Skátaforinginn - 01.06.1991, Page 31

Skátaforinginn - 01.06.1991, Page 31
ÚR STARFINU UMSJÓN: GUÐMUNDUR PÁLSSON SKÁTADAGUR í ÁRBÆJARSAFNI SkátadagurveröuríÁrbæjar- ur. Allir skátar, ungir sem aldnir safni sunnudaginn 11. ágúst og foreldrar skáta eru hvattir til n.k. í tilefni af opnun gamla aömæta. ítarlegri upplýsingar Lækjarbotnaskálans fyrir gesti veröa sendar út til félaganna er safnsins. Dagskrá veröur fjöl- nær dregur. breytt og ýmis konar viöbúnaö- Skátasamband SUÐUR- LANDS hólt vel heppnaö skáta- mót í Galtalækjarskógi dagana 31. maítil 2. júnf s.l. Liölega 300 skátar sóttu þetta mót sem tókst mjög vel í alla staöi. Mottó móts- ins var ,,Guffi í Galtalæk” og fengu allir þátttakendur ofiö merki mótsins aö gjöf. JoTA (Jamboree On The Air) er haldiö árlega um allan heim. Mótiö fer fram á sama tíma um allan hnöttinn og er tilgangurinn aö kynnast skátum frá öörum löndum í gegnum fjarskiptatæk- in. Mótiö er alltaf haldiö á sama tíma, 3 helgina í október ár hvert. Mikill hugur erfyrir mótinu nú og er stefnt aö því aö hafa íslensku bækistööina á Úlfljótsvatni. Hugmyndin er aö m.a. aö reyna aö ná sambandi viö þátttakendur sem fara á alheimsmót róversk- áta í Kandersteg 1992 og veröur því spennandi fyrir íslenska ró- verskáta aö taka þátt. KANDERSTEGFARAR, sem nú eru orönir rfflega 100 talsins, ®tla aö hittast til skrafs og ráöa- geröa viö Hreöavatn dagana 6. og 7. júlí n.k. Mæting er viö Hreöavatnsskála kl. 11.00 á laug- ardagsmorgun og munu þátttak- endur dvelja saman viö leik og störf fram á sunnudag. UPP TIL FJALLA er heitiö á nýrri bók sem BÍS er aö setja á markaöinn innan skamms. Bók- in er handhægt rit með hnitmiö- uöum upplýsingum fyrir alla þá sem stunda útilff. Fjaliaö er um náttúruna, dýralff, veöurfar, út- búnaö og ýmislegt fleira sem kemur útilffsfólki aö notum. STARFSRÁÐ hefur veriö í mikl- um önnum undanfariö eins og endranær. Veriö er aö vinna aö endurskoöun dróttskátastarfsins og kröfum til Forsetamerkis, út- gáfu á hugmyndasafni og hug- myndaramma fyrir yngstu skát- ana svo eitthvaö só nefnt. Viöa- mikil skoöanakönnun, sem unn- in er f samráöi viö Gallup á ís- landi, mun veröa gerö í haust og hefur ráöiö veriö aö undirbúa þaö mál um nokkurt skeiö. Settur hefur veriö af staö vinnuhópur til aö skoöa róver-starf og mun hann skila tillögum í haust. í haust mun ráöiö einnig gefa út veggspjöld fyrir yngstu skátana þar sem þeir geta unniö sór inn límmiöa fyrir grunnnámsverkefn- in sín og límt á þar til gert spjald. Veriö er aö vinna í þema næsta árs og hefur veriö ákveöiö aö þaö muni tengjast umhverfismálum. VORMÓT HRAUNBÚA var haldiö í lok maí og var þetta 51. mótiösem Hraunbúarstandafyr- ir. Þátttaka var ágæt og tókst mótiö vel í alla staöi. Mótiö var haldiö fyrir skátafólögin í Skáta- sambandi Reykjaness. / A HVANNEYRI hefur um árabil starfaö öflug skátadeild. Deildin hefur starfaö í tengslum viö skáta í Borgarnesi en nú vilja Hvann- eyringar stofna meö sér eigiö skátafélag. Stefnt er aö þvf aö ganga formlega frá stofnuninni á næstu mánuöum. I SKÁTAHÚSINU viö Snorra- braut hafa frá upphafi veriö nokkrir skápar á austur-gangi 2. hæöar sem geymt hafa ýmsa verömæta skátamuni og gjafir sem BÍS hefur borist frá erlend- um skátum. Nokkrir hlutir hafa glatast úr þessu safni og aörir látiö á sjá enda skáparnir veriö huröarlausir og hlutirnir því óvaröir. Nú hafa veriö smíöaöar forláta glerhuröir sem veröa sett- ar fyrir skápana og