Harpan


Harpan - 01.04.1937, Blaðsíða 29

Harpan - 01.04.1937, Blaðsíða 29
H A R sagði ellina sjúkdóm. Dr. H. P. undirstrikaði það og kvað lífið allt eiga að vera stöðugan vöxt og framför. Einstaklingurinn eigi ávallt að leitast við að auka þroska sinn — efla rökhyggju, auka þekkingu sína, leita njvrra sanninda, vera vakandi. Líkaminn þarf að vera hraust- ur og heilbrigður. Honum til þroska og viðhalds eru íþróttir ágátar, ásamt afneitun áfengis og tóbaks. Þessi er skoðun dr- Helga. Samkvæmt þessu hefir hann lifað, þrátt fyrir veikindi og ýmsa örðuleika- Árangurinn er sá, að hann enn er maður á bezta aldri, þótt 65 ár séu að baki. Fyrir jarðfræðirannsóknir sínar er dr. Helgi heimsfrægur, og hefir jarðfræðin áreiðanlega mikils misst, er dr. Helgi lagði hana á hilluna. Síðan hefir hann gefið sig að rannsóknum drauma og heim- spekilegum efnum — og er kunn- ur sem rithöfundur. Harpa óskar dr. Helga enn langra lífdaga og mikils starfs. Pabbo-drengur. „Pabbi, pabbi minn, pabbi“ segir hann Steini. .Komdu nú‘ komdu nú inn. Komdu nú, vinurinn eini. Þegar ég er orðinn stór, elti ég þig um bæinn. fylgi þér út í kirkjukór, og hvert, sem þú ferð á daginn“. Geturðu lært visuna? P A N Móðurmálið Frh. II. Börnin héldu áfram til skógar- ins. Þau urðu að vera komin aft- ur fyrir myrkur. Berin máttu þau þó ekki tína of snemma, því að þá litu þau ekki eins vel út. Þrátt fyrir hádegishitann, sem aðrir kvörtuðu undan, voru þau glöð og kát eins og þau ættu heiminn allan- Þau vissu að í skóginum var forsæla. Þau vissu vel, hvar safaríkustu berin uxu. En það var nú samt ekki ávallt svo auðvelt að fylla krukkurnar, joví að það var lítið af fallegu, dimmrauðu safaríku berjunum, en grænu og ljósrauðu berin var svo erfitt að selja. Fiðrildin sviíu yfir glógulum skógarblómum og mjúkum mos- anum — og þarna í kjarrinu glit- raði á undurfalleg blá blóm. Sól tók að lækka á lofti, og þau kepptust við að tína. Ber höfðu þau ekki smakkað. — Fyrst varð að fylla krukkurnar. „Lára, sjáðu, nú er ég búinn að fylla mína krukku!“ hrópaði Haraldur glaður- Lára litla roðn-' aði af sneipu. Krukkukrílið henn- ar var ekki nema hálft. Hún leit bænaraugum á bróður sinn, og hann skikli hana þegar. „þú ert þreytt Lára. Ég er líka miklu stærri og sterkari en þú- , Þú skaltgæta minnar krukku og 57

x

Harpan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.