Bændablaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 21
Bændablaðið — BÚ «87 21 FOÐURFRAHILEIÐSLAN HEIM í SVEITIRNAR - segir Þórarinn Lárusson forsvarsmaður Heimaöflunar á BÚ ’87 „Með tilkomu byggs í heykögglagerð bænda þá er komið innlent kolvetnisefni í fóðrið. Þetta hefur vantað og ef menn kæmust núna í svoldið ræktunarstuð þá þurfum við ekkert erlent fóður í búskap- inn. Með fiskimjölinu höfum við það besta eggjahvítufóður sem hægt er að fá og kögglunin breytir heyinu í kjarnfóðurígildi. Menn geta kögglað allt sem er eftir í hlöðunni að vori og sett svo inn að nyju Viðmælandi Bændablaðsins er Þórarinn Lárusson til- raunastjóri á Skriðuklaustri og forsvarsmaður þeirra aðila sem eru með svokallaðan Heimaöflunarbás á BXJ ’87. Með byggrækt og fær- anlegum heykögglunarsamstæðum bænda er sá draumur í augsýn að bændur geti fóðrað gripi sína alfarið á heimafengnu íslensku fóðri, — fyrir minni útlagðan kostnað. Getur heimafeng- iðfóður; hey, bygg og örlítið af fiski- mjöli leyst fóður- innflutninginn af hólmi? Upphafið að heykögglagerð heima á bændabýlum má rekja til umræðu norður í Eyjafirði um 1970ogþangað kom fyrsta vél- in 1974. Veruleg framleiðsla hófst þó ekki fyrr en um 1980 og síðan hefur hún tekið stórstígum framförum og er þekkt meðal æ fleiri bænda. Frumkvöðullinn var Stefán Þórðarson í Teigi í Eyjafirði sem setti hey- kögglunarsamstæðu sína á bílpall og hefur síðan kögglað fyrir bændur fyrir norðan. Þrír aðilar aðrir fylgdu í kjölfarið; Heima- fóður hf. í Húnaþingi, Mýrdalsfóður í Vest- ur-Skaftafellssýslu og Heykögglar hf. á Austurlandi. Á 7 árum hafa þessir fjórir að- ilar kögglað tæp 14000 tonn hjá 400 bænd- um og hefur heykögglagerðin farið ört vax- andi seinni ár. Það eru þessir fjórir aðilar sem hafa tekið sig saman um sýningarbás á BU ’87 og réðu Þórarinn Lárusson sem nokkurskonar framkvæmdaaðila þessa, enda einn þeirra manna sem gerst þekkir tii þessarar starfsemi í landinu. Jafnframt hey- kögglagerðinni verður íslenskri byggrækt gerð nokkur skil í sama bás og í þeim rækt- unargeira á merkileg þróun sér stað . . . íslenskt byggbrauð „Byggrækt hér á landi er ennþá lítil og markaðurinn er alls ekki fullur. Byggið er bæði notað í skepnufóður með heyköggla- gerðinni og í brauðgerð,“ sagði Þórarinn. Islenskt byggbrauð verður einmitt kynnt í bás þeirra Heimaöflunarmanna. Það er Hermann Brydde bakarameistari sem bakar það en hann hefur selt þessháttar brauð um nokkurt skeið og við nýlega athugun sem hann lét gera á hráefninu hjá efnarannsókn- arstofu NABISCO í Bandaríkjunum var lokið miklu lofsorði á þessa íslensku land- búnaðarafurð. Samkvæmt þeim heimildum sem Bændablaðið hefur, annar takmörkuð framleiðsla alls ekki þeim markaði sem hér er fyrir þessi íslensku heilsubrauð. En von- andi fá allir að smakka á sýningunni! Byggræktin er mest sunnanlands, í Fljóts- hlíð, Landeyjum og á Þorvaldseyri. Auk þess sem þegar er nefnt er talsverður mark- aður fyrir bygghálm vegna svepparæktar en sveppirnir eru látnir vaxa í hálminum. „Víða úti er mjög mikil byggrækt. Þar nota menn þetta meðal annars í blómakransa og líka sem eldsneyti. Svo er hægt að köggla byggið saman við hey, — það er allt til í dæminu,“ sagði Þórarinn. Föðureiningin á 8 krónur En borgar þetta sig, — er heimaöflunin samkeppnisfær við aðfengið niðurgreitt fóður að utan? „Hagfræðidæmið er ekki alveg uppgert, — en það segir sína sögu að þeir sem láta köggla fyrir sig eru þeir sömu og gengur mjög vel í búskap. Þessir menn fá líka hag- stæðar tölur útúr þessu en verkun heysins skiptir líka mjög miklu máli. Ef heyið er toppverkað þá eru heykögglarnir mjög vel sambærilegir við annað kjarnfóður. Á Skriðuklaustri og Möðruvöllum eru núna gerðar tilraunir með fóðurgildið og við erum að fá fyrstu tölur sem lofa mjög góðu um niðurstöðuna . . . En hvort þetta sé samkeppnisfært við nið- urgreitt útlent fóður, — það er vafalaust hægt að segja að þetta brölt borgaði sig ekki. En heimaaflahugtakið í búskap þýðir að menn ganga í gegnum ákveðna þróun, — þetta verður fastur liður í búskapnum að búa á þennan hátt og í eðli sínu samkvæmt ódýrara. Búskapurinn verður óháður sveifl- um erlendis frá og við styðjum við byggða- stefnu. Það má greiða talsvert fyrir það. Það er þessvegna nær að miða við þessi sjónarmið heldur en það hvort þetta borgar sig alveg krónulega, núna meðan verksmiðj- urnar eru ennþá í þróun og að ná sér uppí það að geta boðið framleiðsluna mjög ódýra. Samkeppnisstaðan ræðst líka af skattlagningu á innflutta fóðrinu og því hvernig menn vilja verðleggja umframhey. Segjum til dæmis að bóndi þurfi 1000 hestburði af heyi fyrir sinn búskap en reyni síðan að tryggja sér 200 hestburði umfram til öryggis þá er framleiðslukostnaður vegna þeirra heyja ekki nema rúmlega áburðar- verðið. Segjum þessvegna að heyverðið séu 3 kr. á kíló og kögglunarkostnaður getur hæg- lega komist niður í 2,50 á kílóið. Þá er kíló- verðið 5,50 en fóðureiningin svarar 1,5 kg. Hún er því á um 8 krónur meðan fóðurein- ingin í aðkeyptu kjarnfóðri er á um 20 kr. Þá á eftir að reikna kaupið en mér sýnist að menn geti reiknað sér ansi gott kaup við þetta.“ Þeir sem ekki nenna að hugsa „Þetta er ekki mjög sterkt kjarnfóður en byggið gæti breytt því dæmi töluvert. Það er aftur á móti sammerkt með öllum heima- afla og sjálfsnægtarbúskap að hann er alltaf flókinn. Þeir sent ekki hugsa og ekki leita leiðanna heldur miða sinn búskap við að komast sem auðveldast frá öllu til hugar og sálar, — slíkum mönnum hentar ekki heimaöflunarstefnan. Leiðbeiningarþjónustan þarf að láta meira til sín taka í þessu og ef að það væri í auknum mæli horfið til þessara leiða þá yki

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.