Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 31

Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 31
TÓNLISTIN 21 þekkt sönglög, því aÖ meðferÖ kórsins á þeim hefÖi eflaust orÖiÖ ágæt, fyrst hann á annaÖ borð gat sýnt eitt af því „bezta, sem hér hefir heyrzt af karlakórsöng“. ÞaÖ er ekki nema gleðilegt að vita til þess, að K. I. hafi á söngskrá sinni fjög- ur kórverk, en til þess aÖ allur almenn- ingur gæti notið þeirra, hefði þurft að skýra þau á söngskránni. Sú söngskrá, sem hefir mörg og stórbrotin „verk“, er einungis samin fyrir þá menn, sem notiÖ hafa „alhliða" menntunar í tónlist, en ekki fyrir hina, sem eru lítið eða jafnvel ekkert menntaðir á því sviði. En það er ekki gott að gera öllum til hæfis — jafnt í þessum efnum sem öðrum. — Svo að ég snúi mér að samsöng Karlakórs iðnaðarmanna að þessu sinni, þá fannst mér ,,prýðileikinn“ í söngnum í engu fremri því, sem ég hafði svo oft heyrt áður hjá kórnum meðan Páll Halldórs- son var stjórnandi hans. Einna bezt lík- aði mér meðferð kórsins á tveimur smá- lögum og einu kórverki, Eg þeyti horn eftir Erahms, Hornbjarg eftir Pál Hall- dórsson og Söngur fanganna úr óperunni Fidelio eftir Beethoven. — Um leið og ég óska Karlakór iðnaðarmanna til ham- ingju með nýja söngstjórann, vil ég mæl- ast til þess næst þegar kórinn syngur opinherlega, að á söngskránni verði a. m. k. 2—3 lög, sem eru sigildir vinir al- mennings, en þyrftu á engan hátt að skerða virðingu kórsins né stjórnanda hans; því að einnig í „húsgöngununt“ svokölluðu er hægt að sýna list, ef vel er með farið, ekki síður en i hinum stærri og erfiðari „verkum“, sem eru sjálfsögð á söngskrám allra karlakóra. Okkur væri ekki síður gagnlegt að heyra alþýðulögin okkar — eða „húsgangana“ sem ég kalla — sungin af þeim íslenzka kór, sem að áliti E. Th. lætur okkur nú „hiklaust" heyra það „bezta, sem hér hefir heyrst af karlakórsöng". Það hefði farið betur á því, þar sem E. Th. lofar svo mjög í grein sinni frammistöðu Karlakórs iðn- aðarmanna „undir nýja söngstjóranum“ og talar í því sambandi um „gleðilegar framfarir", að gleyma ekki algerlega fyrr- verandi söngstjóra kórsins, einm'.ti þeim manninum, sem borið hefir hita og þunga dagsins í því starfi, að koma Karlakór iðnaðarmanna til vegs og virðingar og gera hann sambærilegan öðrurn hérlend- um karlakórunr, enda var svo komið, að K. I. undir stjórn Páls Halldórssonar hafði oftsinnis sýnt, að hann var fæi um að leysa erfið verkefni af hendi með snilld. Páll Halldórsson á miklar þakkii skyldar fyrir starf sitt sem söngstjóri Karlakórs iðnaðarmana á undanförnum árum. Vonandi á hann eftir að ryðja söngmálajarðveginn enn á ný og skila honum með sama gróanda, senr hann skil aði Karlakór iðnaðarmanna í hendur Ro- herts Ahrahams. Olivcr Guðmnndsson. Það er langt siðan Tónlistarfélagið hefir getað haldið hljómleika á skapleg- unr tíma, ef undanteknir eru kirkjuhljóm- leikar. 1 þetta sinn voru hljómleikarnir haldnir í Tripoli-leikhúsinu á Melunum, sem yfirnrenn ameríska hersins höfðu lánað félaginu af góðvild sinni. Eru þarna góð salarkynni, rúmgott hljómleikasvið, lýsingu smekklega fyrir komið, og tón- list hljómar vel þarna inni. Tónlistarhöll hér i bænum er eitt af aðaláhugamálum tónlistarmanna, og þótt það mál sé að- kallandi, þá á það sjálfsagt enn nokkuð langt í land. En væri það ekki hyggileg hráðabirgðalausn á málinu að reyna að fá þetta leikhús að ófriðnum loknum til hljómleikahalds? Lega leikhússins er sæmileg, rétt hjá Háskólanum, og það rúmar svipaðan fólksfjölda og bíóin. Eg býst við, að þetta sé mál, sem vert er að gefa gaum. Á þessurn hljómleikum Tónlistarfélagsins voru leikin þrjú hljóm- sveitarverk eftir hina klassísku ineistara, sem oft eru kenndir við Vínarborg, Haydn, Mozart og Johann Strauss. Lund- únasymfónían í C-dúr eftir Haydn var fyrst leikin, og fannst mér hún takast liezt af þeim verkum, sem þarna voru flutt. Er þetta að vísu vandasamt verk fyrir hliómsveitina, en sar.itökin voru góð, og nnn verkið liðlegr. áfrarn, svo

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.