Skátaforinginn - 01.12.1991, Qupperneq 27
UR STARFINU
Frá rltst|érn
Sökum plássleysis neyddist rít-
stjóm Skátaforingjans að feUa
niður eftirtaldar greinar sem
áttu að birtast í blaðinu að þessu
sinni: Á FERÐ UM LANDIÐ -
Umfjöllun um skátafélagið á
Þórshöfn, SKÁLAPISTILL - kynn-
ing á skátaskálanum Fluga í
Borgarfirði, YFIR HAFIÐ - Grein
um skátastarf í Svíþjóð, HJÁLP-
ARSVEITIR SKÁTA - UmfjöUun
um Hjálp>arsveit skáta í Vest-
mannaeyjum, SUMARBÚÐIR í
HÁLFA ÖLD - umfjöUun í máU
og myndum um starfið í sumar-
búðum skáta s.l. sumar.
Hlutaðeigandi aðilar eru beðnir
velvirðingar á þessu en úr þessu
verður bætt í næsta blaði.
Með kveðju, ritstjóm.
Ný ársskírteini
BÍS hefur nú gefið út ný ársskír-
teini og taka þau gildi nú í upp-
hafi starfsársins. Félög eru beð-
in að panta tímanlega og er tek-
iðvið pöntunum áskrifstofu BÍS
í síma 91-23190 alla virka daga
frákl. 13.00 til 16.00 (Sigurður).
Sumarbúðir skáta
Sumarbúðir skáta hafa nú lokið
50. starfsári sínu. Forstöðu-
kona sumarbúðanna var Laufey
Gissurardóttir en hún veitti
sumarbúðunum einnig for-
stöðu s.I. sumar. Laufey starfar
nú fyrir Björgunarskóla LHS.
Nær 400 böm tóku þátt í fjöl-
breyttri og skemmtilegri dag-
skrá sem starfsfólk sumarbúð-
anna bauð upp á nú í sumar og
vom þau öll mjög ánægð. Nú í
sumar sem endranær var fötluð-
um bömum gefinn kostur á að
sækja sumarbúðimar. Hefur
það mælst vel fyrir og hafa þessi
böm jafnan fengið mikið út úr
dvölinni að Úlfljótsvatni.
SJálfboðaliðar áskast
Sjálboðaliðar óskast í fjölbreytt
verkefni fyrir BÍS. Fjölbreytt og
skemmtileg verkefni. Nánari
upplýsingar gefur Helgi Eiríks-
son framkvæmdastjóri í stma 91-
23190.
Stáru skálarnlr
Ef þig vantar skála
fyrir fiokka eða sveit
þá hefur þú nú snarlega
lokið þinni leit.
Hafðu bara samband,
já hafðu af okkur not:
Lækjarbotnar, Amarsetur
- eða Dalakot.
Við höfum skálann sem þig vant-
ar. Allar nánari upplýsingar á
skrifstofu BÍS í síma 91-23190.
Starfsmaftur áskast
Skátafélagið Vífill óskar eftir að
ráða starfemann í hlutastarf.
Um er að ræða húsvörslu og
fjölbreytt verkefni tengd félag-
inu. Nánari upplýsingar fást hjá
Þór eða Karli í síma 91-41609.
Nýr f starfsráá BÍS
í september s.l. lét Ellen Habe-
kost af störfum í starferáði BÍS
en hún hafði setið sem fulltrúi
SSRíráðinu. Stjóm SSRsldptaði
Guðfinn Pálsson úr Skjöldung-
um í hennar stað. Guðfinnur
hefur hafið störf með ráðinu.
íbi & Kim
Eins og fram kemur á síðum
blaðsins hefur BÍS gefið út
stórgóða leikjabók sem heitir
ÍBÍ & KIM. Bóldn inniheldur
134 fjölbreytta leild og á
vafaLítið eftir að koma skátum að
góðum notum í starfinu.
ÍÞRÓTTA- 0G
TÓMSTUNDARÁÐ
“Öll kennsla ■ skáta-
starfi á að fara sem
mest fram í leikjum,
æfingum og
keppnum11, sagði
Baden-Powell í fyrstu
skátabákinni.
SAMVINNUHNÚTURINN
Sveitar- eöa flokksleikur, inni.
Efni/áhöld: Hnútabönd, helmingi færri en skátarnír.
Það krefet stórkostlegrar snilldar að binda hnút - a.m.k. ef það
er gert á eftírfarandi hátt: Skátamir eru paraðir saman og
hvert par hefur eitt band, sem annar skátínn heldur á í hægri
hönd en hinn í þeirri vinstri. Lausu höndinni halda þeir fyrir
aftan bak. Foringinn nefnir einhvem hnút og hvert par fyrir
sig reynir að hnýta hann á bandið. Meira að segja fióknustu
hnúta má binda á þennan hátt og getur það orðið ansi
skemmtilegt.
Lcikinn má þyngja með því að setja þá reglu að ckki megi tala
saman og ef það reynist ekki nógu erfitt geta skátamir staðið
t hring þannig að hver skáti bindi tvo hnúta í einu - í samvinnu
við sinn hvom aðilann.
HJÓLBÖRUHNÚTURINN
Sveitarleikur, úti
Efni/áhöld: Einar hjólbörur og 10 hnútabönd.
Skátamir raða sér í flokkaraðir. Fyrsti fiokkurinn fær afhentar
einar hjólbörur og tíu hnútabönd. Einn úr flokknum sest upp
í börumar og hefur böndin meðferðis. Því næst á flokkurinn
að keyra þann sem í hjólbörunum er ákveðna leið, sem
gjaman má vera ójöfn, en á meðan á sá sem í þeim situr að
binda sem flesta mismunandi hnúta. Svo tekur næsti flokkur
við og svo koll af kolli uns allir hafa loldð keppninni. Við
stigagjöf skal bæði taka tillit til tímans og svo fjölda mismun-
andi hnúta. Gjaman mega vera fleiri en einn hnútur á hverju
bandi.
HUGMYNDA-
SMIÐJAN
UMSJÓN: INGIBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR
SKÁTAFORINGINN - 27