Tónlistin - 01.06.1945, Blaðsíða 15

Tónlistin - 01.06.1945, Blaðsíða 15
TÓNLISTIN 13 vera organleikari, svo framt liljóð- færi væri notað í kirkjunni. Þessi mál voru því að öllu leyti í höndum sóknarnefndanna, og eru það enn. Beztar upplýsingar um þessi mál er að fá í gjörðabókum sóknar- nefnda viðsvegar á landinu. En langt er síðan að það varð lýðum fullljóst, hvernig þessi löggjöf hefir rejmzt. Frámunalega léleg launa- kjör við organislaverkin hafa vald- ið himinhrópandi þekkingarleysi í starfinu, því að 20—100 krónur í ár- leg organistalaun þoldu vitaskuld ekki mikinn námskostnað. Afleið- ingarnar af þessu hraksmánarlega ástandi koma síðan herlega fram í vöntun á starfskröftum nálega um land allt og ekki síður í skorti á þekkingu þeirra sem við starfið fást — að fáum undanteknum. Fyrir löngu hefir mátt teljast til þjóðar- vansæmis í grófustu mynd, að því- líkt skeytingarleysi skuli látið við- gangast í meira en hálfa öld — og það innan þeirrar stofnunar þjóð- félagsins, sem elzta og veglegasta ber að álíta, innan sjálfrar kirkj- unnar. Úr þessu hefði þurft að hæta fvrir löngu. Með lögunum um söngmálastjóra þjóðkirkjunnar komst ný hreyfing á skrið. Hann var skipaður, ferðað- ist um landið og kynnti sér ástand- ið. Niðurstöður sínar birti hann i Kirkjuhlaðinu 21. 5. 1943 (endur- prentað í'2. árg. „Tónlistin“ 1943), og vísast til þeirrar umsagnar. Mun enginn, sem til þekkir, trúa öðru en að þar sé satt og rétt skýrt frá. Nú bjóst þjóðin við því, að endurreisn- in yrði hafin á þeim grundvelli að ný löggjöf yrði samin, er fyrst og fremst innihéldi ákvæði um náms- tíma organista, setlti fram lágmarks- kröfur um kunnátttu þeirra og gerði þeim að skilyrði fyrir organleikara- embætti að sýna leikni sína við op- inhert próf, og siðan yrðu sett lög um tryggð laun þeirra í hlutfalli við aðra horgara þjóðfélagsins. — Allt hefir þetta hingað til virzt liggja í þagnargildi. En aftur á móti skýrir útvarpið oft og einatt frá því, að söngmálastjóri þjóðkirkjunnar hafi á þessum og þessum stað stofnað kirkjukór með svo og svo mörgum söngmeðlimum, stjórn kórsins kos- in, nöfn stjórnaraðila hirt ásamt nafni kirkjuorganleikara og söng- stjóra. f samhandi við þessar fregnir hefir útvarpið getið um þær ráð- stafanir, að kennaraefnum við Kenn- araskólann verði kennt að leika á harmóníum, svo að til kennaranna megi grípa ef ske kynni að vöntun yrði á kirkjuorganleikurum. Enn- fremur hefir það verið tilkynnt, að landinu hafi verið skipt í organista- umdæmi eftir fjórðungum, og gefist kirkjuorganistum kostur á að sækja námskeið hjá þeim, sem til þess eru nefndir. Þessi siðasta fregn minnti mig undir eins á fræðsluprófastana sáluðu. — Skyldi þetta fyrirkomu- lag ekki reynast eitthvað svipað? Fyrir mínum sjónum er allt þetta ekert annað en lielbert kák, aðeins til þess að tefja eðlilega framþró- un í tónlistarmálum þjóðarinnar. Ef skapa á heilbrigt tónlistarlíf í landinu og heilbri;gðan tanlistar- smekk með liinni verðandi og vax- andi æsku, þá verður því taki aldr-

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.