Harpan


Harpan - 01.04.1937, Blaðsíða 36

Harpan - 01.04.1937, Blaðsíða 36
H A R ofninum okkar getur orðið of mikill. Það mun ekki heilsusam- legt að sitja í meir en 15—18 stiga hita, og gæta verður þess vel, að loftræsting sé í góðu lagi og loft ekki of þurt i herberginu. Verði hitinn mjög mikill, hefir hann þau óhrif á hin lífrænu efni loftsins, að þau verða viðarkola- kennd og af því stafar svækja og óloft. Og varla verður sagt, sérstaklega í bæjum og borgum, að kolareykurinn, sem gegnsýrir andrúmsloftið, sé til hollustu eða þrifa. Yfir Reykjavík liggur reykur- inn stundum sem dimmt ský. Væntanlega lýða eigi mörg ár, þar til jarðhitinn hefir útrýmt honum og skapað hér einhverja heilnæmustu höfuðborg á jörðu. Enn skortir marga í bæjum og byggðum landsins, holl- ustu hæfilegrar hitunar. Von- andi nálgast sá tími hröðum skrefum, að nýtt verði sem bezt hið játðhitaða vatn og að beyzlaðar verði ár og fossar, svo að allur landslýður megi búavið þægindi, yl og ljós hinna hvítu kola. Mar/. •Magnússon. Kaupendur eru vinsamlega beðnir að tilkynna strax öll van- skil, svo að hægt sé að leiðrétta þau — og athuga hvernig á þeim stendur. Úlgef. P A N Til kaupenda Harpa hefir við ekkert annað fjármagn að stiðjast en áskrifta- gjöld kaupenda. Aítur á móti er það nauðsynlegt. Að blaðið geti ávallt staðið í skilum við prent- smiðju og myndagerð, og pappír þarf blaðið að geta pantað sjálft til þess að fá hann sem ódýr- astan. Það eru því vinsamleg til- mæli okkar, að þeir kaupendur, er það geta, greiði blaðið fyrir- fram. En við höfum ákveðið, að að einnig þeir, er erfitt eiga með fyrirframgreiðslu, skuli fá blaðið, því að við vitum, að , allir, er unna Hörpu lengra lífs og meta hana framtíðarvirði, munu við fyrsta tækifæri greiða áskriftar- verð hennar — en síðasta gjald- daga höfum við hugsað okkur í september. Harpa er fjölbreytt — en hún þarf samt að verða strengjafleiri. í hana vantar, t. d. íþróttadálk, og þátt sérstaklega sniðinn fyrir telpur. En eigi jlarpa að geta bætt við sig ffeiri stréngjum, þarf hún að stækka og verða 20 síður mánaðarlega auk kápu. þessi stækkun myndi hafa nokkurn kostnað í för með sér — En við viljum alls ekki hækka verð blaðsins. Við viljum að allir geti keypt það og staðið í skilum viðþað. Við viljum vinna kostnaðinn upp í auknum kaup- endafjölda' Og eftir þeim óvenju vinsamlegu viðtökum, sem Harpa é4

x

Harpan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.