Harpan


Harpan - 01.04.1937, Blaðsíða 9

Harpan - 01.04.1937, Blaðsíða 9
H A R P N A Þegar Franz Schubert komsi í söngkórinn. Fyrir rúmum hundrað árum átti heima I borginni Vín, í Aust- urríki, drengur að nafni Franz Schubert. Hann heyrði oft ynd- islega tóna, sem enginn hafði áður heyrt. Hann átti þá sjálfur, ef svo má að orði kveða, og alla æfi sína fékst hann við að skrifa niður þessa fögru tóna, sem sungu sig inn í sál hans. Faðir þessa drengs var fátæk- ur skólakennari. Börnin voru mörg og oft skorti bæði föt og fæði. Stundum var varla líft í litla húsinu fyrir kulda, því að þá vantaði peninga til þess að kaupa fyrir eldiviðinn. Einn dag, þegar Franz litli var 12 ára gamall, stóð hann, ásamt fleiri drengjum, í stóra safnum í Konunglega Tónlistaskólanum í Vínarborg, og ætlaði, ásamtþeim, að ganga undir próf í söng. Þeir drengjanna, sem stæðust prófið, skyldu fá að syngja í söngkór keisarans. Ekki nóg með það, þeir fengju líka ókeypis kennslu í tónlist og fallegan einkennis- búning, allan settan gylltum borð- um og hnöppum. Franz varð að komast í körinn, því að auk alls þess, sem hér er talið, var einn- ig von á tveim máltíðum á dag í þokkabót, Drengirnir, sem ásamt Franz biðu þarna, gerðu sér heldur en ekki dælt við hann. Fyrst og fremst var hann nú ósköp tötra- lega klæddur, svo var hann bæði feitur og stirður, en útyfir tók, að hann hafði þykk gleraugu og var eins alvarlegur á svipinn eins og hann hefði þegar fallið við prófið. Franz hafði orðið að vinna mik- ið heima og var óvanur að leika sér við drengi á sínum aldri. Þetta gerði hann feiminn og ó- framfærinn, hann gat ekkert sagt, og drengirnir hrintu honum og drógu óspar dárt að honum og gömlu fötunum, sem voru snjáð og slitin, en þó sérstaklega gler- augunum, og kölluðu hann fjör- eygða strákinn. Á endanum kom röðin að Franz að syngja. Þetta var nokk- uð, sem hann kunni. Nú var hann ekki lengur feiminn. Fullkomlega róglegur söng hann með sinni skæru rödd hið fallega einfalda lag, sem notað var við prófið. Þá lét kennarinn hann synjjja erfiðara lag. Aftur söng hann hreint og skært. Erfiðari og erf- iðari viðfangsefni fékk hann, og hann söng af svo miklum skiln- ingi og innileik, að kennarinn, gat varla trúað því, að hann 37

x

Harpan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.