Tónlistin - 01.06.1945, Blaðsíða 13

Tónlistin - 01.06.1945, Blaðsíða 13
TÓNLISTIN 11 mikilvægt en í rauninni ósjálfrátt og óbreytilegt afl eins og mannlegt lijarta. Beetlioven viðurkennir þetta lögmál; en liann gerir meira; hann tekur hljóðfallið í sína þjónustu sem beizlaða orku og notar það til þess að hlása ómótstæðilegum lífs- anda í tónverk sín. Upp af þessu sprettur hinn hamslausi kraftur Beethovens, sem liann í verðugu sjálfstrausti lýsir þannig: „Krafturinn er siðgæðisliugsjón þeirra, sem skara fram úr öðrum, og hann er líka hugsjón mín.“ Iiið þriðja mikla B í heimi tón- listarinnar er svo loks Brahms, Jo- liannes Brahms. Brahms átti það sammerkt bæði með Bach og Beet- hoven, að faðir hans var líka at- vinnu-tónlistarmaður, kontrahassa- leikari, sem spilaði á ýmsum gilda- skálum í Hamborg fyrir um eitt liundrað árum. Walter Niemann, hinn þekkti þýzki tónlistarrithöf- undur og tónskáld í Leipzig, hefir í hók sinni um Brahms dregið upp allglögga mynd af honum, og má ætla, að lýsing hans sé ekki fjarri lagi, þar sem þeir eru háðir fæddir Hamborgarhúar og sennilega ekki allskostar ólíkir að lunderni og lífs- skoðun. Niemann segir um Bralims: „Þunglyndi, djúp, sterk og alvöru blandin tilfinning, hlédrægni, göfug- lega innibyrgð geðshræring, jafnvel vottur af ofnæmi, tilhneiging til að sökkva sér niður í sjálfan sig, skort- ur á hæfileika til þess að losna úr viðjum sjálfs sin bæði sem maður og listamaður, allt eru þetta eigin- leikar, sem eigna verður honum.“ Hjá Brahms verður í mjög ríkum mæli vart hinnar gullvægu einingar vitsmuna og tilfinningar. Klassik og rómantík sameinast hjá honum á undraverðan hátt. Hið mikla inann- lega hyggjuvit hans meinar lionum allan klökkva og ofhlaðna tilfinn- ingasemi á kostnað formsterks og sígilds innihalds. Og það er einmitt þessi vitsmunalega djúphygli, sem ristir mark sitt á tónlist Brahms og torveldar liana svo mjög við fyrstu heyrn. Þessi glíma við viðfangsefn- ið er æðsta takmark allra þeirra manna, sem þokað hafa mannsand- anum lengst fram. Úrlausnin kostar liarða haráttu, ef hún á að vekja innri fullnægingu og sanna sköpun- argleði. Islendingar skilja þetta hezt í skáldskap sínum, svo sem torráðn- um Eddu-kenningum, skrúðmiklu skáldmáli, rímþrautum og fjöl- breytilegum hragháttum. I tónlist- inni eru þeir enn ekki komnir á vits- munastigið í tónsköpun sinni, held- ur láta sér nægja að gefa tilfinning- unni einni sainan lausan tauminn. Brahms, sem eitt sinn lét svo um mælt, að einhver hinn bezti lær- dómur væri fólginn i því að kynn ast kirkjutóntegundunum og hassa- hreyfingunni í kantötum Bachs, hafði drukkið í sig laggnótt Schu- berts og formkraft Beethovens. Lag- línur hans hera því mörg einkenni rómantísku stefnunnar, svo sem mikið hrej7fisvið — allt að tveimur áttundum — og stór tónhil og tíð stökk. í einu bréfi til vinar sins skrifar Brahms upp nóturnar F-A-E, sem síðar áttu eftir að verða aðals- merki hins hjarthærða og bláevgða Norðurhvelshúa. Hið hnígandi sex-

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.