Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 32

Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 32
22 að ekki mátti greina, að við erfiðleika vœri að etja. Blásararnir, sem stundum hafa góðlátlega verið kallaðir „vandræða- börnin“ í hljómsveitinni, skiluðu sínum hlutverkum vel og skilmerkilega, svo að ég hefi ekki áður heyrt þá standa sig betur. Næst lék strengjahljómsveitin ein Eine kleine Nachtmusik eftir Mozart, að vísu skilmerkilega og með góðum sam- tökum, en þó vantaði rétt herzlumuninn, að þetta fallega verk nyti sín til fulls. Loks kom Keisaravalsinn eftir Johann Strauss, hreinræktað Vínarlag. Það ligg- ur áreiðanlega margt nær hinu þunga eðli okkar Islendiriga en léttleikinn og yndis- þokkinn í Straussvölsunum. En sá, sent hélt á söngsprotanum, er Vínarborgar- maður í húð og hár, og það bætti úr skák. Hljómsveitarstjórinn var dr.Victor Urabantschitsch; fór honum aS vanda stjórnin vel úr hendi, og hefir hljómsveit- in tekið miklum framförum undir hans handleiðslu. Baldur Andrésson. Karlakórsöngur er meðal okkar elzta konsertformið, og fer það því að líkum, að vinsældir þess eru rnjög almennar; það cr fljótskilið og aðgengilegt öllum þorra rnanna og því alþýðlegt, laglinur þess eru sléttar og felldar og fleygast sjaldnast saman á torræðan hátt. Hér er að finna ríki melódíunnar, hinnar lag- þrungnu línu einnar raddar, óumdeilan- legt að mikilvægi og gagntakandi að á- hrifamætti. Karlakór Reykjavíkur sýndi frani á sannindi þessa með ágætum flutn- ingi lagsins Þei, ])ei og ró, ró eftir Björg- vin Guðmundsson, er lýsti sem roðasteinn út úr myrkviði sundurleitrar og hvers- dagslegrar efnisskrár — sem óneitanlega bar keim af lítt þroskaðri stíltilfinningu — og getur kórinn verið stoltur af því, að enn skyldi íslenzk hugsun verða hon- um öruggasta leið til fegursta söngs. Hins- vegar leyfði kórinn af í öðru lagi sama höfundar, sem skilið á betri kynningu; skorti hér nokkuð á góða tónhæfni og samstillingu. Að öðru leyti var efnisskrá- in mestmegnis miðuð við saklausa skemmtitónlist, en heldur virðist þó alda- TÓNLISTIN mótaroðinn í kinnunum á Johann Strauss dofna i glýju hljómleikapallsins, enda mun suðrænn léttleiki naumast innlífur heimskautabúum. Einsöngva sungu mjög snoturlega Einar Ólafsson og Haraldur Kristjánsson, og Fritz Weisshappel felldi undirleik sinn liðuglega að hinum niann- sterka og raddþjálfaða kór undir vand- virknislegri og lipurlegri stjórn Sigurðar Þórðarsonar, sem eflaust hefði getað prýtt söngefnið með úrvali úr eigin penna í stað lítilvægra atriða, sem takmarkaðan áhuga hljóta að vekja ■— og mundu marg- ir hafa kunnað honum þakkir fyrir það. Píanóhljómleikar Árna Kristjáns- sonar staðfestu það, að hann skipar Cho- pin í forsæti i meðferð sinni og túlkar hann á ljósan og lifandi hátt, enda þótt hin kraftþrungnu tilþrif og stælta form Beethovens veki í sjálfu sér ennþá sterk- ari innri svörun; en hin sígilda sónata Aiozarts hefði vissulega ekki misst marks, þótt hún hefði birzt í heilu lagi, án stytt- ingar, en svona tekur hún þó karlakórs- meðferðinni stórum fram. Efnisskráin var opnuð með óperu-ballettlagi eftir Gluck, krydduðu óþarflega auðfengnum og óviðeigandi hljómlitum frá hendi Friedmans; auka þeir sízt frambærileik hinnar fölskvalausu heiðlistar, sem í raun- inni er alltaf sjálfri sér nóg. Hinn þaul- reyndi listamaður sýndi margvísleg geð- brígði í hinu breytingaríka smámynda- safni pólska pianóskáldsins og lagðist þar oft býsna þungt á árina, en enn virðist hann eiga eftir að tæma bikar Beethovens í botn og setja þar alla sína miðmögn- un og hamhleypni að veði. Styrktarfélag- ar Tónlistarfélagsins gerðu mjög góðan róm að leik Árna; en hversvegna á ekki allur þorri manna og alþýða einnig kost á að hlýða á leik tónanna, þá sjaldan tækifæri til þess bjóðast? Allir þjóðfé- lagsþegnar ættu að hafa jafnan aðgang að menntandi skemmtunum sem þessum. Árni lék einnig fyrir æsku Menntaskól- ans; tók hún honum opnum örmum og stráði yfir hann þakkarvöndum fyrir ánægjulega heimsókn í skólahúsið.

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.