Tónlistin - 01.06.1945, Blaðsíða 28

Tónlistin - 01.06.1945, Blaðsíða 28
26 TÓNLISTIN ræn samkvæmni bæta heildaráhrifin aÖ mun, svo aÖ vart yrði ótvíræðrar mótun- ar þess innra lögmáls, sem gerir afrekið að meistararverki. Islenzk tónlist er nú í deiglunni. Fullþroskuð verður hún fyrst eftir langa og stranga þroskabraut. Og „Hátíðarmessa“ Sigurðar Þórðarsonar er einn áfangi á þeirri leið. Hér kemur fram samfellt kórverk alvarlegs eðlis og gefur innsýn í túlkunarhæfni karlakórs- ins fram yfir það, sem hér hefir áður þekkzt. Fer vel á því, að karlakórsflutn- ingur hins fyrsta stórverks hefir beinzt að íslenzkri tónsmíð, rótgróinni hugsun norræns fjallalands, og má karlakórinn vel fagna stjórnanda sínum og skapanda með miklu þakklætti fyrir ötula forgöngu í fjölda ára. Karlakór Reykjavíkur rækti verkefni sitt af hinni beztu trúmennsku og barst greiðlega yfir hina örðugustu hjalla hvelfds legato-söngs. Einsöng og dúett fluttu Guðrún A. Símonar og Dan- íel Þórhallsson með hinni mestu prýði, en smærri hlutverk voru i góðum hönd- um hjá Einari Ólafssyni, Jóni Kjartans- syni og Iiaraldi Kristjánssyni. Dr. Ur- bantschitsch lék smekkvíslega á kirkju- orgelið ,en Fritz Weisshappel sat örugg- lega á bekk undirleikarans og studdi bæði kór og einsöngvara með markvísu píanóundirspili, og þar að auki aðstoð- uðu Þórarinn Guðmundsson og Þórhaliur Árnason með vel aðlöðuðum leik í nokkr- um lögum. Höfundurinn hafði á hendi stjórn, og fórst honum verkið vel að vanda og hvergi betur en í vandfluttustu messuköflunum. Áheyrendur hlýddu með stakri athygli á hina latnesku söngmessu og óskuðu höfundi hennar til hamingju bæði með mikið verk og ágætan starfs- árangur á merkum tímamótum. Samkór Reykjavíkur er i tvennum skilningi ungt söngfélag; það er tiltölu- lega nýstofnað og er yfirleitt skipað ung- um söngkröftum, sex tugum. Þessum lið- marga kór lætur bezt mýkt eins og í „Vögguvísu" Reihmanns og nær þá fram hinum fáguðustu sotto-voce-áhrifum. Á- nafnað lag Ólafs Þorgrímssonar „Reykja- vík“, kórnum til handa, var liðlega flutt, en búningur þess er um of háður löngu liðinni misgengri hómófón „motorik“, þótt laglínan sé að vísu geðþekk. í lögum Karls Runólfssonar og Jóhanns Tryggva- sonar sýndi kórinn vænan vísi að norræn- um þrótti, sem spáir góðu um framtiðina. Gleðilegt var að mæta hinu einasta þekkta lagi hins mannvænlega stúdents Árna Beinteins Gíslasonar, sem því miður var frá þjóð sinni heimtur á unga aldri en hafði þó reist sér fagran minnisverða fyrir dyggilegt starf í þágu hinnar óreif- uðu tónlistar íslands. Kórinn á þökk skil- ið að hafa minnzt þessa gleymda en lofs- verðuga brautryðjanda aldamótastríðsins. í útlendu verkefnunum mátti sumsstaðar greina harða glímu við vandmeðfarna byrjunarörðugleika, svo sem innskot zíg- aunanna í öðrum þætti í óperu Verdis „Troubadour“ og of lýríska túlkun á hinu tregaþrungna andvarpi Bachs í „Matteus- ar-passíunni“. Iiinsvegar tókst spunakór- inn úr „Hollendingnum fljúgandi“, eitt af hinum óendanlegu lögum Wagners, mætavel með léttum hraða og þýðri alt- sóló og sömuleiðis hinn frísklegi og snjalli danskór úr æfintýraóperu Sme- tana, „Selda brúðurin". Olafía Jónsdóttir leysti einsöng sinn :neð góðum myndug- leik og talsverðri hljómfyllingu á efra sviði. Anna Sigríður Björnsdóttir að- stoðaði með allöruggum píanóleik sínum, og hefði hún gjarna mátt láta undirleik- inn betur til sin taka og gefa honum aukið mikilvægi. Jóhann Tryggvason stjórnaði hljómleikunum með fjörríkum tilvísunum og hvatlegum undirstrikun- unum æfðs leikhússöngstjóra, sem benda frekar til ljóðræns áferðarsöngs og léttr- ar efnismeðferðar en klassísks þunga. íslenzkur söngvari, sem ber nafn ætt- lands sins, kom heim á æskustöðvar sín- ar, til þess að syngja i sig sál gömlu ísafoldar. Landið hefir heldur ekki dauf- heyrzt við söngkalli hans. Þúsundir hafa þyrpzt að söngkvöldum Stefáns Islandi óperusöngvara og látið heillast af töfra- fríðum tónum þessá sindrandi söng-

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.