Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 21

Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 21
TÓNLISTIN 11 verkum meistaranna, meðtaka óper- ur, symfóníur, sónötur og fjölrödd- uð kórverk sem sjálfsagðan og auð- skilinn fegurðarauka daglegs lífs, greiða götu þeirra til eftirkomend- anna, og þá standa þeir lieldur ekki ráðþrota og skilningsvana gagnvart sinni eigin samtíð. Alþýðutónlist er þess vegna dýpsta orkulind allrar tónli.starmenningar, og upp úr henni vaxa siðan snillingarnir. VII. Öll tónlist okkar hefir til þessa dags með sárfáum undantekning- um verið alþýðutónlist. Menn úr ýmsum iðgreinum og yfirleitt af öll- um stéttum liafa helgað tónlistinni frístundir sínar og þar með lagt grundvöllinn að verðandi tónlistar- starfi landsmanna. Járnsmiðir, tré- smiðir, skrifarar, kaupmenn, prest- ar og læknar hafa saineinazt um að láta í ljós þá tóna, sem þeirra tím- ar hafa mólað, og slarfsbræður þeirra Jiafa svo tekið liöndum sam- an um að flytja fólkinu hoðskap þeirra. Allt hefir þetta verið gert af einskærri ást á verkinu og eins og húast má við oft frekar af vilja en mætti. Það er því undravert, live miklu átaki löngunin ein hefir getað lyft, oft og einatt án liinnar nauðsvn- legnstu undirstöðukunnáttu. En löngunin ein saman — oft og' tíðum fáhnandi — er ekki nægilega örugg- ur leiðarsteinn, og því er jafnan liætt við neikvæðri stöðnun, ef þess- ari óljósu löngun er ekki beint inn á framfaravænlegar brautir, jafn- skjótt og stefna liennar verður reik- andi og ómarkviss. Þegar lagður er dómur á íslenzk- an tónlistarþroska, verður ætíð að hafa þetta í huga og meta nútíðina eftir því. Atvinnutónlistarmönnum nútímans hættir stundum til að hrosa meðaumkvunarbrosi eða láta í bezla lagi fallá nokkur velviljaorð, þegar minnzt er á alþýðutónlist, eins og hún væri þeim óviðkomandi og jafnvel ósamboðin. En i rauninni getur atvinnutónlistarmaðurinn ekki þrifizt þar sem engin alþýðutón- list dafnar. Langflest t. d. af lögum þeim, er út hafa komið hér á sið- ustu árum, sverja sig einmitt í ætt við ómengaða alþýðutónlist, þar sem taldir hafa verið íslenzkir höf- undar þeirra; og' er þó æði ofl álita- mál, hvort líta beri á þau sem höf- undalög, þegar höfundurinn, sem talinn er, hefir máske aðeins sam- ið þau að einum fjórða parti, þ. e. a. s. hann liefir aðeins l)úið lil lag- röddina sjálfa, eins og hann hefir raulað Iiana fyrir munni sér, fest hana eða látið festa hana á pappír og síðan fengið hana raddsetta. Margir þeir, er þannig húa til lög, leika á ekkert hljóðfæri og þekkja enga nótu, og samt er söngþörf þeirra svo rík, að þeir hika ekki við að reyna að sjmgja með eigin lagi jafnvel sum stálmeitluð stórkvæði Einars Benediktssonar. Þessi lög gera ekki tilkall til höfundarstimp- ils listræns frágangs og strangrar skólunar; í sinni vfirlætislausu, ein- rödduðu mynd eru þau sungin heint úr hrjósti islenzkrar alþýðu og eru þannig samnefnari fyrir þjóðlög tultugustu aldarinnar. Og við þurf- um að eignast mikið af þesskonar

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.