Harpan - 01.04.1937, Page 19

Harpan - 01.04.1937, Page 19
H R P N A. Nei, þetta hefðum við aldrei átt að gera“, sagði hann. „Nei. ólánslega fór nú þessi sjóferð“, umlaði Ulrik Löver. En Níels hvíslaði lágt: „Bara víð komumst nú heim“. Langur og raunalegur tími leið, en loks þaut Hennig á fæt- ur: — „Sjáðu þarna!“ Þeir litu allir upp og sáu bát þar skamt frá: „Hó-ó — hæ-æ — hjálp!“ Fjórum skipum rænt. Þessi sjóferð veitti þeim vin- um hvorki heiður né frægð. Þeir fengu þá refsingu að vera lokaðir inni í stofu, og þar fengu þeir margar alvarlegar áminning- ar. Héldu þeir kannske, að for- eldrar þeirra hefðu ekki nóg af raunum, þó að þeir ekki færu að bæta þar við, sagði fólkið. Og hvað þetta uppátæki þeirra var framkvæmt á aulalegan hátt! Ef Englendingar hefðu náð í þá! „O-o-ho! hvað það hefði verið gaman!“ gall Ulrik við. Faðir hans, Löve kaupmaður, setti upp alvörusvip. „Jæja dreng- ur minn, svo þú heldur, að’ það hefði verið gaman! O-o nei, ég er hræddur um að reyndin hefði orðið önnur. Það er nú þannig, að þar er engin vægð. Þú kvart- ar undan ílengingum hér, en tíu sinnum verra hefði það orðið þar, en — hm. Það hefði e. t. v. orð- ið þér samt fyrir beztu, óþægð- aranginn þinn“, A „En, kæri pabbi, gættu þess, að landið er í hættu“. „Landið í hættu! Já, það er neyð i landinu, en það lagast nú án hjálpar svona stráhvolpa“. A svipaðan hátt var talað til þeirra í skólanum. Eini kennar- inn, sem virtist skilja þá var Porsing gamli magister. Hann horfði lengi á þá, þegar hann heyrði skýrt frá atburðunum. „Ja- há, drengir mínir, ég skil ykkur vel, en slíkt má ekki eiga sér stað, og þetta megið þið aldrei gera aftur. Setjum svo, að þið hefðuð komizt til Danmerkur, ykkur hefði samt ekki heppnast að koma heim með svo mikið sem eina skeppu af korni“. „Við höfðum þó peninga, hr, magister“. Þeir peningar hefðu nú hrokk- ið skammt handa Jótunum. Hvað haldið þið að ein tunna af rúgi muni kosta? Jú, hún kostar hvorki meira né minna en eitt hundrað ríkisdali. Það er meira en sparibaukar ykkar hafa að bjóða!“ Porsing magister gat loks kom- ið drengjunum í skilning um, hve tilgangslaust það væri fyrir þá að ferðast til Danmörkur í slík- um erindagerðum. Það þurfti hrausta menn til slíkra ferða og ógrynni fjár. Að lokum sagði Porsing: „Þið vaxið, drengir, og sá tími kemur, að föðurlandið hefur gagn af ykkur. Þroskið 47

x

Harpan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.