Tónlistin - 01.06.1945, Blaðsíða 10

Tónlistin - 01.06.1945, Blaðsíða 10
8 TÓNLISTIN að liann. Hún hafði mótað liann í sínum eigin anda og útilokað per- sónulegt liugsæi og eftirlátssemi við lausráðan skilning hins einstaka manns. Almættiskennd hinnar kirkjulegu stofnunar lilaut því á- vallt að verða ríkjandi þáttur í þess- ari tónlist. Þessi skortur á frjálsræði skapaði festu og djúpa alvöru. Skynsemin var tamin en tilfinning- in heft. Af því leiddi svo, að öll sjálfsögun og sjálfsstjórn var á þess- um tímum traustari en síðar varð. Listamenn sættu sig við horgaraleg- ar skyldur og fyrirskrifaðar og sjálf- sagðar umgengnisvenjur. Þannig varð Bach t. d. að kenna latínu í mennlaskóla Sl. Thomas-kirkjunnar í Leipzig og ala upp tuttugu börn, er hann átti við tveimur konum sín- um; og mikið af lögum þeim, sem nemendur nú á dögum eru látnir skila í spilatímum sínum, eru upp- runalega einmitt samin í kennslu- stundum sem æfingar fyrir hina ýmsu meðlimi Bach-fjölskyldunnar. Sem dæmi þess, hve hugkvæmni Bachs í hagnýtum uppeldislegum efnum var þroskuð, má geta þess að hann byrjaði fyrstur að láta nota þumalfingurinn á snertlahljóðfær- um (píanói, cembalói og orgeli) og skapaði þannig alveg nýja reglu um fingrasetningu. Þumalfingurinn hafði hingað til ekki tekið þátt i leiknum á hljómhorðinu, en nú öðl- aðist hann fullan rétt á við hina fing- urna, og um leið breyttist handstað- an. Höndin var nú ekki lengur flöt og stif heldur krenpt og hrevfanleg, samfara auknum krafti í áslætti, því að nú snertu fingurnir nóturnar öðruvísi en áður liafði tíðkazt. Bogn- ir fingur gerðu höndina liðugri, og þar með var leiktæknin komin inn á alveg nýjar leiðir. Framfaraþrá og tilraunalöngun Bachs kom þá ekki síður fram í hinu víðfræga verki hans „Das Avohltemijerierte Klavier“ (jafnstillta píanóið). Hér heitir hann í fyrsta skipti í tónlistarsögunni öll- um þeim tóntegundum, sem nútím- inn notar, 12 dúr-tóntegundum og 12 moll-tóntegundum, og ryður þar með braut nýju og fullkomnu tón- tegundakerfi, sem gerði mönnum kleift að fara úr einni lóntegund yf- ir í aðra án þess að eyra hnykkti við. Þessi „jafnspennta tónstilling“ hafði að vísu verið fundin upp áð- ur af gömlum organista, en nú er hún þrautprófuð í fyrsta sinni og reynd til fullnustu. Hér er loks al- veg fallið frá tónstillingu forngrísku stærðfræðinganna úr skóla Pytha- gorasar og teknar upp nýjar reglur, sem auka á fjölbreylnina í sam- ræmdri hljómnotkun, enda þótt öll tónhilin séu með þessu móti örlítið óhrein og öll jarðnesk tónlist þar- með raunverulega lítið eitt „fölsk“ eða mistóna. — Að síðustu mætti minnast á hina sjaldgæfu hljóðfæra- þekkingu Bachs. Auk þess að vera góður raddmaður, afburða pianó- leikari og snjall organisti, var hann vel að sér i meðferð slrengjahljóð- færa, var um skeið fiðluleikari i einkahljómsveit prinsins í Sachsen- Weimar og lét eftir sinni fyrirsögn smiða nýtt áður óþekkt strengja- hljóðfæri „viola pomposa“, einskon- ar lítið celló með fimm strengjum. Af þessum upptalningum sést, að

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.