Bændablaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 11

Bændablaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 11
Bændablaðið — BÚ ‘87 11 Magnús Sigsteinsson framkvæmdastjóri BÚ ’87 tekinn tali: FÓLK FÆR MIKID FYRIR PENINGINN! „Kostnaðurinn er einhversstaðar í kringum 20 milljónir og þá er ekki talið það sem einstakir sýnendur leggja í sina bása. Þetta er bara það sem þarf að setja upp á vegum sýnenda sem eru Búnaðarfélag ís- lands, Framleiðsluráð, Markaðsnefnd, Stéttarsamband bænda og Landbúnaðarráðuneytið. Það er ekki stefnt að því að þetta verði gróðafyrirtæki en þetta verður að standa undir sér...“ Bændablaðið tók framkvæmdastjóra BÚ ’87 tali; Magnús Sigsteinsson heitir hann og starfar sem ráðunautur í byggingum og bútækni en hefur nú haft í nógu að snúast við að koma BÚ ’87 á laggirnar. Fundurinn ályktar, að stefna samtakanna hljóti að höfða til manna hvar í flokki sem þeir standa, enda styðji þau engan stjórn- málaflokk sérstaklega og telji félaga sína og stuðningsfólk frjálst að skipa sér hvar í flokk sem það kýs. Landsfundurinn Ieggur á það þunga áherslu, að Alþingi samþykki að láta kjósa stjórnlagaþing, er setji lýðveldinu íslandi verðuga stjórnarskrá og bendir á störf á veg- um samtakanna sem mikilsvert framlag þar til. Landsfundurinn telur, að sem allra fyrst verði að vinna því form og fylgi að lands- hlutasamtök sveitarfélaga fái aukið vald yfir sínum sérmálum og tilsvarandi hlutdeild í samfélagstekjum hvers svæðis. Mætti hugsa sér sem byrjunar áfanga, að innan tveggja ára hafi um helmingur samfélagsumsvif- anna komist „heim“. Fundurinn skorar sér- staklega á þingmenn í öllum stjórnmála- flokkum, sem lýst hafa fylgi við aukið landshlutavald, að standa við stóru orðin og styðja þessar tillögur.“ Ekki á móti Reykjavík Að lokum þetta: í Rómverjasögu er sagt frá keppinautum þeirra, Púnverjum og höfuð- borginni Kartagó. í letur er fært að Róm- verjinn, Cató gamli, lauk jafnan ræðum sín- um, sem voru margar, þannig: „Að síðustu legg ég til að Kartagó verði lögð í eyði.“ Sumir bera sér í munn að samtökin um jafn- rétti milli landshluta séu á móti Reykjavík og vilji gengi hennar sem minnst. Þetta er hin mesta fjarstæða. Við erum aðeins and- stæðingar ranglætis. Flestir — landsbyggða- menn og Reykvíkingar — gera sér þess grein, að hvorugur getur án hins verið, ef vel er, og margir Reykvíkingar eru áhugasamir félag- ar samtakanna. Sjálfsagt gæti borgin um stundarsakir staðist án bakhjarls í byggð. — Um stundarsakir — en hversu lengi eftir að hafa glatað gimsteinum þeirra sérkenna, sem gera fólk að þjóð. Það er spurn. Sam- búð okkar við landið „allt“ mold þess og mið, harðbýli þess og blíðu, fegurð þess — hrikalega eða smágerða — er sá aflvaki og brýning, sem gerir okkur að merkum félaga í fjölskyldu þjóðanna. Ef ég héldi margar ræður og endaði þær með áþekku stefi — gæti stefið verið: Erfiðleikarnir, sem mæta þér eru ekki aðalatriði heldur hvernig þú snýst við þeim Mætum þeim með bjart- sýni og kjarki og leitum í félagi þeirra leiða, sem öllum koma til nokkurs þroska. Hlöðver Þ. Hlöðversson. — formaður S.J.L. Björgum, S-Þing. Landbúnaðarsýningin sem nú er haldin er talin fjórða alvöru landbúnaðarsýningin sem haldin hefur verið. Sú fyrsta var í Reykjavík 1921, næsta 1947 og sú þriðja 1968. í annan tíma hafa verið búvörusýning- ar; á Selfossi 1974 og í Reykjavík 1984. Þá var haldin búfjársýning löngu fyrir minni elstu manna, árið 1874. Það er lika 19. aldar atburður sem er tilefni sýningarhaldanna nú. 28. janúar 1837 stofnuðu bændur Suðuramtsins húss- og bústjórnarfélag og af því félagi er núverandi félagskerfi Búnað- arfélags íslands sprottið. En hvernig getur sýningin staðið undir sér...? „Við tökum leigugjald af sýnendum og svo kemur eitthvað inn með aðgangseyri. Það er ógerningur annað en að rukka að- gangseyri á svona sýningu því einhver verður að bera þennan kostnað. Ég held líka að fólk fái mikið fyrir peninginn, með allri þeirri matvælakynningu sem hér verður, skemmti- atriðum, nýjungum og fólki gefst kostur á að kaupa landbúnaðarvörur á vildarverði og smakka... Það er til dæmis meiningin að vera með heljarmikla grillveislu fyrstu helgina þar sem stjórn Félags sauðfjárbænda grillar eitt kvöldið og svo kemur stjórn Félags svína- bænda annað. Þessutan verður grillað öll kvöld þegar veður leyfir... Við reiknum með að hafa flestallar teg- undir af kjöti nema hvað fuglabændur treystu sér ekki til að vera með.“ Starfsmannafjöldi á sýningunni, — hvað verður margt? „Ef við tökum allt með þá verða aldrei færri en 200 starfsmenn. Sýningarstjórnin ræður 30 manns til vinnu rneðan á sýning- unni stendur auk þess sem einhver Ijöldi verður í búvörukynningum. Síðan verða sýnendur með geysilegan starfsmanna- fjölda.“ Fiskeldi Bændaskólinn á Hólum óskar eftir sérfræðing (fiskeldi. Verk- efni: Kennsla — rannsóknir — leiðbeiningar. Umsóknir sendist til landbúnaðarráðuneytisins f. 1. september n.k. Landbúnaðarráðuneytið, 5. ágúst 1987.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.