Tónlistin - 01.06.1945, Blaðsíða 25
TÓNLISTIN
23
hann þrjú þeirra latneska nafninu „ora-
torium", sem nefnt hefir veriÖ á ís-
lenzku „helgimál“. Til grundvallar slík-
um verkum er lagður , ritningartexti.
„Jólaóratóría“ Bachs segir frá fæðingu
Jesú samkvæmt guðspjallinu. Er hún
gerð úr sex kantötum, sem Bach hafði
áður samið fyrir sex aðalguðsþjónustur
jólahátiðarinnar, og er því ekki samin i
einni lotu eins og passíurnar. Bach iðk-
aði það mikið að fella sálmalög eða kór-
allög inn í hin stóru kirkjulegu söng-
verk sín. En það gerði Hándel aftur á
móti ekki í óratóríuverkum sínum. I
„Messíasi“ er ekkert sálmalag. Bach hóf
þannig sálmalagið til vegs og virðingar,
klæddi það i fegursta skrúða og lét það
skarta í kirkjuhátíðarverkum sínum.
Stundum kemur sama sálmalagið oft fyr-
ir í sama verkinu. Þannig kemur í þessu
verki jólasálmalagið við lagboðann „Af
himnum ofan boðskap ber“ þrisvar sinn-
um fyrir, jafnan í nýjum búningi, og er
gaman að veita eftirtekt ólíkum verx-
unum þess á hverjum stað, t. d. hinni
miklu ofanbirtu, þar sem það kemur fvr-
ir í annað sinn. Samkór „Tónlistarfélags-
ins“ flutti sönginn. Er þar raddkostur
góður. Bassarnir þyrftu þó að vera þyngri
og undirstöðubetri, og gjarna hefði kór-
inn mátt ,hafa fleiri æfingar. Daníel Þor-
kelsson flutti guðspjallatextann skýrt og
skilmerkilega. Það hefir viljað brenr.a
við hjá okkur við flutning slíkra verka,
að hlutföllin milli kórs og einsöngvara
hafa raskazt, þannig að lægðir mynduð-
ust í flutningi verksins, þegar einsöngv-
ararnir tóku við. Þeim er nokkur vork-
unn, því að sönglínur Bachs eru oft eins
og hugsaðar fyrir hljóðfæri og vand-
sungnar. 1 þetta sinn bætti Guðmundur
Jónsson úr skák, með liþnni víðfeðmu og
voldugu rödd sinni. Kristín Einarsdóttir
fór þokkalega með sitt hlutverk. Guð-
nin Ágústsdóttir hafði hlaupið í skarðið
í forföllum og fór með óþjált og erfitt
hlutverk. Hljómsveit Reykjavíkur ann-
aðist undirleikinn með prýði. Páll ísólfs-
son lék á orgelið með hljómsveit og kór
og auk þess einleik á orgelið af sinni al-
kunnu snilld. Aðrir einleikarar voru þcir
tíjörn Ólafsson fiðluleikari, dr. Edelstein
cellóleikari, Karl Runólfsson trompetleik-
ari, og var einnig snilldarbragur á með-
ferð þeirra. Dr. Urbantschitsch stjórnaði
verkinu, og hefir hann enn einu sinni sýnt
hvílíkur afbragðskraftur hann erú söng-
lífi bæjarins. Er það þrekvirki hið mesta
að uppfæra stórverk sem þetta hér í bæ
og mikill ávinningur að kynnast því.
Baldnr Andrésson.
Það má til góðra tíðinda teljast, að
hljómleikalífi Reykjavíkur skuli hafa
bætzt nýr og ekki ómerkur iiður þar sem
er sveit griplaðra strengjahljóðfæra með
mandólíni, gítar, mandólu og bassa-man-
dólu. Er hér um að ræða nýtt og alþýð-
legt iðkunarform tónlistar á voru landi;
og ber að fagna þeirri viðleitni, sem mið-
ar að því að stækka áhrifasvið tónlistar-
innar með því að frambera hana í að-
gengilegri og auðskiljanlegri mynd. Þetta
hlutverk hefir „Mandólínhljómsveii
Reykjavíkur“ tekizt á hendur. Megi henni
verða vel ágengt í þvi að laða menn til
samleiks á tiltölulega handhæg og auð-
lærð heimilishljóðfæri. Það var vel til-
fundið, að hljómsveitin lofaði almenn-
ingi að kynnast þessari nýju samleikstil-
raun. Og verður ekki annað sagt en hug-
myndir fólks um mátt samstarfsins á sviði
tóns og hljóms hafi skýrzt og vaxið við
þetta tækifæri. Að visu má ekki vænta
þungrar fyllingar hjá þesskonar hljóð-
færasamstæðu, en hljómurinn stingur
þægilega í stúf við hina oft og tiðum
grófgerðu tónlistarskynjun nútímans.
Hljómsveitin lék með góðri tónvísi sex
vinsæl alþýðulög undir ötullegri og mjúk-
legri stjórn Haralds Guðmundssonar,
sem af mikilli ósérplægni hefir byggt sveit-
ina upp og æft hana. Að vísu mátti verða
þess var, að annað mandólín dró sig
um of i hlé og samhljómar voru á stöku
stað ekki nógu traustir, en trúmennskan
var samt auðsæ í öllum undirbúningi og
flutningi, allt frá slipaðri mandólínsóló
yfir synkóperuðum yfirröddum til jafns
og samfellds tremololeiks hjá forysturödd-