Skátaforinginn - 01.06.1991, Page 30
HUGMYNDA
SMIÐJAN
UMSJON: INGIBJORG EIRIKSDOTTIR
Skemmtllegar hug-
myndlr má fá hvaöan-
æva að, t.d. úr bókum
og blöðum, frá gömlum
skátum, í forlngja-
flokknum, á námskelð-
um o.s.frv. o.s.frv.
Marga hefur langað til að sjá
meira af slíku efni hér í blaðinu
og eins og sjá má hefur nú verið
ákveðið að bæta þar úr. í þetta
skipti birtast nokkrar hugmyndir
um það hvcmig kenna má á átta-
vita. En til að geta haidið hug-
myndaflæðinu áfram þörfnumst
við ykkar hjálpar. Hvort sem þú
ert starfandi skáti eða einn af
þessum "gömlu" leikur enginn
vafi á því að þú átt eitthvað
skemmtilegt í pokahominu, sem
við hin gætum haft gaman af að
prófa. Því væri það vei þegið ef
þú tæidr þér penna í hönd, kæmir
einhverju niður á blað og sendir
það til okkar.
Utanáskriftin er:
Skátaforinginn,
Pósthólf 831,
121 Reyiqavík.
ÁTTIRNAR
Flokksleikur, inni.
Efni/óhöld: Stórt karton og túss,
8x2 samstse&ir hlutir og skrif-
færi.
Teiknið upp stórt áttavitahús
og skiptið því í 16 hluta; einn
fyrir hverja átt (sjá mynd). Að
því loknu setjið þið einn hlut á
hvem hluta, þó þannig að tveir
og tveir tilheyri hvor öðrum;
t.d. gosílaska og tappi, þvotta-
poki og sápa o.s.frv. Skátamir
eiga nú að finna út hvaða tveir
og tveir hlutir eiga saman og
skrifa niður áttir þeirra, t.d. SV-
NNA fyrir gosflöskuna og tapp-
ann. Fyrir þá eldri má útfæra
leikinn sem Kimsleik, þ.e.a.s.
gefa skátunum ákveðinn tíma
til að horfa á "áttavitann" og
skrifa svo niður á sama hátt og
gert var í fyrra skiptið.
HEIMSHORNIN
Flokks- eöa sveitarleikur, inni/úti.
Efni/óhöld' Klútur og dagblafi.
Skátarnir standa í hring og
mynda "lifandi áttavita". í
miðjunni stendur "áttavitanái-
in" (einn skátanna) með bund-
ið fyrir augun og samanrúllað
dagblað í höndinni. Hún snýr
sér í tvo hringi og að því loknu
gefúr foringinn upp einhverja
átt, sem "áttavitanálin" á þá að
finna út og slá laust mað blað-
inu í þann skáta sem táknar
viðkomandi átt. Annars vegar
má hafa leikinn þannig að svo
lengi sem "áttavitanálin" gerir
rétt fái hún að vera inni í
hringnum eða hins vega þann-
ig að skipt sé um áttavitanál ef
hún vísar í rétta átt.
BUIÐ TILYKKAF?
EIGINN ÁTTAVITA!
EFNI OG ÁHÖLD:
Fjöður úr þunnu stáli, u.þ.b.
4-5 cm löngu (t.d úr gamatli
vekjaraklukku), 1-2 segulstál,
trékubbur og nagli.
LÝSING:
Byrjið á því að gera litla hoiu
(ekki gat) á miðja fjöðrina og
neglið naglann í gegn um tré-
kubbinn. Næst gerið þið
fjöðrina segulmagnaða með
því að draga mínusskaut segul-
stáisins eftir henni frá þeim
enda sem þið viljið að vísi til
suðurs að hinum endanum,
lyftið því frá og endurtakið
þetta svolitla stund, eða þar til
fjöðrin er orðin segulmögn-
uð. Einnig má segulmagna
fjöðrina á annan hátt, sem í
raun er einfaldari, en sú að-
ferð felst í því að leggja tvö
segulstál við sinn hvom enda
fjöðurinnar; plússkaut öðru
megin, en mínusskaut hinum
megin og bíða svo svolitla
stund. Þegar þessu er lokið
skuluð þið tylla fjöðrinni á
odd naglans og sjá hvað gerist.
En ekki er allt búið enn, því
hér er önnur aðferð, sem ekki
er síðri:
EFNI OG ÁHÖLD:
Saumnál, korkbútur, 1-2 seg-
ulstál og skál með vatni í.
LÝSING:
Skerið korkbútinn til, ef þess
gerist þörf, svo hann verði rétt
nógu stór til að fljóta með nál-
ina á vatninu. Gerið svo
saumnálina segulmagnaða á
sama hátt og stálfjöðrina áð-
an. Að því loknu skuluð þið
leggja nálina ofan á korkbút-
inn og síðan ailt saman ofan í
vatnsskálina. Þá ætti nálin,
eins og stálfjöðurin áðan, að
vísa til norðurs-suðurs. Til að
gera verkið fullkomið getið
þið svo sett nálina og korldnn
í kmkku, en breidd hennar
þarf að vera örlítið meiri en
lengd nálarinnar. Utan á
krukkuna merldð þið áttimar
(N,S,A og V) og skellið svo loki
yfir hana.
HÉR Á SfÐUNNI ERU ÞRÍR SKEMMTILEGIR
ÁTTAVITALEIKIR SEM ÞIÐ ÆTTUÐ AÐ PRÓFAI
ULFALDAR
í EYÐIMÖRK
Flokks- eöa sveitarleikur, inni/úti
Efni/óhöld: Engin.
Skátamir ráfa um herbergið
og ímynda sér að þeir séu úlf-
aldar í eyðimörk. Þegar for-
inginn hrópar t.d. "sandbylur
frá suðaustri" - eða úr ein-
hverri annarri átt - eiga úlfald-
amir aö snúa baki í suðaustur.
Því oftar sem vindurinn snýst,
þeim mun skemmtilegri verð-
ur ieikurinn.
30 - SKÁTAFORINGINN