Bændablaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið — BÚ ‘87 HF HAMAR tekur þátt í BÚ ’87 og er þar með sýningarað- stöðu bæði inni og úti. Til að kynnast fyrirtækinu og þeim nýjungum sem þeir bjóða uppá í dag var rætt við Guðmund G. Kristinsson sölustjóra landbún- aðardeildar. HAMAR: ... í takt við HF HAMAR var stofnað árið 1918 og verður þvi 70 ára á næsta ári. Allan þennan tíma hefur fyrirtækið verið mikið tengt landbúnaði og að mörgu leyti haft áhrif á þróun í notkun tækja til landbúnaðar. HF HAMAR hefur áratugum saman ver- ið með umboð fyrir viðurkennd tæki eins og DEUTZ dráttarvélar, BAAS ámoksturs- tæki, KRONE heyvagna tætara skítadreif- ara flaghefla plóga vagna og rúllubindivél- ar, NIEMEYER HEUMA sláttuvélar hey- þyrlur stjörnumúgavélar og GRUSE niður- setningarvélar. DEUTZ dráttarvélin var til margra ára mest selda vélin hér á landi, en síðustu ár hefur hún verið í þeim verðflokki (vegna óhagstæðs gengis DM) að fáir af þeim sem hafa viljað hafa getað fjárfest í henni. Á móti þessu kemur nýtt lánakerfi sem HF HAMÁR hefur verið að kynna á þessu ári, og gefur bændum möguleika á að fjárfesta í vönduðum tækjum frá DEUTZ, KRONE, BAAS, HAGEDORN, GRUSE og NIEMEYER, og er sú fjárfesting mjög hag- kvæm þegar til lengri tíma er litið. Miklar breytingar hafa átt sér stað í rekstri HF HÁMARS undanfarin ár, og á síðasta ári keypti HF HAMAR fyritækið STÁLSMIÐJUNA HF og Eutti allan verk- stæðisrekstur sinn i húsnsæði STÁL- Hamar er fyrirtœki sem byggir á sterkum grunni, — Guð- mundur G. Kristinsson sölustjóri. SMIÐJUNNAR. Aðalástæða þessara kaupa var að flytjast nær höfninni til að efla skipaviðgerðir og þjónustu við sjávarútveg- inn. í dag vinna hjá þessum fyrirtækjum um 140 manns. Söludeild HF HAMARS hefur að undan- förnu verið að kynna margskonar nýjungar og má þar t.d. nefna nýja dráttarvél sem nefnist TORPEDO. Vegna þeirra miklu breytinga sem orðið hafa í landbúnaði, hafa skapast þar miklir erfiðleikar og fjárfest- ingamöguleikar þar því minni, sem sýnir sig í því að sífellt stærri hluti seldra tækja kem- ur frá austantjaldslöndum. Þessar dráttar- vélar eru útbúnar með hljóðeinangruðu húsi með hávaðamörkum neðan við 82 db og öllum venjulegum búnaði sem tíðkast á dráttarvélum í dag, eins og loftpúðasæti, vinnuljósum framan og aftan, frambrett- um, 6 vökvaúrtökum, öflugu vökvakerfi og Lrttu við hjá okkur Tæki og búnaður til viðhalds og viðgerðarstarfa. r Isaga

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.