Harpan


Harpan - 01.04.1937, Blaðsíða 32

Harpan - 01.04.1937, Blaðsíða 32
A R P A N Sundhöllin Eftir Helga Hjörvar Börnin góð! Nú þessa daga hafa Reyk^ík- ingar fylgt Páli Erlingssyni sund- kennara til gralar, en Páll kenndi Reykvikingum og eiginlega ís- lenzku þjóðinni að synda. Þegar hann byrjaði að kenna voru sundlaugarnar í Reykjavík ekki annað en stór moldarpollur. Seinna voru laugarnar hlaðnar upp með grjóti, og enn seinna var farið að athuga það, að vatn- Við vígslu sundhallarinnar. ið af þvottinum í þvottalaugun- um rann allt í sundlaugarnar. Loks var þessu breytt, svo að ekki var látið renna nema alveg hreint vatn í sundlaugarnar. Þeir Reykvíkingar, sem nú eru að verða aldraðir menn, lærðu að synda í moldarlaugunum, þegar þeir voru litlir drengir, og fyrst lengi var þar ekki einu sinni 60 neitt húsaskjól til að klæða sig úr og í. Þegar strákarnjr voru hræddir um að skúr gerði með- an þeir væru í lauginni, þá tróðu þeir fötunum sínum undir þúfu og breiddu úlpuna sína yfir, til þess að þau vöknuðu ekki í skúr- inni. Oft var þá lítið um hand- klæði, og það var stundum kalt að bíða eftir því, að maður þorn-

x

Harpan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.