Skátaforinginn


Skátaforinginn - 01.12.1991, Síða 15

Skátaforinginn - 01.12.1991, Síða 15
Stofnun nýrra björgunarsamtaka: LANDSBJORG Landssamband björgunarsveita TEXTI: JÓN HALLDÓR JÓNASSON UÓSMYND: KRISTINN ÓLAFSSON Forseri íslands, Vigdís Finnbogadóttir, er vemdari hins nýja landssambands og flutri hún samtökunum ámaðaróskir á sérstökum hátíðarfundi sem haldinn var í tilefni stofnunarinnar. Hér tekur hún við merki nýju samtakana úr hendi Ólafs Proppé formanns Landsbjargar. LANDSBJÖRC . lands- samband björgunar- sveita heita nýju björgunarsamtökin sem stolnuö veru á Akureyri laugardag- inn 28. september. Miklll fjöldi gesta sötti hötíöarfundinn, um 700 björgunarsveita- menn, auk fjölda ann- arra gesta. Meöal jteirra sem fluttu Landsbjörg örnaöaröskir var Þorsteinn Pölsson, dómsmálarööherra. Herra Ólafur Skúla- son, biskup flutti blessunarorö. Stóraukin fræösla Formaður Landsbjargar er dr. Ólafur Proppé. í stefnuræðu sinni lýsti hann áherslum í starfi hinna nýju samtaka. Hann nefndi m.a. stóraukna fræðslu til almennings til að verjast slys- um, einkum á ferðum um há- lendi íslands. Einnig benti hann á að enn væri engin heildstæð löggjöf til um leitar- og björgun- arstörf. Réttarstaða björgunar- manna er óljós í íslenskum lög- um og mun Landsbjörg leggja áherslu á skýrari löggjöf hér á landi um þau mál. Samningur um alþjööastarf Ólafur Proppé, formaður Landsbjargar og Guðjón Magn- ússon, formaður Rauða kross ís- lands skýrðu frá samkomulagi sem félögin hafa gert með sér og skrifiað var undir á stofndegi Landsbjargar um víðtækt sam- starf í mörgum málum er snerta starfsemi beggja aðilanna. Orð- rétt segir í samningnum: „Fyrstu atriðin sem framkvæmd verða eftir þessu samkomulagi eru: BJÖRGUN 92. Ráðstefna um björgunarmálefni og sýning á björgunarbúnaði haldin fyrri hlutaárs 1992. ALÞJÓÐABJÖRG- UNARSVEIT. Stofnun sveitar sem veitt getur hjálp og aðstoð við björgunarstörf í öðrum löndum og aflað þannig dýrmætrar reynslu sem komið getur að gagni við náttúrurhamfarir eða önnur áföll hér á landi." Ólafur Proppé sagði að í sveitinni yrði hópur fagfólks sem kann til verka og er reiðubúið að fara á vettvang í öðrum löndum þegar alvarleg áföll verða. Tilgangur- inn væri ekki síst sá að læra meira um skipulag og fram- kvæmd björgunarstarfa við erf- iðar aðstæður. Tilnefnt verður í samstarfsráð Landsbjargar og RKÍ fljótlega. Undanfarin ár hefur verið unnið að undirbúningi stofnunar al- þjóðabjörgunarsveitarinnar og hafa samtöldn verið í sambandi við aðila erlendis vegna þessa máls. í tilefni stofnunar Lands- bjargar og undirritunar sam- starfssamningsins við RKI komu hingað til lands fulltrúi frá UNDRO (Neyðarstofnun Sam- einuðu þjóðanna) og fulltrúi frá NASAR (Bandarísku björgunar- samtökin), auk lögreglustjórans yfir Grænlandi. Samvinna er lykilatriði Landsbjörg vill eiga gott sam- starf við alla sem vinna að hjálp- arstarfi og mannúðarmálum, eins og Rauða kross íslands og Slysavamafélag íslands. Sama á við um Almannavarnir ríkisins, lögregluyfirvöld, Landhelgis- gæslu og aðrar opinberar stofn- anir. í lögum Landsbjargar er kveðið upp úr um það að landsamtökin nýju starfi í tengslum við Banda- lag íslenskra skáta. Samvinna og sjálfstæði em lykit- hugtök í starfi Landsbjargar. Áhersla er lögð á sjálfstæði ein- stakra sveita. Landssambandið á að starfa fyrir aðildarsveitimar en ekki öfugt. Með sameiningu Landssambands hjálparsveita skáta og Landssambands flug- björgunarsveita var stofnað nýtt samband sem ber hag aðildar- sveitanna fyrir brjósti og vill efla frumkvæði þeirra. Stofnsveitir Landsbjargar em allar aðildar- sveitir fyrrgreindra samtaka, svo og Björgunarsveitin Stakkur í Keflavík og Björgunarfélag Vest- mannaeyja, sem er elsta björg- unarsveit landsins. Alls em þetta þrjátíu björgunarsveitir víðsvegar að af landinu, meðyfir 2000 félaga, þar af 1.200 virka í starfi, sem er mikið þegar litið er til þeirra krafna sem gerðar em til inntöku í þessar sveitir. Innan vébanda Landsbjargar starfar Björgunarhundasveit íslands, sem og Hjálparsveit skáta Ilafn- arfirði, sem ávallt er í viðbragð- stöðu með sporhunda sína. Öll þjálfun verður eftir þeim kröf- um sem Björgunarskóli Lands- bjargar setur. Skátaforinginn óskar nýju samtökunm velfamaðar í starfi. SKÁTAFORINGINN -15

x

Skátaforinginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.