Bændablaðið - 01.08.1987, Qupperneq 13

Bændablaðið - 01.08.1987, Qupperneq 13
Bændablaðið — BÚ ‘87 13 Fóðurverksmiðja ístess á Krossanesi. Hún getur framleitt 1200 tonn af fiskeldis- og loðdýrafóðri á ári. ístess á Akureyri: STÆRSTIR A ISLANDI ístess á Akureyri er stærsta fóðurverk- smiðja fiskeldis og loðdýraræktar í land- inu og markaössvæðiö er stærra, — telur Færeyjar einnig. Norðlendingar hafa náö forskoti framyfir aðra og ætla nú að kynna árangur sinn í sýningarbás á BÚ ’87. Auk fóðurs selur Istess allskyns rekstrarvörur til fiskeldis og tækjabúnað, veitir ráðgjöf til þeirra sem hyggja á fisk- eldi og aðstoðar við uppbyggingu stöðva. „Það er talsvert um að bændur hringi og spyrjist fyrir um fiskeldi og stór hluti okkar vinnu því að leysa úr vandamálum þeirra sem eru að gera upp hug sinn. Bændur eru líka stórir viðskiptavinir okkar i Ioðdýra- fóðrinu og allmargir eru byrjaðir í fiskeldi,” sagði Pétur Bjarnason hjá ístess í samtali við Bændablaðið. „Okkar þjónusta er eng- an veginn bundin við Norðurland,” bætti Pétur við. „Við erum ekki síður með við- skiptavini fyrir sunnan og dreifikerfi okkar býður upp á það að flestir viðskiptavinir okkar geta verið komnir með vöruna heim til sín daginn eftir að þeir hringja.” Að ístess á Akureyri standa meðal annars KEA, Krossanesverksmiðjan sem hefur ver- ið brautryðjandi í framleiðslu gæðafiski- mjöls um langt skeið og þriðji aðilinn er T. Skretting a/s í Stavanger sem er stærsti þjón- ustuaðili fiskeldis á Norðurlöndum. Tess fóður T. Skretting verksmiðjanna er vel þekkt meðal bæði fiskeldis og loðdýra- bænda. í Reiðhöllinni í Víðidal verður ístess með- al annars með fiskeldisfóðrara til sýnis og kynnir ýmis stærri tæki svo sem úthafskví- ar, tækjabúnað til að verka eldisfisk, slátur- línu og margt margt fleira. Verðum með fiskeldisfóðrara í Reiðhöllinni og kynnum stcerri tæki svo sem úthafskvíar og sláturlínu, — Pétur Bjarnason markaðs- stjóri Istess hf. Lrttu við hjá okkur Allt til logsuðu 09 logskurðar. r Isaga i ♦

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.