Skátaforinginn


Skátaforinginn - 01.12.1991, Síða 7

Skátaforinginn - 01.12.1991, Síða 7
OPNUN VÆRINGJASKÁLANS í ÁRBÆJARSAFNI: VÆRINGJADUGUR TEXTI: DANFRÍÐUR SKARPHÉÐINSDÓTTIR UÓSMYND: SIGURJÓN EINARSSON Fyrsti útivistarskálinn Væringjaskálinn mun vera fyrsti skálinn sem reistur var til útivist- ar hér á landi. Þar, sem á svo mörgum öðrum sviðum, voru skátar brautryðjendur. Þegar á fyrri hiuta þessarar aldar urðu hugsjónir og störf skáta þjóð- inni fordæmi. Er óhætt að full- yrða að ferðalög skáta og útilíf hafi með beinum eða óbeinum hætti orðið almenningi hvatn- ing til að rækta tengsl sín við náttúruna og læra að njóta hennar. Væringjadugur Ef við reynum að skyggnast inn í þær aðstæður sem fólk bjó við um 1920 verður að teljast þrek- virki að Væringjum skyldi takast að reisa svo myndarlegan skála sem raun ber vitni. Eftir heims- styrjöldina fyrri bjó fólk við kröpp kjör, Lækjarbotnar voru ekld alveg við bæjardyr Reykja- víkur eins og nú og samgöngur stopulli og erfiðari en við þekkj- um. Væringjar sáu sjálfir um að flytja allt efni í skálann, ýmist á bílum, hestvögnum, reiðhjól- um eða í höndunum. Það er því ljóst að það hlýtur fyrst og fremst að hafa verið draumur- inn um heilbrigt útih'f, samstaða og sannkallnður "væringjadug- ur" sem var drifijöðurin í bygg- ingu skálans. Við endurbyggingu skálans í Ár- bæjarsafni sýndu eldri skátar enn hug sinn til Væringjaskál- ans og þar með Skátahreyfingar- innar með einlægum áhuga og stuðningi við verkið. Fyrir það eru yngri skátar þakklátir og all- ir sem á eftir koma munu njóta þcssara verka Væringjanna. Lifæð félagsins { fyrstu var Væringjaskálinn einkum notaður til sumarferða en síðar einnig á vorin og haust- in svo og til skíðaferða. Væringj- ar hafa sjálfir sagt að á deyfðar- tímabilum í starfi félagsins hafi það fyrst og fremst verið skála- ferðimar sem héldu lífinu í fé- laginu. Tengslin við náttúruna Þessi staðreynd er umhugsunar- efni fyrir skáta. Nú á dögum þegar æ fleiri böm alast upp í þéttbýli er hætta á að bein tengsl við náttúmna rofni. Við menn- imir emm einn hlekkur í lífkeðj- unni og framtíð okkar veltur fyrst og fremst á því hvemig okk- ur tekst að rækta þessi tengsl sem em hverjum manni nauð- synleg. í þessu tilliti hafa skátar sem byggja starf sitt á hugsjón- inni um heilbrigt útilíf og vin- áttu mikilvægu hlutverki að gegna. Skátar hafa þegar mtt brautina fyrir sjónarmiðum sem snerta viðhorf til umhverfis og umgegni við náttúm landsins og þannig átt þátt í að styrkja um- hverfisvitund almennings. í 4. grein skálareglna Væringja- skálans segir m.a.: „Bannað er, að viðlögðum brottrekstri, að saurga skálann eða völlinn i kring, hvort beld- ur er með hrákum eða með því að fleygjafrá sér matarleifum, pappír, dósum o.þ.b. nema á þar til cetlaðan stað..." Þessi regla er enn í fullu gildi og skátar hafa hana í huga þegar þeir fara um landið. Ævintýri útilífsins Með opnun Væringjaskálans í Árbæjarsafni hefur Skátahreyf- ingin treyst sess sinn í sögu þjóðarinnar enn frekar. Eitt mikilvægasta verkefni skáta nú er að gefa enn fleiri bömum og unglingum tækifæri til að taka þátt í ævintýmm útilífsins og miðla af reynslu sinni í um- gengni við náttúmna. Loks skulu þeir, sem ekld áttu þess kost að skoða Væringjaskál- ann 11. ágúst, hvattir til að heimsækja Árbæjarsafn og sjálf- sagt er fyrir skátaforingja að taka flokkinn eða sveitina með. Sunnudaginn 11. ágúst áttu eldri og yngri skátar í Reyk|avfk auk f jölmargra annarra gesta ánægjulega samverustund í Árbaejarsafni í Reykjavfk. Tilefnið var opnun Væringjaskálans sem skátar í Skátafélaginu Væringjum reistu í Lækjarbotnum sumarið 1920. Skálinn hefur nú, neð góðu samstarfi skáta og starfsfólks Árbæjar- safns, verlð færður í upprunalegt horf og færður safninu að gjöf. verð kr. 1.540 m2 l-steinn verö kf. 1.575 m2 Við erum með sveiganlega afborgunarskilmála á hauslin. Fangelsið LHia-Hrauni Eyrarbnkkð - Söludeild sími 31104 SKÁTAFORINGINN - 7

x

Skátaforinginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.