Harpan - 01.04.1937, Side 17

Harpan - 01.04.1937, Side 17
H A R um misheppnað uppeldi æsku- lýðsins. Þessi skipting milli skóla og heimila, pannig að skólinn ann- ist nám barnsins að öllu leyti, en heimili sjái um pað að öðru leyti og beri ábyrgð á pví, sem kallað er uppeldi pess, að mestu án afskipta skölans, er með öllu fráleit. Skólinn má ekki láta barnið afskiptalaust á neinu sviði. Umhyggja fyrir heilsu barnsins verður að haldast í hendur við uppeldi á sviði siðferðis og pekk- ingar, og takmarkið er, að veita barninu proskaskilyrði sam- kvæmt pess eigin eðli og upp- lagi, ekki hitt, að ná sama pekk- ingarmarkinu fyrir öll börnin. Nú er pað að vísu álit nýjustu uppeldisfræðinga, að grundvöllur- inn að skapgerð barnsins sé lagð- ur fyrir 7 ára aldur, og lífsstefn- an að mestu ákveðin. Ábyrgðin lendir pá fytst og fremst á heim- ilunum, sem annast börnin fram að peim tíma að öllu leyti. Er pað efni svo stórfelt, að ég treysti mér ekki að ræða um pað í pess- um fáu línum. En á hitt vildi ég benda, hvílíkur vandi hvílir á skólanum, sem taka á við börnun- um 7 ára, frá margvíslegum heimilum, sem hafa á mjög mis- munandi veg leyst af hendi upp- eldisstarf sitt, fram að pessu ald- ursskeiði barnsins. Virðist pað liggja í augum uppi, að skólinn má sízt af öllu verða að stein- gerfðri vél, sem reynir að skila P A N öllum börnunum sem líkustum hverju öðru, og miðar par aðal- lega við ákveðna pekkingu, sein aldrei er annað en einn páttur af mörgum í lífi proskaðs manns. Það er mikil framför og gleði- efni öllum peim, sem er pað ljóst, að hvert barn á heimtingu á að proskast samkvæmt eigin eðli og uppeldi, að vinnubrögð skólanna verði fjölpættari með hverju ár- inu, sem líður. Barn, sem er frá- bitið bóknámi, getur nú ef til vill fengið starfsprá sinni og hæfileik- um fullnægt í handavinnu eða teikningu. ípróttirnar geta orðið aðaláhugamál priðjaflokksins o. s. frv. Eftir pví sem börnin koma yngri í skólann, verður skólinn meir og meir að taka á sig snið heimilis, sem mætir öllum pörf- um og þrám barnsins, og beinir peim inn á sem heppilegastar brautir. Eitt af pví, sem ég tel mest athugavert í núverandi skólafyrir- komulagi hér á landi er pað, hvað mörg börn eru höfð saman í bekk. Ekki fyrst og fremst vegna kennslunnar, heldur vegna pess, að erfitt verður fyrir kenn- arann að komast í nægilega náið samband við hvert barn. Og til pess að ná peim árangri í skóla- starfinu, sem ég hér hefi talið að stefna beri að, er slik pekking kennarans og samband við hvert einasta barn — undirstöðuatriði. Adalbjörg Sigurðardóltir. 45

x

Harpan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.