veröur mun- unum svo stillt upp áfallegar gler- hlllur. Forgöngu um máliö á Sveinn Guömundsson, Ægisbúi, og á hann heiöur skiliöfyrir þetta framtak. Sveinn mun svo, ásamt fólögum sínum úr minjanefnd, ganga endanlega frá þessum skápum nú í sumar. Veröur þetta vafalítiö fróölegt og spennandi aö berja augum. Þeir skátar og fjölskyldur þeirra sem hafa undir höndum skátamuni er bent á aö hafa samband viö Svein Guö- mundsson í Minjanefnd BÍS og mun hann taka viö öllum slíkum hlutum. Ólafur Ásgeirsson, þjóöskalavöröur, hefur boöiö fram aöstoö Þjóöskjalasafnsins f þessu máli. Sveinn er viö í síma 91-621369 á kvöldin. ORÐABÓK SKÁTA - hvaö er nú þaö? BÍS hefur nú í undirbún- ingi útgáfu á oröabók skáta. Eins og mörgum er sjálfsagt kunnugt um nota skátar mikiö af oröum sem ekki eru í oröabókum, s.s. flokksforingi, sveitarforingjanám- skeiö o.þ.h. Bókin innheldur þýöingar á íslenskum oröum yfir á fjögur tungumál og er ætluð sem handbók fyrir þá skáta sem feröast erlendis á skátamót og aörar uppákomur fyrir skáta. Nína Hjaltadóttir hefur haft for- göngu um þetta mál og aukiö og endurbætt fyrri útgáfu bókarinn- ar. Starfsáætlun FORINGJA- ÞJÁLFUNARRÁÐS fyrir næsta starfsár hefur veriö gefin út. Þetta er mjög ánægjulegt aö sjá og ætti fólögunum nú aö veitast auövelt aö skipuleggja sína for- ingjaþjálfun meö tilliti til þessarar áætlunar. Áætlunin veröur send út á veggspjaldi til allra félaga nú í sumar en hún er einnig birt í þessu blaöi. Næsti ÚTGÁFUDÁGUR Skátaforingjans er 23. ágúst n.k. Skilafrestur á efni rennur út föstu- daginn 2. ágúst. Gaman væri aö fá frásagnir meö myndum af sumarstarfi félaganna, útilegum, dagferöum o.þ.h. ALHEIMSMÓT SKÁTA veröur haldiö í KÓREU nú f ágúst og þessa dagana eru 16 íslenskir skátar aö gera sig klára til þátt- töku. Þetta veröur mikil ævin- týraferö því hópurinn mun einnig dvelja nokkra daga í Japan og kynnast þar landi og þjóö. Farar- stjórar eru þau Júlíus Aöalsteins- son, Ægisbúum, og Hulda Guö- mundsdóttir, Garöbúum, en þeim til fulltingis eru tveir sveitar- forlngjar, þau Stefán Már Guö- mundsson, Vogaþúum, og Helga Stefánsdóttir, Árbúum. Skátastarf Á EYRAR- BAKKA hefur veriö meö miklum blóma undanfariö. Hefur þetta þróttmikla starf smitaö út frá sór og hafa fbúar í Þorlákshöfn haft samband viö Eyrbekkinga og fariö fram á aö koma af staö skátastarfi í Þorlákshöfn. Veriö er aö skoöa máliö og ef fulloröiö fólk fæst til forystu í Þorlákshöfn gæti þetta oröiö aö veruleika. SKJÖLDUNGAR munu gang- ast fyrir Minkamóti seinni hluta ágústmánaöar. Mótiö veröur haldiö f Fljótshlföinni á svæöi sem kennt er viö Þríhyrning. Nánari upplýsingar veröa sendar til félaganna á næstunni. Frábært SUMARTILBOÐ! Bís hefur um árabil haft milll- göngu um framleiöslu á ofnum merkjum fyrir fólögin. Nokkur fólög hafa nýtt sór þessa þjón- ustu og veriö mjög ánægö meö merkin en þau eru saum- uö f Taiwan. BÍS hefur ákveöiö aö gera fólögunum sérstakt sumartilboö og býöurfélögun- um merki á 150 kr. stykkiö. Þetta verö miöast viö merki af stæröinni 6.2 cm í ummál, 100- 300 stykki og má merkiö vera í allt aö 5 litum. Viö vitum til þess aö sum fólög hafa selt merkin til skátanna á 3-400 krónur og er því um „obbolitla" fjáröflun aö ræöa f leiöinni! En auövitaö er aöalmáliö aö fólag- iö eigi fallegt og vandaö félags- merki sem skátarnir geti boriö á búningnum sínum. SKÁTAFORINGINN - 31

x

Skátaforinginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.