drasli var
fleygt, bæði úr geymslum og úti-
svæðum. Ljósteraðtakaþarftil
hendinni oftar á staðnum svo að
ónýtar trönur og gamait úrsér-
gengið dót safnist ekki upp.
Öllu sem ekki var ekki hægt að
brenna var ekið í burtu en af-
gangurinn settur á brennu. Þar
á meðal var gamU bandaskúrinn
en hann hafði fokið um koll og
eyðiiagst f óveðrinu í vetur.
Það var samdóma áUt þeirra
sem voru á staðnum að svona
vinnuútílegur þurfa að vera 3 á
hverju sumri. Sú fyrsta væri rif
að koma öUu í samt horf efrir
veturinn og aðstoða starfsfólk
sumarbúðanna við uppsetn-
ingu á úrisvæðum. f vinnuútí-
legu númer tvö væri unnið að
einhverjum ákveðnum verkefn-
um s.s. skógrækt, vinnu við
tjaldsvæði, bryggju o.s.frv. í
þriðju útilegunni væri síðan
gengið frá öUu eftír sumarið og
gert klárt fyrir veturinn.
SKÁTAFORINGINN - 29