Tónlistin - 01.06.1945, Blaðsíða 26

Tónlistin - 01.06.1945, Blaðsíða 26
24 TÓNLISTIN inni. Auk þess lék kvartett meÖ tveimur mandólum, gítar og mandólu nokkur lög með sannri músíkgleði og ágætum sam- tökum, svo að tónmagnið gaf tónkostun- um í lægri handstöðum ekkert eftir. Ung söngkona, sem notið hefir allrar sinnar menntunar í heimalandi sínu ein- vörðungu, hefir nú fengið tækifæri til þess að sýna hljómleikagestum, hversu langt má í byrjun komast með prýðisgóðu upplagi og öruggri tilsögn án þess jafnvel að fara utan. Að þessu leyti staðfesti Guð- rún A. Símonardóttir sannleiksgildi orð- taksins „hollur er heimafenginn baggi.“ Songmergur er henni í bein runninn og óskeikull skilningur á eðli söngsins í blóð borinn, svo sem og var um föður henn- ar, og mun hún þó sízt verrfeðrungur. Rödd Guðrúnar lætur í rauninni ekki mik- ið yfir sér, hún er í meðallagi há, orðin alljöfn og hæfilega sett fram, en þessum hóflega raddkosti er beitt með stílfastri samkvæmni gegnum langa röð ólíkra viðfangsefna, svo að nýstárlegt má telj- ast. Óhagganleg hljóðfallsfesta Guðrún- ar stuðlar mjög að áheyrilegri túlkun hennar, sem alltaf lætur lagið sjálft sitja í fyrirrúmi fyrir óljósum löngunum lík- amsraddarinnar, og mun þessi sterki eig- inleiki opna henni greiða leið að „klass- ískum“ í-sjálfum-sér-hvílandi söng án hispurs og öfga. Þetta ágæta veganesti er svo þungt á metunum, að smálegir annmarkar eins og oídregin endasam- hljóð og tilmynduð sérhljóð í efstu radd- legu verða ekki um of tilfinnanlegir. Sér- staklega stílhreinn var flutningur hennar á „Nina“ með tifandi tónflúri og mjúk- um „bel-canto“ línum. Islenzku lögin hlutu fyrirmyndar-meðferð í föstum sniðum traustrar smekkvísi, svo að eftir- breytnivert er í íslenzkum ljóðasöng, ekki sízt vegna yfirvegaðs forms og hug- þekks látleysis, sem aldrei fór út fyri’- takmörk sín. Efnisskráin var vel samsett, að undantekinni lítilvægilegri söngútsetn- ingu á ,,salon“-kenndu píanólagi Franz Lis’ts „Liebestraum.“ Haldi Guðrún upp- teknunl hætti, má treysta því, að „íslands lag“ muni í þessari kjördóttur Appollós eignast fulltrúa i fremstu röð. Fritz Weisshappel, Þórarinn Guðmundsson og Þórhallur Árnason aðstoðuðu, hinn fyrr- nefndi með prýðilega aðlöguðu píanó- spili en hinir síðarnefndu með gljúpu og allvel samrunnu strengjaspili. Söngfclagið „Harpa“ sýndi á hljóm- leikum sínum umfangsmikið svið tón- rænnar sköpunar um fjögra alda skeið með nokkrum sýnishornum kórlistarinn- ar. Hinir heiðu hljómar „Mariubænar- innar“, sem eignuð er Hollendingnum Jacob Arcadelt, fóru prýðisvel í meðför- um kórsins, en þáttur hljóðfæranna virð- ist ekki mikilvægur, eins og reyndar líka i íslenzku lögunum, sern sungin voru mjög snoturlega. Hinsvegar skortir dálitið á gagnkvæma raddsvörun i kvartettum Brahms og þar af leiðandi samfelldleik, enda þótt sópraninn lægi ekki á liði sínu og reyndi að færa líf og festu í flutning- inn. Hin naturalistiska sólar-lofgjörð Moussorgskys var aftur á móti skörulega fram borin, og birtist þar sterk líking af hinni djúpu víðáttu hins forna Garða- ríkis, og náði kórinn hér mestum tilþrif- um. Að siðustu var hið músikantíska söng- og spilverk Hindemiths „Frau Mus- ica“ við hinn barnslega einlæga texta Luthers. Hindemith brýtur hér bönd erfðavenjunnar og leitar aftur til barok- tímans með sparlegum hljóðfærum, sóló og kór. Með kanónískri raddfærslu og djörfum mishljómum tekst honum að sýna ný tök á viðfangsefninu, þótt stund- um leiki vafi á réttmæti úrlausnarinnar, eins og í hinu innviðalitla tenór-hlutverki. Einsöng höfðu hér Helga Magnúsdóttir, sem leysti sinn hlut með næmri söngvísi og óskeikulli tóijgjöf og Daníel Þorkels- son, sem ekki virtist fullnægt með stuttu rezitativi. Þar að auki hafði Helga Jóns- dóttir á hendi sóló-þátt úr Mozart-óperu og flutti hann laglega með ofurgrannri skrúðsöngsrödd sinni. Hljóðfæraflokk- urinn leysti skyldu sina af beztu getu og féll vel inn í umgjörð kórsins. í trí- óinu hefði stílmótunin þó mátt takast bet

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.