Bændablaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið — BÚ ‘87 BÆNDABLAÐIÐ — BÚ ’87 150 ára afmæli búnaðarsamtakanna: Þetta blað er aukablað okkar um sýninguna BÚ ’87 sem Bændablaðið tekur þátt í. Áskrifendur fá þetta blað með 3. tölublaði en aðrir fá þetta blað sent sérstaklega en geta hringt ef þeir hafa áhuga á að gerast áskrifendur og fengið þá aðalblað 3. tbl. Að þessu blaði unnu allir þeir sömu og getið er í blaðhaus 3. tbl. en auk þess Einar Benediktsson, Hjarðar- haga í Eyjafirði sem er líka sér- stakur starfsmaður Bænda- blaðsins á BÚ ’87. Ritstj. og ábm. Bjarni Harðar- son. Bændablaðið Sími 91—17593 Pósthólf 5403 125 Reykjavík Söguútgáfa og afmælisfundir Landbúnaðurinn er siðmenningin Landbúnaðurinn er lífið sjálft. Þess vegna finnst borgarbúanum svo endurnœrandi að koma ísveitina. Bóndinn er lífgandi afl, sem rœkt- ar og kemur lífverum tilþroska. En hann varðveitir á sama hátt leyni- þráð menningarsögunnar á jörðinni. Hlutverk hans er göfugt og stórbrotið. Landbúnaður er upphaf menningarinnar áþessari jarðkúlu. Sjálft orðið menning á alþjóðatungum: CULTURE, — KULTUR osfrv., — þýðir ekkert nema RÆKTUN. Ogþar voru árstíðasveiflur sem komu syngjandi rœktendum og búfjáreigendum á sporið við Níl, Indus, Jangtsekíang, Efrat og Tígris. Þarna upplaukst stjörnufræðin og tímareikningurinn — og þar með allur reikningur. Seinna dröttuðust á eftir siglingar, bókmenntir og myndlist. Sumum finnst tölvuvœddir búreikningar sumra íslenskra bœnda lítið skylt við hámenningu fornþjóðanna. En grundvöUurinn er hinn sami: Tökum skal náð á ávexti jarðar. Öðrum finnst íslenskir góðbœndur bara vera framkvœmdastjórar í litlum matvœlaverksmiðjum en ekki dæmigerðir bændur, ekki nógu smáir, gamaldags eða skrítnir. Almenningur hefur oft fengið brenglaða mynd af nútímabóndanum á Islandi. En það er sama sag- an íflestum héröðum: Stórfelldar framfarir í jarðrækt, kynbótum og tækniþekkingu hafa stundum í besta lagi verið dæmdar bruðl og of- fjárfesting. Staðreyndin er hins vegar sú að við eigum í landinu harðsnúið lið sveitafólks sem kann til verka við þessar norðlægu aðstæður, vinnur mikið og nær stórfenglegum árangri. Vísindamennirnir hafa hjálpað okkur að læra á gæði landsins og bústofnana. íslensk menning er enn bœndamenning. Reyndar segja Frakkar hið sama: Frönsk menning er bœndamenning. Þeir þykjast hafa stundað landbúnað lengur en aðrir í okkar heimshluta og vita hvað þeir syngja. Þess vegna er opinber stefna Frakka í málefnum jaðar- byggða og sveita ótvírœð: Þetta má aldrei undir lok líða. Þeir eru ekki einir ábáti. Flestallar Evrópuþjóðir skynja hinn djúpa undirtón lífs- ins og siðmenningarinnar í sveitum sínum. Þeirsem íbráðrœði höggva til íslensks landbúnaðar beina prikum sínum að lífinu sjálfu. Ólafur H. Torfason Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins Búnaðarsamtök á íslandi eru 150 ára í ár og er Landbúnað- arsýningin BU ’87 haldin af því tilefni. Sömuleiðis verður efnt til fræðafundar í minningu Halldórs Pálssonar þar sem þekktir erlendir búfjárfræðing- ar tala og núna á laugardaginn 15. kemur Búnaðarþing saman til sérstaks hátíðarfundar. Á Búnaðarþingið sem byrjar klukkan 14:00 og er í Súlnasal Sögu koma fjölmargir gestir, innlendir og erlendir og má meðal annars nefna að þar verða fulltrúar allra Norðurlandanna. Flutt verður og rædd sér- stök þingsályktunartillaga um málefni land- búnaðarins núna. Að því loknu fundarhlé og hefst hinn eiginlegi hátíðarfundur eftir hléið þar sem landbúnaðarráðherrar og ýmsir gestir flytja ávörp. Að því loknu eru bornar fram veitingar fyrir opnu húsi, — uppúr klukkan 16:10. Minningarfundur um Halldór Pálsson verður haldinn í ráðstefnusal Bændahallar- innar dagana 18. og 19. ágúst og þar verður fjallað um ýmsa þætti sauðfjárræktarinnar. Sem kunnugt er var Halldór Pálsson heims- þekktur vísindamaður á sviði sauðfjárrækt- ar auk þess sem hann leí málefni landbún- aðar til sín taka í starfi búnaðarmálastjóra og víðar. Loks er þess að geta að í tilefni afmælisins er nú unnið að útgáfu sögu búnaðarsamtak- anna allt frá stofnun Sauðuramtsins húss og bústjórnarfélags 1837 og munu gestir BÚ ’87 kynnast því verki nokkuð í sögudeild sýningarinnar.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.