Tónlistin - 01.06.1945, Blaðsíða 27

Tónlistin - 01.06.1945, Blaðsíða 27
TÓNLISTIN 25 ur með enn frekar hertri og sneggri strok- tækni. Robcrt Abraham stjórnaði hljóm- leikunum með glöggri skyggni á setta og nákvæma áferð og sýndi rösklegan skiln- ing á súgmikilli framsetningu fremur en kammermúsíkalskri innlifun í Hinde- mith. Að öðru leyti var stjórn hans ein- arðleg og bar vott um afbragðs ferðug- heit. Hinn ofurmennski tónjöfur Ludwig van Beethoven hefir löngum verið flest- um tónlistarmönnum eftirsóknarvert tak- mark, bæði í sköpun og flutningi. Hin alþjóðlega spennivídd hans, byggð á sterkum þjóðlegum einkennum þýzka þjóðlagsins, megnar að snerta innstu kviku mannlegra sálarhræringa með reg- inkrafti ómótstæðilegrar orku, sem inni- byrgð blundar jafnvel einnig í hinum þýðasta adagio-söng og áhyggjulausum scherzo-leik. Tilbrigðaformið skilar vel þessum margvíslegu blæbrigðum, enda tók Beethoven það óspart í þjónustu sína. C-moll tilbrigðin, eru fyrirtaks dæmi um lífskraft lítils og að þvi er virðist óásjálegs tema, sem þó býr yfir ótrúlega rikum þróunarmögulcikum vegna har- móniskrar fjölbreytni aðeins. Árni Kríst- jánsson gerði þessu aðgengilega verki Beethovens hin beztu skil eftir að hafa innleitt prógram sitt með hinni vinsælu og|sígildu ,,Tunglskinssónötu“, en fyrsta kafla hennar laðaðí hann úr hljóðfærinu á dreymandi söngvinn hátt og þyrlaði léttri leikni sinni í öflugri ástríðu. Flutnings- lega myndaði f-moll sónatan loks hámark. Hér risu hinar gneipu stefjalínur upp í eftirminnilega hæð i trúrri meðferð Árna og gáfu honum gullið tækifæri til þess að opinbera traustan formskilning og mjúkan syngjandi áslátt. Það heyrir til nýlundu, að íslenzkt tón- skáld komi fram með heila hljómskrá með eigin verkum, og er það gleðilegur vott- ur um aukinn sköpunarmátt. Tónlistin hlýtur ávallt að standa í réttu hlutfalli við þau nýskapandi afköst, sem liðnar kyn- slóðir hafa látið okkur í té og samtíðin ávaxtar og eykur. Hinn skapandi tónlist- armaður er því höfuðtrygging allrar eðli- legrar tónlistarþróunar. Frá honum renna þær stoðir, sem veita tónlistarlífinu styrk og nýjan vöxt og verja það þar með stöðnun. Tónlistarsagan sýnir það marg- faldlega, að tónskáldin hafa jafnan stað- ið dyggilega vörð um velferð þjóðar sinnar og sálarþroska. Schumann ól þjóð sína upp til dýpra skilnings á hlutverki tónlistarinnar, og Mattheson kenndi henni að meta tónrænt starf. íslendingar hafa til þessa tíma átt nokkrum hliðstæðum mönnum á að skipa, miðað við hina hlut- fallegslega skömmu þróun þessara mála hér á landi. Einn þeirra er Sigurður Þórðarson tónskáld. 1 tilefni af fimm- tugsafmæli söngstjórans, hefir Karlakór Reykjavíkur tekið til meðferðar tónsmíð- ar Sigurðar Þórðarsonar, en hann hefir haft á hendi stjórn kórsins frá stofnun hans. Fyrst voru leikin á orgel tilbrigði um gamalt islenzkt sálmalag „Greinir Jesús um græna tréð“, haglega uppsett með gisinni hljómsetningu, að hætti ferskra kirkjutóntegunda, með silfrandi tokkötu-hlaupum og breiðri lokafúgu. Sigurður er mikilvirkur höfundur, bund- inn sterkum böndum við forna íslenzka arfleifð, sem hann gerir sér far um að grópa í verk sín til þess að veita þeim þannig þjóðlegt snið. Það sannar meðal annars virðingarverður áhugi hans á hinu islenzka þjóðlagi og varðveizlu þess og tilraun hans til að tengja saman leiksviðs- músík og einfalda en sanna þjóðlifslýs- ingu. Hann bregður gjarna fyrir sig is- lenzkum söngháttum, svo sem samstíg- um kvintum og þekktum þjóðlagabrot- um til skilningsauka. Klarlakórsmessa Sigurðar sýnir þessa rittækni býsna vel. Hér er þjóðlegum söngeinkennum mark- að breitt svið með gömlu Grallara-lagi og veraldlegri þjóðvisu um norrænar heims- sköpunarhugmyndir. Kórbálkurinn er þétt ofinn, pólýfón í raddgangi sínum og gerir miklar kröfur til kóristanna, svo að flutningur allur verður þátttakendum ær- ið lærdómsrikur. Hinsvegar hefir undir- leikurinn orðið afskiptur, og mundi stil-

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.