Harpan - 01.04.1937, Side 14

Harpan - 01.04.1937, Side 14
H R P A A kaupmanna. Stíll peirra er mjög ólíkur, enda er Jjarna að sjá öll helztu afbrigði í byggingarlist 600 ára — frá 1100—1700. Og það er einmitt Jjessi fjölbreytni forms og stíls, er fyrst og fremst veitir Canal Grande svip og fegurð, sem enginn gleymir, er séð fær, þótt nöguð sé tímans tönn. Þess- ar glæstu hallir hafa nú skipt um hlutverk. Nú á þar aðsetur iðnrekstur, verkstaéði og skrif- stoFur o. s. frv. En eigi að síður gefa þær ljósa hugmynd um, hvérnig aðall og auðjötnar Fen- eyja hreiðruðu um sig á veldis- tímum borgarinnar, þegar hún var brú milli Evrópu og austur- landa. — A mestu veldistímum hennar, um 1400, er talið að íbú-jj ar hennar hafi verið 200,000. Gondólar okkar líða áfram með hátíðlegum hljóðleik. Rökkrið er að breiða blæju sína yfir borg- ina og gerir hana æfintýralegri — dularfyllri. Fram úr rökkrinu stiga liðnar kynslóðir — miðalda- glæsileikur og grimmd — menn- ing — ómenning. Ferð okkar uin Canal Grande er lokið. Við leitum uppi hina frægu Ca d’Oro höll, sem byggð var i byrjun 14. aldar í gotnesk- um*) stíl, og nú er eign hins opinbera. Þar er nú vel virt mat- sala — og þar snæðum við að þessu sinni. Maginn er farinn að *) Gotneski stíllinn átti uppruna sinn i Norður-JYakklandi um miðja 11. öld. 42 heimta sitt, þvi að við lifum ekki fremur á sögnum og minjum far- innar frægðar en brauði einu saman. Við gistum síðan í glæsG um miðaldasölum og dreymir drauma um miðaldalíf. Sólin hellir geislum sínum gegn- um heiðblámann og laugar borg- ina yl og birtu. — Það er aftur morgunn. Við fáum leiðsögu til Markús- artorgsins eða „Piazza di San Marco“. Síðan um 800 — eða þrem aldarfjórðungum áður en hófst íslandsbyggð — hefirMark- úsartorgið verið hjarta Feneyja. Þetta forna, fagra torg hefir um aldir verið hátíðasalur F'eneyja undir opnum himni. Er það allt jlagt mislitum marmara af miklu listfengi. Önnur skammhlið torgs- ins markast af „San Marco“ — Markúsarkirkjunni — með allri sinni töfrafegurð, listaverkum, óhófi og skrauti. Til hennar var safnað úr ýmsum áttum og á ýmsan hátt öllu því fegursta og sjaldgæfasta, er komizt varð yfir af listaverkum. Yfir höfuð dyrum kirkjunnar standa fjórir brons- hestar. Þeir eru herfang frá Kon- stantinopel, er hún var unnin 1203. Slík er saga fleiri líkneskja og listaverka, er kirkjuna skreyta ytra og innra. Ivirkjan er byggð í austurlenzkum og germönskum stíl með mörgum turnum og hvolfum. Að innan er hún steind og gyllt og að öllu hin fegursta. Enda stóð smíði hennar lengi og

x

Harpan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.