Tónlistin - 01.06.1945, Blaðsíða 11

Tónlistin - 01.06.1945, Blaðsíða 11
TÓNLISTIN 9 Bach hefir í lifenda lífi haft mikil áhrif sem kennari og hljóðfæraleik- ari fyrst og fremst. Samtí'ð hans kunni aðeins að meta hann sem org- anleikara, enda er liann i tónsmíð- um sinum víða hundrað ár á undan samtímamönnum sínum, t. d. í liinni margslungnu „krómatík“ eða hálf- tónaskrefum. Bacli hefir verið nægjusamur athafnamaður, gædd- ur djúpri en allkaldri íhygli og sterk- um guðsótta. Verk lians eru samin af einlægum hug gagnmenntaðs tón- listarmanns í samræmi við tíðarstíl- inn, án þess þó að persónustíllinn liverfi með öllu inn í þann mikla samnefnara. Veigamikill liður þessa. tíðarstíls er „fúgan“, sem í raun- inni er aðeins æfing í tónsmíða- tækni, reyndar mjög vandasöm og flókin þraut og einmitt þessvegna prófsteinn á kunnáttu liöfundarins, leiktækni flytjandans og skilning hlustandans. En þó fer nærri, að þessu tónlistarformi hafi verið gert of hátt undir höfði gagnvart hlust- andanum, sem oft og einatt stendur ráðþrota gagnvart þessu völundar- húsi tónrænnar röksemdafærslu. Þar sem fúgan er sumpart vélgengt þróunarform með örstuttu stefi, hef- ir það á síðari tímum oft viljað ske, að tónskáldin hafa notað þetta form sem nokkurskonar þrautalendingu, þegar í óefni var komið og engin notliæf hugsun var lengur tiltæk. Og til er gamansamur talsháttur, er ótvirætt hendir til þess, að lagsmið- irnir hafi oft komizt í slíka sjálf- heldu: „Ef tónskáldið situr með lóman haus, teiknar liann fúgu, og andinn er laus!“ Og stundum virðist fúgan jafnvel aðeins vera skrifuð af einskærri löngun til þess að sýna staðgóða leikni í pólýfón ritliætti, og er þá sem höfundurinn kalli fram í: „Hlustið nú vel! Nú kemur fúga.“ Fúgur Bachs eru samt ekki sprottnar af þessari rót. Þær eru tvímælalaust mestu meistaraverk í sinni grein, hæði að hugsnilld og hyggingu. Og enginn, sem vill verða fyllilega sjálf- hjarga í heimi tónlistarinnar, kemst hjá að veila þeim talsverða athygli. Yfirleitt er Bach þannig varið, að liann vísar einhentum mönnum á hug, því að menn verða fyrst að rétta honum framlag sitt með annarri hendi og taka það siðan ávaxtað með hinni. Bezta leiðin til þess er að spila verk Bachs þegar á unga aldri. Hann hefir samið tónsmíðar fyrir hvaða aldursskeið sem er, allt frá fyrstu spilatímum harnaskólaár- anna til hins fullþroskaða hljóðfæra- leikara manndómsáranna. Bacli er með síiðandi nótnalínum sínum trygging fyrir góðri fingraferð, svo að sá, sem getur spilað Bach, getur í raun og veru spilað allt. Nú væri freistandi að líta sem snöggvast í áttina til Ludwig van Beethovens og reyna að sjá, hver lielztu einkenni hans eru. Listasag- an getur öðru hvoru um snillinga, sem látið hafa eftir sig undraverð afköst. Einn þeirra var málarinn og fjölvitringurinn Leonardo da Vinci. Enda þótt nútimatónlist vor eigi sér tiltölulega mjög skamma forsögu,—

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.