Bændablaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 31
Bændablaðið — BÚ ‘87 31 Fóðurblandan á BÚ '87: FISKELDISFOÐUR OG HVEITIMYLLUBYGGING Fóðurblandan hf. er eitt fjöl- margra fyrirtækja sem kynnir starfsemi sína á Landbúnaðar- sýningunni í Víðidal. Fyrirtæki þetta hefur vaxið mikið undan- farin ár og rekur í samvinnu við sænska fóðurfyrirtækið Ewos fullkomnustu fóður- blöndunarstöð í landinu þar sem framleitt er fóður fyrir all- an búpening, — jafnt kindur, kýr og fiska í kerjum. Þessi nýja stöð býður líka upp á ýmsa möguleika sem ekki þekktust áður í fóðurfram- leiðslu hérlendis... ...til dæmis sprautað harðfeiti inn í fóðrið og blandað sér stakar tegundir fyrir bænd- ur. Tölvubúnaður verksmiðjunnar býður uppá rúmlega 60 tegundir af blöndum og það er hægt að bæta fleirum við eftir óskum hvers og eins. Með harðfeitinni er orka fóð- ursins aukin og Hjörleifur Jónsson fram- kvæmdastjóri kvaðst hafa það eftir kú- bændum sem nota slíkt fóður að það minnki átið þó svo að afurðirnar verði síst minni. Hveitimyllan er það nýjasta hjá Fóður- blöndunni, — hún var tekin í notkun í síð- asta mánuði og nú kaupa bakarar íslensk- framleitt fóður til brauðgerðar. Aðspurður um það hvað verður einkum uppi á sýningunni sagði Hjörleifur að þar verði hægt að fá allar upplýsingar um Fóð- urblönduna, samstarfið við Ewos í fiskeldis- fóðri og hveitimyllubyggingu. Svo verður sýnishorn af fóðri á staðnum, — þó ekki í heilum sekkjum! Heilsusamleg hlýindi Hlýr og notalegur nœrfatnaður fyrir alla, ekki síst fyrír þá sem hafa trú á lœkningamœtti náttúrunnar sjálfrar, þvivitað erað Ice- land angora — Fínullarfatnaður örvar blóðrásina. Hollustuáhrif þessa nœrfatnaðar koma hvað greinilegast iljós þeg- ar hann er notaður til að ráða bót á ofkœlingu, liðagigt, vöðva- bólgu, nýmaverkjum og gigt. Létt og loftmikil Angóraullin er léttasti náttúruþráðurinn, sem notaður er í nœr- fatnað. I þrœðinum eru óteljandi lofthólf sem saman mynda eins konar einangrunarhlíf, þannig að yfirborðshiti húðarinnar helsl stöðugur. A sama hátt hleyþir angóraullin líkamsrakanum út og húðin and- ar þin óhindrað án þess að yfirborðskœling eigi sér stað. Þessu má líkja við innbyggt, fullkomið hitastilli- og loftræstikerfifyrir líkam- ann, sem allir geta eignast og haft full not af, hvar og hvenœr sem er. Notaleg hitastilling Iceland angora — Fínullarnœrfatnaður — er nœrfatnaður fyrír þá, sem vilja láta sér líða vel og vemda líkamann gegn kulda og umhleyþingum (íslensks veðurfars). Nœrfatnaður úr angóraull œtti einkum og sér í lagi að gagnast fjallgöngumönnum, standveiðimönnum, sjómönnum, bygginga- meisturum og iðnaðarmönnum, bœndum, náttiíruskoðendum, atvinnuljósmyndurum, siglingaköþþum og alls konar íþrótta- mönnum. Athugið!Mikilvœgt erað klœðast Iceland angorafyrírsvefninn svo að hvorki lœkki líkamshitinn né blóðstreymið hægist meðan sofið er. Umhirða: Vélaþvottur: — 30° C ullarþvottur — fyllið vélina i mesta lagi til hálfs og hafið mikið vatn — notið ekki mýkingarefni Handþvottur: — 30° C — notið mikið vatn, vindið hvorhi né nuddið notið ekki mýkindarefni — skolið rœkilega Þurrkun: þeytivindið hristið flikina vel til og leggið til á sléttan flöt strauið ekki Það er eðlilegt að flikur úr angoraull flusist ögn ífyrstu þvottum en það hœttir fljótlega.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.