Tónlistin - 01.03.1942, Blaðsíða 26
,‘58
TÓNLISTIN
1803. ^819 var þaö flutt frá Innrahólmi
o" í ViSeyjar-kirkju, þar sem á þafi var
leikið við guðsþjónustur fram til ársins
1827, er Magnús andaðist. Er helzt svo
að sjá, sem hljóðfærið hafi verið flutt
utan aftur, þar sem enginn kunni með
það að fara, og segir þó Jón Espólín,
að Magnús hafi kennt öðrum meðferð
þess (Ara Sæmundsen umboðsmanni á
Akureyri?). Auk Melstaðarkirkju kem-
ur snemma stofuorgel að Arnarbæli og
að Möðruvöllum, og 1881 er talið, að til
séu um 30—40 hljóðfæri í íslenzkum
kirkjum. Mjög mikill munur er á hinum
ýmsu sóknum að viðbragðsflýti, er um
svo mikið framfaramál var að ræða sem
hljóðfærastuðning og -forystu í kirkju-
söng. Um 1890 kemur fyrsta kirkju-
orgelið að Borg á Mýrum, og höfðu þá
ýmsir ýmugust á hinu nýja tiltæki; og
haft er eftir bónda einum þar i sveitinni,
að honum hafi likað miður, þá er farið
var „að troða guðsorðið með fótunum".
í Setbergskirkju i Eyrarsveit mun fyrst
hafa komið hljóðfæri (harmóníum) um
1920. Fyrsta orgelið i Dómkirkjunni í
Reykjavik var pípuorgel; var það sett
upp árið 1840, og hefir siðan verið leikio
þar á orgel við allar kirkjuathafnir, að
undanteknum þeim tima, er orgelverkið
var sent utan til aðgerðar, 1859—iSðo.
Nesjakarl.
Norðurland hefir löngum haft sér-
stakt orð á sér fyrir allálitlega söng-
rækt, eins og hinn fyrsti íslenzki söng-
skóli Jóns biskups Ögmundssonar á Hól-
um staðfesti þegar á öndverðri 12. öld.
Akureyri hefir og löngum staðið fram-
arlega i söngviðleitni landsmanna; þar
var stofnaður söngskóli 1863, og 1923
rís þar upp músíkskóli, undir forystu
Kurts llaesers frá Dortmund í Þýzka-
landi. En Sunnlendingar hafa heldur
ekki látið sitt eftir liggja.
Síðastliðið sumar flutti Gunnar Bene-
diktsson erindi um Eyrarliakka. Hafði
hann þau orð um Eyrbekkinga, sam-
kvæmt heimild séra Ólafs Magnússonar
i Aruarliæli, að þeir myndu fyrir og eftir
síðustu aldamót hafa alið með sér blóm-
legast tónlistarh'f á landinu, en á Eyrar-
bakka höfðu margir niðjar Bergs i
Brattholti gegnt forsöngvarastörfum
um langan aldur og gera enn.
Fyrir 34 árum var ég tvo vetur kenn-
ari í Gaulverjabæjarhreppi i Árnessýslu
og spilaði einnig við Bæjarkirkju. Ég
kenndi meðal annarra liæja á Loftsstöð-
um, en þar bjó, og býr enn, sönghneigt
fólk af Bergsætt. Við húslestra þar á
bænum var sungiS þríraddað og leikið
með á fiölu; fiðluleikiun annaðist roskin
kona á heimilinu, dóttir bóndans, en ég
lék á smáorgan, er ég átti og hafði meö-
feröist. Litlu síðar útvegaði ég heimili
þessu stofuorgel og kenndi þremur ung-
lingum að leika á það. Siðan hefir verið
haldið uppi söng við Bæjarkirkju frá
þessu heimili, og oftast nær hefir organ-
istinn líka verið þaðan. Er tæplega hægt
að hugsa sér öllu ákjósanlegri heimilis-
söng, þríraddaðan með fiölu-undirleik
og organspili. Að sjálfsögðu vann allt
heimilisfólk á T-oftsstöðum venjulega
erfiðisvinnu, eins og gerist til sveita, en
sönghneigðin var samt svo máttug, að
hún náði að dafna við lítt örvandi skil-
yröi.------Og bréfritarinn lýkur oröum
sínum á þessa leið :
Við erum íslendingar og eigum að
hlúa að öllu, sem íslenzkt er. Hinir, þ.
e. útlendingarnir, sjá um sig og sína
menn. Ef við sjálfir leggjum ekki neina
rækt við tónlistarviðleitni okkar, er
naumast að vænta þess, að aðrir geri
það. Þó er "sjálfsagt að viðurkenna, að
útlendingar hafa skrifað hlýlega um við-
leitni vora.
Hafnfirðingur.
Heiöraði ritstjóri!
í fyrsta hefti tímarits yðar liafið þér
tekið til umræðu tónlistarlíf Reykjavík-
ur og gert þar nokkrar athugasemdir,
sem mér finnst ástæða til þess að ræða
nánar, og þykir mér það vissulega vera
í anda hins nýja rits að taka mál þetta
til athugunar.