Bændablaðið - 01.08.1987, Side 16

Bændablaðið - 01.08.1987, Side 16
16 Bændablaðið— BÚ ‘87 Þjónustuskrá vegna BÚ ’87 VIHHUEFTIRLIT RlKISINS Administration of occupational safety and health BLÓMAIVIIÐSTÖÐIN HF. RÉTTARHÁLSI 2-110 REYKJAVIK Vinnueftirlit ríkisins starfar að því að koma í veg fyrir slys og heilsutjón á vinnustöðum í landi. Markmiðið er að öryggi, hollustuhættir og aðbúnaður á vinnustöðum sé í sem bestu lagi. Fyrir bændur og aðra atvinnu- rekendur í landbúnaði hefur Vinnueftirlitið m.a. gefið út leiðbeiningabæklingana: — Öryggi við notkun dráttar- véla — Öryggi við notkun drif- skafta. Vinnueftirlitið hefur skrif- stofur á Akranesi, ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Egils- stöðum, Hveragerði, Keflavík og Vestmannaeyjum. Auk eftirlits á vinnustöðum annast Vinnueftirlitið m.a. leið- beiningar, mælingar og prófan- ir. Aðalskrifstofan er í Bilds- höfða 16, Reykjavík, simi 672500. Fyrirtækið Fínull var stofnað 1. desember á síðasta ári og eru stærstu hluthafar Álafoss, Byggðastofnun, Landssamband kanínubænda og Kanínumið- stöðin Njarðvíkum. Fínull rekur verksmiðju til úrvinnslu á kanínufiðu sem notuð er i fatn- að sem fyrirtækið framleiðir. Verksmiðjan sem keypt var í Þýskalandi er mjög sérhæfð og sú eina sinnar tegundar sem get- ur spunnið jafn fínan þráð úr fiðunni og notaður er í fatnað Fínullar hf. Á BÚ ’87 kynnir fyrirtækið fatnað sinn og gæði angóraullarinnar. Fínull hf. óskar Búnaðarfélagi íslands til hamingju með 150 ára afmælið og veglega Landbúnaðarsýn- ingu. Bjóðum alla velkomna í bás okkar á sýning- unni. Japanirnir tveir ásamt fulltrúa bœndastéttarinnar; Margréti Jóns- dóttur húsfreyju á Nýhöfn í Melasveit. Aðalritstjóri Sekai Nippo, Yoshiaki Kinoshito er vinstra megin en Haruo Takebayshi yfirmaður Sekai Nippo í London er til hægri. Blómamiðstöðin er stærsti hlekkurinn í sölu og dreifingu blóma í blómaverslanir landsins og á stóran þátt í því að neytend- ur um allt land eiga núorðið greiðari aðgang að blómum en áður. Blómamiðstöðin hefur og mesta og lengsta reynslu í með- ferð og sölu blóma. Ætíð er hlutast til um að selja sem vandaðasta vöru, enda sér Blómamiðstöðin daglega um að nálgast afurðir hjá sínum fram- leiðendum. Verslanir og neyt- endur geta því ávallt treyst á gæði blóma frá Blómamiðstöð- inni. Skógtækni sf. er fyrirtæki, sem býður tæki og tækni til trjá- og skógræktar. Fyrstu árin eru trjánum erfiðust. Því einbeitum við okkur að tækni, sem örvar vöxt trjánna fyrstu árin og tryggir afkomu þeirra. Meðal þess, sem við bjóðum eru trjáhlífar og ördropadælur. Trjáhlífar auka vöxt trjá- plantna, vernda þær fyrir beit, illviðrum og illgresi. Ördropa- dælur eru létt, lipur og mikilvirk tæki til illgresiseyðingar og fara sparlega með efni. Með öllum vörum fylgja ítar- legar leiðbeiningar á íslensku. Um tækniþjónustu sér Þorberg- ur Hjalti Jónsson skógfræðing- ur í síma 91 18798. Sölustjóri er Guðbjörg Jónsdóttir í Vest- mannaeyjuin í síma 98 1500. BÆ&DAISLAÐIÐ Bændablaðið selur áskriftir að blaðinu á sýningunni og for- svarsmenn blaðsins verða á staðnum til þess að ræða við gesti og gangandi. Þarna er því kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja koma gagnrýni og ábend- ingum á framfæri. Að Bændablaðinu stendur nokkur hópur ungs fólks sem stofnað hefur með sér óform- legan félagsskap undir nafninu Bændasynir, — en frumkvöðl- arnir eiga þá nafngift allir með réttu. Blaðið er málgagn lands- byggðasjónarmiða og óvæginn vettvangur umræðu um land- búnaðar og landsbyggðarmál. Félagið Bændasynir er ekki á neinn hátt tengt félagskerfi landbúnaðarins eða stórfyrir- tækjum sem tilheyra landbún- aðargeiranum. Við reiknum með að bjóða gestum okkar útlenska skinku í bás okkar á BÚ ’87, — einhvern tíma á seinniparti sýningarinn- ar. Vertu velkominn í básinn. P.S. Við buðum Samtökum um jafnrétti milli landshluta að vera með okkur í bás, — enda mál- staður beggja sá sami! HEIMSPRESSAN Á BÆNDAFUNDI Japanir tveir unnu nafnspjaldahappadrætti sem efnt var til meðal erlendu fréttamann- anna sem hingað komu vegna fundar Reag- ans og Gorbashovs í fyrra. Vinninginn tóku þeir út fyrir skemmstu með endurkomu upp til íslands og dvöl á einum af bæjum Ferða- þjónustu bænda. Þeir Haruo Takebayashi og Yoshiaki Kinoshita voru á Nýhöfn í Melasveit og sátu matarboð Bændasamtak- anna á Hótel Sögu. í ferð um landið komu þeir meðal annars við í Hvalstöðinni í Hvalfirði þar sem þeim bauðst að skera sér hráan hval, nýdreginn að landi og bragða gómsætið á staðnum. Jap- anirnir tveir vinna hjá einu af tímaritum Sekai Nippo, — annar er aðalritstjóri í Tókíó en hinn yfirmaður útibús í Lundún- um.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.