Tónlistin - 01.06.1945, Blaðsíða 31
TÓNLISTIN
29
SÍK.
AÖalfundur Sambands íslenzkra karla-
kóra var haldinn í júní s.l. Fundarstjóri
var Björn E. Árnason.
Formaður sambandsins, Agúst Bjarna-
son, gaf skýrslu um liðið starfsár. Höfðu
4 söngkennarar starfað á vegum sam-
bandsins, en þó hvergi nærri hægt að
veita eins mikla kennslu og æskilegt hefði
verið. á fundinum var samþykkt svohljóð-
andi tillaga: „Aðalfundur Sambands ís-
lenzkra karlakóra samþykkir, að sam-
bandið gangist fyrir söngför ca. 40 manna
úrvalskórs til Norðurlanda á komandi
vori, eða siðar, þegar ástæður leyfa. Skulu
aðalmenn framkvæmdaráðs og söngmála-
ráðs annast framkvæmdir sameiginlega á
þann hátt, sem ráðin koma sér saman um.
Heimilar fundurinn framkvæmdaraði
sambandsins að verja til fararinuar allt að
10.000,00 kr. úr sjóði þess, auk ])ess,
sem ráðin fari þær aðrar fjársöfnunar-
leiðir, sem færar þykja, til að standast
straum af kostnaði fararinnar." Var mik-
ill áhugi fyrir þvi, að úr för þessari gæti
Haldið ótrauður áfram; ég segi yður,
þér hafið hæfileikana, látið menn ekki
aftra yður frá því að neyta þeirra.
Liszt (við Grieg).
Með Fauré hófst endurfæðing franskr-
ar tónlistar.
Louis Laloy.
Tónlist Faurés er sönnun þess, að
frumlegur maður getur notað gömul form
án þess að umturna þeim, og notað þau
til þess að bera fram hugmyndir sam-
tiðar sinnar.
P011I Dukas.
Mussolini útnefndi Puccini sem með-
lim italska senatsins, og þegar hann
dó, lét hann fara fram veglega útför
hans á ríkisins kostnað, svo sem verið
hefði hann stjórnmálamaður.
Helen Kaufmann.
Sibilius skrifar músík fyrst og fremst
til þess að leysa sig undan því, sem
hvílir á hjarta hans og heila og verður
að' fá útrás.
Philip Hale.
Nú á dögum á tónskáld því aðeins að
skrifa músík, að hann viti, i hvaða til-
gangi það er gert.
Paul Hindemith.
Bach er kraftaverk guðs.
Rossini (,,hinn ítalski Mozart“).
Það verður ekki umflúið, að tónlist-
in hvilir á pólitískum grunnmúr. Hún
getur verið harmþrungin, en hún verður
að vera sterk. Hún er ekki lengur að-
eins sjálfri sér nóg, takmark í sjálfri sér,
heldur lífsnauðsynlegt vopn í baráttunni.
Dmitri Shostakovich.
í tómstundum skal tónum dillað.
Islenzkt orðtak.
Tala'ðu — og við erum félagar; syngdu
— og við erum systur og bræður.
Þýzkur málsháttur.
Ég hafði nákvæma1 hugmynd um tóna,
tónbil og fyrstu undirstöðuatriðin á"ur
en ég kunni að tala. Þetta átc. ég ein-
göngu því að þakka, að móðir mín var
alltaf vön að syngja um leið og hún gaf
mér að borða.
Gounod.
Góður smekkur er ekki meðfæddur,
heldur öðlast menn hann með aldri, þroska
og aukinni menntun. Kornungt fólk hefir
yfirleitt hvorki vit á tónlist né bók-
menntum. Rétt mat á slíku öðlast menn
ekki nema með mikilli áreynslu margra
ára.
C. E. M. Joad.