Bændablaðið - 01.08.1987, Qupperneq 4

Bændablaðið - 01.08.1987, Qupperneq 4
4 Bændablaðið — BÚ ‘87 HÆNA TIL AÐ SNÚA HESTUNUM - og bændur í útigrillinu inga í sama kassann. Fiskarnir verða í kerjum útivið og loðdýr- in inni í húsi en ekki öfugt og alltumkring afurðir þessa bú- penings, — pels, skinn og fatn- aður úr kanínuhárum. Við höf- um ekki fregnað hvort narta megi í laxinn í kerjunum en okk- ur er lofað að villisilungur verði hjá Markaðsnefndinni, — ef einhvern langar í fisk. Annars er ómögulegt að lifa bara á snöpum og matarbetli og séð við því með veitingasölu í Um helmingur þjóðarinnar sótti landbúnaðarsýn- ingarnar 1947 og 1968. Ef aðsókn verur viðlíka þá gætu 120 þúsund manns átt eftir að leggja leið sína í Reiðhöllina. Þar verður líka margt að sjá, — mjaltir kvölds og morgna, uppboðsmarkaður með hross, grillveislur á vegum bænda og héraðsvökur öll kvöld. Þarna verður líka hægt að smakka á brauði sem er úr 70% íslensku korni, sjá nýjustu tækni til aflífunar loðdýra, kynnast uppskriftum helstu matreiðslumanna landsins, glápa á fugla- bjarg í anddyrinu og skoða sextugan International Vaff fjórir traktor. Bændablaðið ætlar að bjóða gestum að smakka „smyglaða skinku" og bera hana saman við íslenska framleiðslu... Fáksheimilinu. Eldfjallið margfrœga í smíðum. Það verða tvennskonar hænur á útisvæði, — jafnvel fleiri teg- undir. Annarsvegar þessar sem verpa og svoleiðis og hinsvegar tékkneska hestasnúningsvélin Hænan sem er ætluð til að snúa heyi (en ekki hestum) og hlaut nafngiftina fyrir það að hún sparkaði aftur fyrir sig. Og á sama svæði verða herfi og plóg- ur frá Ólafsdal, fyrsti landrover- inn og líklega sá elsti Willys jeppi landsins. Það verða líka ný tæki á staðnum, — tækniundur mörg. Samkeppnin hörð eins og vill vera í allri sölumennsku. Kaup- félag Skagfirðinga og Boði bít- ast til dæmis um þá sem ætla að kaupa rafmagnsgirðingar. Boði með nýja tegund plaststaura en norðanmenn með tréstaura úr útlöndum sem ekki leiða raf- magn! f\ laugardaginn kemur ætlar bóndinn á Daðastöðum í Þing- eyjarsýslum að sýna fólki hvern- ig á að smala fé með þremur úr- valsgóðum smalahundum. Að kvöldi sama dags verða bændur úr stjórn Félags sauðfjárbænda við útigrillið og við eigum held- ur von á að þeir grilli fjallalömb, unglömb og alls ekki svínakjöt. Það ætla aftur á móti starfs- bræður þeirra úr stjórn Félags svínabænda að gera kvöldið eft- ir og eins víst að allir þessir sitji núna heima og æfi sig á útigrill- inu. Þeir sem bara skipta við fagmennina geta leitað inn í Reiðhöllina og hitt þar að máli kjötiðnaðarmenn í bás Mark- aðsnefndar og á sama stað verða matreiðslumeistarar helstu veit- ingahúsa landsins og setja hlut- ina saman eftir sínum fínustu uppskriftum. En Sláturfélag Suðurlands sem átti áttræðisaf- mæli um daginn heldur upp á það í Víðidal og sýnir okkur bæði kjötvinnslu, kjötflokkun og vinnslurás kjöts á vegum kjötiðnaðarmanna. Það verður kjöt víðar. Kjöt- miklir tuddar verða kirfilega bundnir á bás og einhver sagði að þetta væru stærstu naut landsins, orðin þriggja vetra sem er feykilegur aldur nútil- dags þegar greyin eru skorin að lokinni sæðistöku tveggja vetra. Ef einhver hefur áhuga á að ávarpa þessa höfðingja þá heita þeir Spori og Stakkur og eru frá Hvanneyri. Refir, minkar, eldisfiskar og kanínur verða í búri eða búrum því ekki hafa menn látið sér detta í hug að setja þessa pen- Anddyrið skoða menn síðast því í fyrstu atrennu flýta þeir sér inn á miðjan völl og sjá ekki að það er fuglabjarg í dyrunum, — suðrænt blómayfirbragð yfir næsta nágrenni og skammt frá baðstofa, smalavöllur og yfir- litssýning yfir sögu búnaðar- samtakanna allt frá því mektar- menn stofnuðu Suðuramtsins húss og bússtjórnarfélag fyrir 150 árum síðan. Úr baðstofunni og gulnuðum söguheimildum færist landslagið nær nútíma og endar í tölvudeild en sú bylting er lengra komin í íslenskum landbúnaði en víðast hvar, — kýrnar hér eru tölvufærðar, ref- ir, kindur en ekki kettirnir. Meira að segja hestar eru tölvu- færðir og það þykir sumum fylkingum hestamanna hið versta mál. Hvað um það, — í tölvudeildinni á BÚ ’87 verður Lrftu við hjá okkur Rafmagnshandverkferi frá Pereles; borvélar, slípirokkar og fleira. r • Isaga

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.