Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 17

Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 17
TÓNLISTIN 7 og líkist hinni sífelldu hringrás lifs- ins sjálfs. Annað vinsæll söngfyrirkoniulag var liið svonefnda „quodlibet“, seni tiðkaðist frá því á 15. öld og þýðir eiginlega „það sem manni þóknast". Var það fólgið í því, að hópur manna söng samtímis ýmis lög, sem féllu al- veg saman hæði i samhljómi, hljóð- falli og lengd. Var þá um að gera að liafa sem flcst lög' á takteinum og revna að sjá í hendi sér, livort unnt mundi að samhæfa þau í söng. Vakti það oft mikla kátínu meðal söngfólks, þegar byrjað var á tveim- ur eða fleiri lögum, og alll virtist ætla að falla ljúflega saman, en skyndilega rákust svo laglínurnar saman í hinum óhugnanlegasta mis- hljómi og mynduðu eftirminnilegan þverhrest í hinni unaðslegu sam- sfillingu. Þegar þetta kom öllum að óvörum, urðu menn lostnir undrun og efasemd i fvrsta skipti, en við siðari endurtekningu voru menn hrvnjaðir gegn þcssari óvæntu inn- rás misræmisins. Þetta geta menn sjálfir sannprófað með því að syngja saman hinn þekkta menúett eftir hæ- heimska tónskáldið og píanistann Dussek og hið alkunna danslag „Komdu og skoðaðu’ i kistuna mína“. Hina einu quodlibet-svrpu, sem gefin hefir verið úl hér á landi, er að finna í Söngbók hins íslenzka stúdentafélags 1894, brennivíns- bókinni svokölluðu, sem var fyi-sta söngbók íslenzkra stúdenta yfirleitt. Eru þar prentuð saman fjögur lög, er öll eiga að hljóma samtímis, tvö fyrir kvenraddir, Væri ég orðinn ógnarlangur áll og Nú er frost á Fróni og tvö fyrir karlaraddir, Vppi á himins bláum boga og Do you see the cat, cat, cat, sem nú er oftast sungið við textann Ach, du lieber Aúgustin. Er einkar ánægjulegt að syngja þessa syrpu, og er þá ætlazt til þess, að raddirnar skipti inn- bvrðis um lög, svo að allir fái einu sinni að rifja upp hvert lag. Síðan má finna fleiri lög, sem falla inn í þennán ramma, og bæta þeim við og auka þannig fjölbreytnina. Skaði er það, að útgefendum bók- arinnar hefir láðzt að tilgreina höf- unda að eða heimildir fvrir lögun- um. Tvö þeirra hafa verið tekin upp i söngvasafn okkar, og ennþá arka þau ófeðruð manna á milli, án þess að vitað sé deili á uppruna þeirra. Lagið Nú er frost á Fróni hefir og orðið að þjarma svo að ljóðinu, til þess að það félli að taktskiptingu hinna laganna, að mikil hraglýti er að, ef samræma á ljóðstafasetningu og rétta áherzluskipun í söng. Þetta mætti kannske kalla söngleyfi, og er það aðeins réttlætanlegl i þröngri takmörkun quodlibet-samrunans; en ef vikið er frá þeirri tilhögun, krefst textinn ])ess, að aðal-hljóð- fallsþungi lagsins komi á réltar og eðlilegar áherzlusamstöfur kvæðis- ins: Nú er frost á Fróni, en ekki: Nú e.r frost frýs i æöum blóð, á Fróni, kveður kuldaljóð frýs í æðuxn blóð, Kári’ í jötunmóð, kveður kuldaljóð Kári’ i jötunmóð, eins oghin útbreiddasta litgáfa þessa lags gefur ótvirætt í skvn. Quodlibet-söngur var mikið stund-

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.